Myndin er af Marie-Therese Walter, franskri fyrirsætu og ástkonu Picasso, sem var fyrirmynd margra málverka listamannsins. Þau kynntust þegar Walter var 17 ára og Picasso 45 ára en á þeim tíma var listamaðurinn en giftur úkraínsku ballerínunni Olgu Khokhlovu.
Verkið var áður í eigu listaverkasafnarans Emily Fisher Landau, sem keypti verkið árið 1968 en er látin. Ekki er vitað hver keypti verkið að þessu sinni.
Þetta er næst hæsta verðið sem greitt hefur verið fyrir verk eftir Picasso en „Les Femmes d'Alger“ eða „Konurnar frá Alsír“ seldist á 179,3 milljónir dollara árið 2015.
Picasso er talinn hafa skapað um 150.000 listaverk á ferlinum. Hann átti fjölda ástkvenna og fjögur börn og lést í Frakklandi árið 1973, 92 ára gamall.