„Það versta sem hægt er að segja um hann“ Sindri Sverrisson skrifar 4. desember 2023 07:31 Marcus Rashford náði sér engan veginn á strik í tapinu gegn Newcastle á laugardagskvöld. EPA-EFE/PETER POWELL Jamie Carragher, sérfræðingur Sky Sports, sagði frammistöðu enska framherjans Marcus Rashford hafa verið algjörlega óásættanlega í tapi Manchester United gegn Newcastle um helgina. United tapaði leiknum 1-0 og Newcastle þótti mikið betri aðilinn stærstan hluta leiksins. Frammistaða Rashford olli líkt og fyrr á þessari leiktíð sérstaklega miklum vonbrigðum, að mati Carraghers, en sigur Newcastle kom liðinu upp fyrir United í 6. sæti. „Það virðast vera risavaxin vandamál þarna. Ég trúi því ekki hvar Manchester United er í stigatöflunni,“ sagði Carragher á Sky Sports. „Þetta var óásættanleg frammistaða hjá Marcus Rashford og fyrir því eru nokkrar ástæður. Maðurinn spilaði ekki í Meistaradeildinni í vikunni, en ég hef verið heimamaður í liði og það er ekki auðvelt þegar liðinu gengur illa. Fyrir menn eins og Rashford, mig sjálfan og Gerrard hjá Liverpool þá var það okkar hlutverk að laga þetta og fá hina með okkur. En þegar ég horfi á Rashford þá minnir hann mig á [Anthony] Martial og það er það versta sem hægt er að segja um hann. Erlendur leikmaður sem kemur inn og er í raun alveg sama. Rashford lítur núna út eins og Martial,“ sagði Carragher. Rashford hefur aðeins skorað tvö mörk í ensku úrvalsdeildinni í vetur, það seinna úr víti gegn Everton fyrir rúmri viku. „Heimastrákur eins og hann þarf að virkja hina leikmennina. Maður hættir aldrei að hlaupa, fyrir merkið á búningnum og fyrir stuðningsmennina því þú ert í raun einn af þeim,“ sagði Carragher og benti á frammistöðu Son Heung-min í jafntefli Tottenham við Manchester City í gær. „Það var leikmaður í dag, Son, sem hætti aldrei að hlaupa. Hann fékk markið sitt og tók þátt í fleiri, og þegar við erum að tala um frábæra leikmenn í þessari deild þá hætti Son aldrei að hlaupa. Hann er leiðtogi. Maður vill sjá svona leiðtoga í Rashford. Hinir leikmennirnir eiga að horfa til hans og hugsa: „Þetta er Manchester United“,“ sagði Carragher. Enski boltinn Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Sjá meira
United tapaði leiknum 1-0 og Newcastle þótti mikið betri aðilinn stærstan hluta leiksins. Frammistaða Rashford olli líkt og fyrr á þessari leiktíð sérstaklega miklum vonbrigðum, að mati Carraghers, en sigur Newcastle kom liðinu upp fyrir United í 6. sæti. „Það virðast vera risavaxin vandamál þarna. Ég trúi því ekki hvar Manchester United er í stigatöflunni,“ sagði Carragher á Sky Sports. „Þetta var óásættanleg frammistaða hjá Marcus Rashford og fyrir því eru nokkrar ástæður. Maðurinn spilaði ekki í Meistaradeildinni í vikunni, en ég hef verið heimamaður í liði og það er ekki auðvelt þegar liðinu gengur illa. Fyrir menn eins og Rashford, mig sjálfan og Gerrard hjá Liverpool þá var það okkar hlutverk að laga þetta og fá hina með okkur. En þegar ég horfi á Rashford þá minnir hann mig á [Anthony] Martial og það er það versta sem hægt er að segja um hann. Erlendur leikmaður sem kemur inn og er í raun alveg sama. Rashford lítur núna út eins og Martial,“ sagði Carragher. Rashford hefur aðeins skorað tvö mörk í ensku úrvalsdeildinni í vetur, það seinna úr víti gegn Everton fyrir rúmri viku. „Heimastrákur eins og hann þarf að virkja hina leikmennina. Maður hættir aldrei að hlaupa, fyrir merkið á búningnum og fyrir stuðningsmennina því þú ert í raun einn af þeim,“ sagði Carragher og benti á frammistöðu Son Heung-min í jafntefli Tottenham við Manchester City í gær. „Það var leikmaður í dag, Son, sem hætti aldrei að hlaupa. Hann fékk markið sitt og tók þátt í fleiri, og þegar við erum að tala um frábæra leikmenn í þessari deild þá hætti Son aldrei að hlaupa. Hann er leiðtogi. Maður vill sjá svona leiðtoga í Rashford. Hinir leikmennirnir eiga að horfa til hans og hugsa: „Þetta er Manchester United“,“ sagði Carragher.
Enski boltinn Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Sjá meira