Stórkostlegur áfangi í augsýn en líklega handan seilingar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. desember 2023 06:48 Al Gore hefur helgað líf sitt baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Getty/Paramount Pictures/Brendon Thorne Samkomulag ríkja heims um að hætta smám saman notkun jarðefnaeldsneytis yrði einn markverðasti atburðurinn í sögu mannkyns að sögn Al Gore, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna og baráttumanns gegn loftslagsbreytingum. „Ef menn kæmust að niðurstöðu hér um að koma heimsbyggðinni á óvart með því að segja: „Ok, við erum búin að ná þessu, við erum búnir að græða nógu mikið af peningum, við munum gera það sem þarf til að gefa ungu fólki von á ný og koma í veg fyrir eins mikla þjáningu og mögulegt er og hefja þá vegferð að hætta notkun jarðefnaeldsneytis,“ þá yrði það einn markverðasti atburðurinn í sögu mannkynsins,“ sagði Gore í samtali við Guardian á Cop28 sem nú stendur yfir í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Gore fagnaði stofnun sjóðs til að aðstoða þróunarríkin við að takast á við afleiðingar loftslagsbreytinga en sagði fjármögnun hans ábótavant. Mælikvarðinn á árangur af Cop28 væri hins vegar einfaldur: Annað hvort myndu menn skuldbinda sig til að hætta smám saman notkun jarðefnaeldsneytis eða ekki. Rúmlega helmingur þeirra 200 ríkja sem eiga fulltrúa á Cop28 hefur gefið til kynna að þau séu reiðubúin til að styðja tillögu þess efnis að notkun jarðefnaeldsneytis verði hætt. John Kerry, sendifulltrúi Bandaríkjanna í loftslagsmálum, segir erfitt að skilja hvers vegna menn ættu að halda áfram að stunda þá iðju sem stuðlar einna mest að loftlagsbreytingum og þá hefur António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hvatt leiðtoga til að fylkja sér á bak við fyrrnefnda tillögu. Stjórnvöld í Kína, Rússlandi og Sádi Arabíu eru sögð vera meðal þeirra sem munu ekki samþykkja orðalag um að hætta smám saman notkun jarðefnaeldsneytis og fjöldi olíufyrirtækja sem á fulltrúa á Cop28 áætlar umfangsmiklar boranir. Gore segir það hafa verið mistök að skipa Sultan Al Jaber, forstjóra Adnoc, ríkisolíufyrirtækis Sameinuðu arabísku furstadæmana, forseta Cop28. „Ég meina, það er fáránlegt. Algjörlega út í hött.“ Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Bensín og olía Umhverfismál Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira
„Ef menn kæmust að niðurstöðu hér um að koma heimsbyggðinni á óvart með því að segja: „Ok, við erum búin að ná þessu, við erum búnir að græða nógu mikið af peningum, við munum gera það sem þarf til að gefa ungu fólki von á ný og koma í veg fyrir eins mikla þjáningu og mögulegt er og hefja þá vegferð að hætta notkun jarðefnaeldsneytis,“ þá yrði það einn markverðasti atburðurinn í sögu mannkynsins,“ sagði Gore í samtali við Guardian á Cop28 sem nú stendur yfir í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Gore fagnaði stofnun sjóðs til að aðstoða þróunarríkin við að takast á við afleiðingar loftslagsbreytinga en sagði fjármögnun hans ábótavant. Mælikvarðinn á árangur af Cop28 væri hins vegar einfaldur: Annað hvort myndu menn skuldbinda sig til að hætta smám saman notkun jarðefnaeldsneytis eða ekki. Rúmlega helmingur þeirra 200 ríkja sem eiga fulltrúa á Cop28 hefur gefið til kynna að þau séu reiðubúin til að styðja tillögu þess efnis að notkun jarðefnaeldsneytis verði hætt. John Kerry, sendifulltrúi Bandaríkjanna í loftslagsmálum, segir erfitt að skilja hvers vegna menn ættu að halda áfram að stunda þá iðju sem stuðlar einna mest að loftlagsbreytingum og þá hefur António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hvatt leiðtoga til að fylkja sér á bak við fyrrnefnda tillögu. Stjórnvöld í Kína, Rússlandi og Sádi Arabíu eru sögð vera meðal þeirra sem munu ekki samþykkja orðalag um að hætta smám saman notkun jarðefnaeldsneytis og fjöldi olíufyrirtækja sem á fulltrúa á Cop28 áætlar umfangsmiklar boranir. Gore segir það hafa verið mistök að skipa Sultan Al Jaber, forstjóra Adnoc, ríkisolíufyrirtækis Sameinuðu arabísku furstadæmana, forseta Cop28. „Ég meina, það er fáránlegt. Algjörlega út í hött.“
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Bensín og olía Umhverfismál Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira