Firmino þurfti oft að stilla til friðar milli Salah og Mané Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. nóvember 2023 08:31 Þeir Sadio Mané, Roberto Firmino og Mohamed Salah skoruðu samtals 427 mörk meðan þeir léku saman með Liverpool. getty/Laurence Griffiths Roberto Firmino segist stundum hafa þurft að stilla til friðar milli Mohameds Salah og Sadios Mané. Salah, Mané og Firmino mynduðu magnað sóknartríó hjá Liverpool. Salah og Mané var ekki alltaf sammála eða sáttir við hvorn annan eins og í leik gegn Burnley 2019 þegar Senegalinn var afar óánægður með að Egyptinn hafi ekki gefið á hann. Firmino hefur nú tjáð sig um ríginn milli Manés og Salahs. „Ég upplifði þetta allt frá fyrstu hendi, gretturnar og líkamstjáninguna, óánægjuna þegar annar þeirra var ósáttur við hinn. Ég fann fyrir því. Ég var tengingin milli þeirra í sóknarspili okkar og í hlutverki sáttasemjara á þessum augnablikum,“ sagði Firmino. „Fyrir mörgum var þetta rifrildi gegn Burnley það fyrsta og síðasta milli Salahs og Manés. En ég vissi að þetta var búið að vera að byggjast upp frá tímabilinu á undan, 2018-19. Mitt hlutverk var að stilla til friðar. Það höfðu verið smá vandamál milli þeirra áður en þarna gerðist allt á vellinum, fyrir allra augum. Þarna fór lokið af pottinum.“ Að sögn Firminos er Mané nokkuð skapheitur og hann þurfti oft að róa hann niður. „Mané var ákafari á góðum stundum og slæmum. Hann var sá bráðasti af okkur þremur. Ég var alltaf að tala við hann, gefa honum ráðleggingar og reyna að róa hann. Ég sagði honum að finna frið, spila fyrir liðið og vera rólegur,“ sagði Firmino sem gekk í raðir Al-Ahli í Sádi-Arabíu í sumar eftir átta ár hjá Liverpool. Mané fór frá Liverpool til Bayern München í fyrra, og þaðan til Al-Nassr, en Salah leikur enn með Rauða hernum. Enski boltinn Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Sjá meira
Salah, Mané og Firmino mynduðu magnað sóknartríó hjá Liverpool. Salah og Mané var ekki alltaf sammála eða sáttir við hvorn annan eins og í leik gegn Burnley 2019 þegar Senegalinn var afar óánægður með að Egyptinn hafi ekki gefið á hann. Firmino hefur nú tjáð sig um ríginn milli Manés og Salahs. „Ég upplifði þetta allt frá fyrstu hendi, gretturnar og líkamstjáninguna, óánægjuna þegar annar þeirra var ósáttur við hinn. Ég fann fyrir því. Ég var tengingin milli þeirra í sóknarspili okkar og í hlutverki sáttasemjara á þessum augnablikum,“ sagði Firmino. „Fyrir mörgum var þetta rifrildi gegn Burnley það fyrsta og síðasta milli Salahs og Manés. En ég vissi að þetta var búið að vera að byggjast upp frá tímabilinu á undan, 2018-19. Mitt hlutverk var að stilla til friðar. Það höfðu verið smá vandamál milli þeirra áður en þarna gerðist allt á vellinum, fyrir allra augum. Þarna fór lokið af pottinum.“ Að sögn Firminos er Mané nokkuð skapheitur og hann þurfti oft að róa hann niður. „Mané var ákafari á góðum stundum og slæmum. Hann var sá bráðasti af okkur þremur. Ég var alltaf að tala við hann, gefa honum ráðleggingar og reyna að róa hann. Ég sagði honum að finna frið, spila fyrir liðið og vera rólegur,“ sagði Firmino sem gekk í raðir Al-Ahli í Sádi-Arabíu í sumar eftir átta ár hjá Liverpool. Mané fór frá Liverpool til Bayern München í fyrra, og þaðan til Al-Nassr, en Salah leikur enn með Rauða hernum.
Enski boltinn Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Sjá meira