Arsenal styður ummæli Arteta og óskar eftir umbótum í dómgæslu Ágúst Orri Arnarson skrifar 5. nóvember 2023 17:39 Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, lét gamminn geysa á blaðamannafundi í gærkvöldi Arsenal tapaði leik sínum gegn Newcastle með einu marki gegn engu í 11. umferð ensku úrvaldsdeildarinnar í gærkvöldi. Markið var mjög umdeilt og mörg vafaatriði litu dagsins ljós í aðdraganda þess. Þrír hlutir voru rannsakaðir, hvort boltinn hefði farið út af, hvort markaskorarinn Anthony Gordon hafi brotið af sér og loks hvort hann hafi verið rangstæður. Að vel ígrunduðu máli komst dómarateymi leiksins að þeirri niðurstöðu að ekkert ólöglegt hafi átt sér stað og mark Newcastle fékk að standa. Skömmu áður hafði Kai Havertz fengið gult spjald fyrir slæma tæklingu, rétt eftir að Bruno Guimares slapp við spjald fyrir olnbogaskot. Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, var afar ósáttur með ákvarðanir dómarateymisins á blaðamannafundi strax að leik loknum. Félagið hefur nú gefið út opinbera stuðningsyfirlýsingu við ummæli þjálfarans og kallar eftir gæðameiri dómgæslu í ensku úrvalsdeildinni. „Arsenal styður heilshugar ummæli Mikel Arteta eftir leik vegna óásættanlegrar dómgæslu og mistaka í VAR dómgæslunni á laugardagskvöld.“ „Enska úrvalsdeildin er sú fremsta í heiminum, með bestu leikmennina, þjálfarana og stuðningsmenninna, sem allir eiga skilið betur. Dómarasamtökin þurfa nauðsynlega að bæta úr dómgæslu og grípa til aðgerða svo forðast megi endalausar eftir á skýringar og afsökunarbeiðnir.“ Yfirlýsingu félagsins í heild sinni má lesa hér. Svipuð yfirlýsing kom fyrir um mánuði síðan frá Liverpool eftir leik liðsins gegn Tottenham. Eðlismunur atvikanna er þó sá að strax eftir þann leik gáfu dómarasamtökin út eigin yfirlýsingu og gengust við mistökum sem áttu sér stað í leiknum. Engin slík yfirlýsing eða afökunarbeiðni barst eftir leik Arsenal og Newcastle í gærkvöldi en vænta má svara frá dómarasamtökunum í kjölfar þess sem Arsenal gaf út. Enski boltinn Tengdar fréttir Liverpool ekki búið að segja sitt síðasta í VAR hneyksli helgarinnar Varsjáin er oft á milli tannanna á fólki eftir hverja helgi í ensku úrvalsdeildinni en það er nýtt af nálinni að dómarar séu farnir að dæma af lögleg mörk og verja sig svo með því að þetta hafi allt verið einhver misskilningur eins og Georg Bjarnfreðarson forðum. 2. október 2023 09:01 Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Fleiri fréttir Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Sjá meira
Að vel ígrunduðu máli komst dómarateymi leiksins að þeirri niðurstöðu að ekkert ólöglegt hafi átt sér stað og mark Newcastle fékk að standa. Skömmu áður hafði Kai Havertz fengið gult spjald fyrir slæma tæklingu, rétt eftir að Bruno Guimares slapp við spjald fyrir olnbogaskot. Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, var afar ósáttur með ákvarðanir dómarateymisins á blaðamannafundi strax að leik loknum. Félagið hefur nú gefið út opinbera stuðningsyfirlýsingu við ummæli þjálfarans og kallar eftir gæðameiri dómgæslu í ensku úrvalsdeildinni. „Arsenal styður heilshugar ummæli Mikel Arteta eftir leik vegna óásættanlegrar dómgæslu og mistaka í VAR dómgæslunni á laugardagskvöld.“ „Enska úrvalsdeildin er sú fremsta í heiminum, með bestu leikmennina, þjálfarana og stuðningsmenninna, sem allir eiga skilið betur. Dómarasamtökin þurfa nauðsynlega að bæta úr dómgæslu og grípa til aðgerða svo forðast megi endalausar eftir á skýringar og afsökunarbeiðnir.“ Yfirlýsingu félagsins í heild sinni má lesa hér. Svipuð yfirlýsing kom fyrir um mánuði síðan frá Liverpool eftir leik liðsins gegn Tottenham. Eðlismunur atvikanna er þó sá að strax eftir þann leik gáfu dómarasamtökin út eigin yfirlýsingu og gengust við mistökum sem áttu sér stað í leiknum. Engin slík yfirlýsing eða afökunarbeiðni barst eftir leik Arsenal og Newcastle í gærkvöldi en vænta má svara frá dómarasamtökunum í kjölfar þess sem Arsenal gaf út.
Enski boltinn Tengdar fréttir Liverpool ekki búið að segja sitt síðasta í VAR hneyksli helgarinnar Varsjáin er oft á milli tannanna á fólki eftir hverja helgi í ensku úrvalsdeildinni en það er nýtt af nálinni að dómarar séu farnir að dæma af lögleg mörk og verja sig svo með því að þetta hafi allt verið einhver misskilningur eins og Georg Bjarnfreðarson forðum. 2. október 2023 09:01 Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Fleiri fréttir Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Sjá meira
Liverpool ekki búið að segja sitt síðasta í VAR hneyksli helgarinnar Varsjáin er oft á milli tannanna á fólki eftir hverja helgi í ensku úrvalsdeildinni en það er nýtt af nálinni að dómarar séu farnir að dæma af lögleg mörk og verja sig svo með því að þetta hafi allt verið einhver misskilningur eins og Georg Bjarnfreðarson forðum. 2. október 2023 09:01