Man. United ætti að vera enn neðar miðað við gæði marktækifæra Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. nóvember 2023 14:00 Mason Mount var keyptur til Manchester United í sumar til að hjálpa við að skapa færi í sóknarleiknum en hann hefur ekki byrjað vel. AP/Dave Thompson Manchester United hefur fengið fleiri stig í ensku úrvalsdeildinni en þeir hafa átt skilið ef marka má tölfræði ensku úrvalsdeildarinnar yfir xG eða áætluð mörk. Áætluð mörk eru reiknuð út frá gögnum yfir mörk og færanýtingu en út frá því er fundið út hversu miklar líkur eru á því að hvert færi skili marki miðað við söguna af nýtingu svipaðra færa. Sky Sports birti töflu ensku úrvalsdeildarinnar eins og hún ætti að líta út ef farið værið eftir xG. Manchester United er í áttunda sæti deildarinnar í dag en liðið er ellefu stigum á eftir toppliði Tottenham og átta stigum frá Meistaradeildarsæti. Samkvæmt xG þá ætti liðið hins vegar að vera þremur sætum neðar eða í ellefta sætinu. United ætti að vera með tæpum þremur stigum minna en þeir eru með. Newcastle United er bara í sjötta sæti í raunheimi en ætti að vera á toppnum í deildinni ef farið væri eftir gæði marktækifæra liðsins. Newcaste ætti að vera með rúmum fjórum stigum meira. Topplið Tottenham hefur aftur á móti fengið 8,5 stigum meira en þeir hafa átti skilið út frá færasköpun sinni og eru þeir því aðeins í sjötta sæti í xG stigatöflunni. Miklu munar á Chelsea sem ætti að vera í fimmta sæti en er í ellefta sæti í alvörunni. Liðið hefur fengið rúmum sjö stigum minna en það hefur átt skilið. Manchester City og Liverpool ættu að vera ofar en þau eru sem og lið Brentford og Everton. Arsenal, Aston Villa og Brighton ættu aftur á móti öll að vera neðar alveg eins og Wolves, West Ham og Fulham. Nýliðar Luton Town ættu ekki að sitja í fallsætinu heldur Bournemouth. Tvö neðstu liðin, Burnley og Sheffield United, eru aftur á móti þar sem þau ættu að vera. Það má sjá alla töfluna hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Enski boltinn Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Sjá meira
Áætluð mörk eru reiknuð út frá gögnum yfir mörk og færanýtingu en út frá því er fundið út hversu miklar líkur eru á því að hvert færi skili marki miðað við söguna af nýtingu svipaðra færa. Sky Sports birti töflu ensku úrvalsdeildarinnar eins og hún ætti að líta út ef farið værið eftir xG. Manchester United er í áttunda sæti deildarinnar í dag en liðið er ellefu stigum á eftir toppliði Tottenham og átta stigum frá Meistaradeildarsæti. Samkvæmt xG þá ætti liðið hins vegar að vera þremur sætum neðar eða í ellefta sætinu. United ætti að vera með tæpum þremur stigum minna en þeir eru með. Newcastle United er bara í sjötta sæti í raunheimi en ætti að vera á toppnum í deildinni ef farið væri eftir gæði marktækifæra liðsins. Newcaste ætti að vera með rúmum fjórum stigum meira. Topplið Tottenham hefur aftur á móti fengið 8,5 stigum meira en þeir hafa átti skilið út frá færasköpun sinni og eru þeir því aðeins í sjötta sæti í xG stigatöflunni. Miklu munar á Chelsea sem ætti að vera í fimmta sæti en er í ellefta sæti í alvörunni. Liðið hefur fengið rúmum sjö stigum minna en það hefur átt skilið. Manchester City og Liverpool ættu að vera ofar en þau eru sem og lið Brentford og Everton. Arsenal, Aston Villa og Brighton ættu aftur á móti öll að vera neðar alveg eins og Wolves, West Ham og Fulham. Nýliðar Luton Town ættu ekki að sitja í fallsætinu heldur Bournemouth. Tvö neðstu liðin, Burnley og Sheffield United, eru aftur á móti þar sem þau ættu að vera. Það má sjá alla töfluna hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports)
Enski boltinn Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Sjá meira