Ten5ion upp í fjórða sæti Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 9. nóvember 2023 21:46 Wzrd og Pressi, leikmenn FH og Ten5ion. Ten5ion stökk upp í fjórða sæti Ljósleiðaradeildarinnar í Counter-Strike með sigri gegn FH í kvöld. FH og Ten5ion mættust á Anubis fyrr í kvöld þar sem FH-ingar hófu leikinn í vörn gegn sókn Ten5ion. FH-ingar byrjuðu leikinn vel og sigruðu fyrstu tvær loturnar en Ten5ion voru fljótir að jafna leikinn, sem var afar jafn framan af. Eftir átta lotur var staðan 4-4 og voru Wzrd og Dezt með flestar fellur fyrir sín lið. Liðin héldust gjörsamlega í hendur fram að hálfleik en það voru Ten5ion sem höfðu forystuna þegar þangað var komið eftir afar jafnan leik. Staðan í hálfleik: 7-8 Sókn FH-inga var lengi að koma sér í gang en staðan var orðin 8-12 eftir tuttugustu lotu. Dezt og Wzrd voru enn fremstir í flokki með 24 fellur hvor. Ten5ion héldu bilinu í FH-inga en minnst varð það 12-13 áður en Ten5ion fundu loks sigurlotur sínar og tóku viðureignina. Lokatölur: 12-16 Ten5ion eru nú komnir með 10 stig og eru því jafnir FH-ingum í 4-5 sæti en Ten5ion eru fyrir ofan FH vegna innbyrðis sigur þeirra í kvöld. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti
FH og Ten5ion mættust á Anubis fyrr í kvöld þar sem FH-ingar hófu leikinn í vörn gegn sókn Ten5ion. FH-ingar byrjuðu leikinn vel og sigruðu fyrstu tvær loturnar en Ten5ion voru fljótir að jafna leikinn, sem var afar jafn framan af. Eftir átta lotur var staðan 4-4 og voru Wzrd og Dezt með flestar fellur fyrir sín lið. Liðin héldust gjörsamlega í hendur fram að hálfleik en það voru Ten5ion sem höfðu forystuna þegar þangað var komið eftir afar jafnan leik. Staðan í hálfleik: 7-8 Sókn FH-inga var lengi að koma sér í gang en staðan var orðin 8-12 eftir tuttugustu lotu. Dezt og Wzrd voru enn fremstir í flokki með 24 fellur hvor. Ten5ion héldu bilinu í FH-inga en minnst varð það 12-13 áður en Ten5ion fundu loks sigurlotur sínar og tóku viðureignina. Lokatölur: 12-16 Ten5ion eru nú komnir með 10 stig og eru því jafnir FH-ingum í 4-5 sæti en Ten5ion eru fyrir ofan FH vegna innbyrðis sigur þeirra í kvöld.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti