Dusty byrjuðu leikinn í vörn en Blikar áttu mun betri byrjun á leiknum og komust í 1-5 eftir sex lotur. Dusty voru langt frá því að vera sannfærandi í fyrri hálfleik, en þeir náðu þó að jafna leikinn í 5-5 eftir nokkrar naumar lotur. Dusty sáu þó sigurleiðir ekki aftur fyrir hálfleik og fóru því undir í hálfleik.
Staðan í hálfleik: 5-7
Breiðablik héldu uppteknum hætti í seinni hálfleik en sókn Dusty hafði ekkert á vörnina sem Blikar buðu upp á. Í seinni hálfleik náðu Dusty aðeins að sigra þrjár lotur á meðan Breiðablik sigldu með sigurinn í höfn, elfaust mörgum á óvart.
Lokatölur: 8-13
Sigurinn var aðeins sá þriðji hjá Breiðablik hjá tímabilinu en Dusty hafði aðeins tapað einum leik fyrir þennan. Dusty halda sér þó á toppnum og Blikar eru sömuleiðis áfram í níunda sæti deildarinnar.