Fyrirliði Newcastle segir að Jorginho hafi neitað að taka í höndina á sér Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. nóvember 2023 13:30 Jamaal Lascelles reynir árangurslaust að taka í höndina á Jorginho. getty/Ian MacNicol Fyrirliði Newcastle United segir að fyrirliði Arsenal hafi neitað að taka í höndina á sér eftir leik liðanna á laugardaginn. Newcastle varð fyrsta liðið til að vinna Arsenal í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu þegar Skjórarnir báru sigurorð af Skyttunum á St James' Park, 1-0. Anthony Gordon skoraði eina mark leiksins á 64. mínútu. Það var umdeilt í meira lagi en það var skoðað í þaula áður en það var dæmt gilt. Arsenal-menn voru verulega ósáttir við dómgæsluna og þeim var ekki runnin reiðin eftir leik, allavega ef marka má ummæli Jamaals Lascelles, fyrirliða Newcastle. „Ég er bara svo glaður að við unnum þá. Fyrirliðinn þeirra, Jorginho, vildi ekki taka í spaðann á mér eftir leikinn,“ sagði Lascelles. „Ég var brjálaður. Ég myndi aldrei neita að taka í hendina á fyrirliða andstæðingsins, ekki möguleiki.“ Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, lét gamminn geysa í viðtali eftir leikinn á laugardaginn. „Þetta er algjörlega til skammar, þannig líður mér og öllum leikmönnunum í búningsherberginu,“ sagði Arteta. „Mér líður illa, líkt og ég sé veikur, þannig líður mér með það að vera hluti af þessu.“ Arsenal gaf svo út yfirlýsingu í gær þar sem félagið tók undir gagnrýni Artetas og óskaði eftir betri dómgæslu í ensku úrvalsdeildinni. Leikmenn, þjálfarar og stuðningsmenn ættu það skilið. Arsenal er í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 24 stig, fjórum stigum og tveimur sætum á undan Newcastle. Enski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Sjá meira
Newcastle varð fyrsta liðið til að vinna Arsenal í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu þegar Skjórarnir báru sigurorð af Skyttunum á St James' Park, 1-0. Anthony Gordon skoraði eina mark leiksins á 64. mínútu. Það var umdeilt í meira lagi en það var skoðað í þaula áður en það var dæmt gilt. Arsenal-menn voru verulega ósáttir við dómgæsluna og þeim var ekki runnin reiðin eftir leik, allavega ef marka má ummæli Jamaals Lascelles, fyrirliða Newcastle. „Ég er bara svo glaður að við unnum þá. Fyrirliðinn þeirra, Jorginho, vildi ekki taka í spaðann á mér eftir leikinn,“ sagði Lascelles. „Ég var brjálaður. Ég myndi aldrei neita að taka í hendina á fyrirliða andstæðingsins, ekki möguleiki.“ Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, lét gamminn geysa í viðtali eftir leikinn á laugardaginn. „Þetta er algjörlega til skammar, þannig líður mér og öllum leikmönnunum í búningsherberginu,“ sagði Arteta. „Mér líður illa, líkt og ég sé veikur, þannig líður mér með það að vera hluti af þessu.“ Arsenal gaf svo út yfirlýsingu í gær þar sem félagið tók undir gagnrýni Artetas og óskaði eftir betri dómgæslu í ensku úrvalsdeildinni. Leikmenn, þjálfarar og stuðningsmenn ættu það skilið. Arsenal er í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 24 stig, fjórum stigum og tveimur sætum á undan Newcastle.
Enski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Sjá meira