Chelsea lagði níu leikmenn Tottenham í ótrúlegum leik Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. nóvember 2023 22:10 Nicolas Jackson skoraði þrennu fyrir Chelsea. Robin Jones/Getty Images Chelsea vann mikilvægan 4-1 sigur gegn níu leikmönnum Tottenham er liðin mættust á Tottenham Hotspur Stadium í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Þar með er fyrsta tap Tottenham á tímabilinu staðreynd. Það er óhætt að segja að leikurinn hafi vægast sagt verið fjörugur og hófst fjörið strax á sjöttu mínútu þegar skot Dejan Kulusevski fór af varnarmanni og þaðan í netið og heimamenn því komnir í 1-0. Heimamenn héldu svo að þeir væru búnir að tvöfalda forystuna stuttu síðar, en eftir stutta skoðun í VAR-herberginu var það mark réttilega dæmt af vegna rangstöðu. Það var langt frá því að vera fyrsta markið til að vera dæmt af því á 21. mínútu kom Rahemm Sterling boltanum í netið. Boltinn fór þó í höndina á honum í aðdraganda marksins og það mark því einnig dæmt af. Moises Caicedo skoraði svo fallegt mark sjö mínútum síðar, en Nickolas Jackson stóð í sjónlínu Guglielmo Vicario í marki Tottenham og rangstæða dæmd á framherjann. Það var þó ýmislegt sem gekk á í aðdraganda þess marks og eftir langa skoðun í VAR-herberginu var Christian Romero dæmdur brotlegur inni í vítateig. Ekki nóg með það heldur fékk hann einnig að líta beint rautt spjald og heimamenn því manni færri þegar Cole Palmer fór á punktinn og skoraði framhjá Vicario og jafnaði metin fyrir Chelsea. Eftir tólf mínútna langan uppbótartíma var svo loksins flautað til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja í stöðunni 1-1. Eins og við var að búast sóttu gestirnir í Chelsea stíft í síðari hálfleik. Liðinu gekk þó illa að koma sér í gegn og há varnarlína Tottenham sá til þess að gestirnir voru trekk í trekk rangstæðir. Ekki varð verkefni heimamanna þó auðveldara þegar Destiny Udogie nældi sér í sitt annað gula spjald í leiknum á 55. mínútu og þar með rautt. Heimamenn þurftu því að leika seinustu 35 mínútur leiksins tveimur mönnum færri. Áfram hélt þung sókn gestanna, en Guglielmo Vicario varði eins og óður maður í marki Tottenham. Gestunum tókst þó loks að koma boltanum í netið á 75. mínútu þegar Raheem Sterling slapp í gegn og renndi boltanum á Nicolas Jackson sem kláraði í autt netið. Heimamenn gáfust ekki upp og Eric Dier hélt að hann hefði jafnað metin þegar um tíu mínútur voru til leiksloka, en enn eina ferðina var markið dæmt af vegna rangstöðu. Heung-Min Son fékk gott færi í uppbótartíma til að jafna metin fyrir Tottenham, en Robert Sanchez gerði vel í að verja. Í næstu sókn náðu gestirnir að opna vörn Tottenham og aftur fékk Nicolas Jackson opið marktækifæri sem endaði á sama hátt áður en hann fullkomnaði þrennuna og gerði endanlega út um leikinn, lokatölur 4-1 fyrir Chelsea. Chelsea er því fyrsta liðið til að leggja Tottenham af velli á tímabilinu og liðið er nú með 15 stig í tíunda sæti eftir ellefu leiki. Tottenham situr hins vegar í öðru sæti deildarinnar með 26 stig. Enski boltinn
Chelsea vann mikilvægan 4-1 sigur gegn níu leikmönnum Tottenham er liðin mættust á Tottenham Hotspur Stadium í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Þar með er fyrsta tap Tottenham á tímabilinu staðreynd. Það er óhætt að segja að leikurinn hafi vægast sagt verið fjörugur og hófst fjörið strax á sjöttu mínútu þegar skot Dejan Kulusevski fór af varnarmanni og þaðan í netið og heimamenn því komnir í 1-0. Heimamenn héldu svo að þeir væru búnir að tvöfalda forystuna stuttu síðar, en eftir stutta skoðun í VAR-herberginu var það mark réttilega dæmt af vegna rangstöðu. Það var langt frá því að vera fyrsta markið til að vera dæmt af því á 21. mínútu kom Rahemm Sterling boltanum í netið. Boltinn fór þó í höndina á honum í aðdraganda marksins og það mark því einnig dæmt af. Moises Caicedo skoraði svo fallegt mark sjö mínútum síðar, en Nickolas Jackson stóð í sjónlínu Guglielmo Vicario í marki Tottenham og rangstæða dæmd á framherjann. Það var þó ýmislegt sem gekk á í aðdraganda þess marks og eftir langa skoðun í VAR-herberginu var Christian Romero dæmdur brotlegur inni í vítateig. Ekki nóg með það heldur fékk hann einnig að líta beint rautt spjald og heimamenn því manni færri þegar Cole Palmer fór á punktinn og skoraði framhjá Vicario og jafnaði metin fyrir Chelsea. Eftir tólf mínútna langan uppbótartíma var svo loksins flautað til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja í stöðunni 1-1. Eins og við var að búast sóttu gestirnir í Chelsea stíft í síðari hálfleik. Liðinu gekk þó illa að koma sér í gegn og há varnarlína Tottenham sá til þess að gestirnir voru trekk í trekk rangstæðir. Ekki varð verkefni heimamanna þó auðveldara þegar Destiny Udogie nældi sér í sitt annað gula spjald í leiknum á 55. mínútu og þar með rautt. Heimamenn þurftu því að leika seinustu 35 mínútur leiksins tveimur mönnum færri. Áfram hélt þung sókn gestanna, en Guglielmo Vicario varði eins og óður maður í marki Tottenham. Gestunum tókst þó loks að koma boltanum í netið á 75. mínútu þegar Raheem Sterling slapp í gegn og renndi boltanum á Nicolas Jackson sem kláraði í autt netið. Heimamenn gáfust ekki upp og Eric Dier hélt að hann hefði jafnað metin þegar um tíu mínútur voru til leiksloka, en enn eina ferðina var markið dæmt af vegna rangstöðu. Heung-Min Son fékk gott færi í uppbótartíma til að jafna metin fyrir Tottenham, en Robert Sanchez gerði vel í að verja. Í næstu sókn náðu gestirnir að opna vörn Tottenham og aftur fékk Nicolas Jackson opið marktækifæri sem endaði á sama hátt áður en hann fullkomnaði þrennuna og gerði endanlega út um leikinn, lokatölur 4-1 fyrir Chelsea. Chelsea er því fyrsta liðið til að leggja Tottenham af velli á tímabilinu og liðið er nú með 15 stig í tíunda sæti eftir ellefu leiki. Tottenham situr hins vegar í öðru sæti deildarinnar með 26 stig.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti