Mikill vill meira og fékk það líka í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. desember 2023 09:31 Alejandro Garnacho skorar glæsilegt mark sitt fyrir Manchester United á móti Everton. AP/Jon Super Nýr sjónvarpssamningur ensku úrvalsdeildarinnar er meira en ellefu hundruð milljarða króna virði en deildin hefur gengið frá samningum við Sky Sports, TNT Sports og breska ríkisútvarpið BBC. Sky Sports og TNT Sports sömdu um beinar útsendingar frá leikjum en breska ríkisútvarpið samdi um að halda áfram útsendingum á markaþætti sínum Match of the day. Enska úrvalsdeildin segir að samningurinn sé stærsti sjónvarpssamningur sem gerður hefur verið í breskum íþróttum. The Premier League has completed the largest sports media rights deals ever concluded in the UK for Seasons 2025/26 through to 2028/29 https://t.co/jSv9zOFdMY pic.twitter.com/quxp9LiUdb— Premier League (@premierleague) December 4, 2023 Í yfirlýsingu kemur fram að þessir samningar muni skila tekjum upp á 6,7 milljarða punda á þessum fjórum árum en það jafngildir 1184 milljörðum íslenskra króna. Mikill vill meira og fékk það líka í gær. Samningurinn gildir frá og með 2025-26 tímabilinu og næsta tímabil er því ekki hluti af honum. Þetta er fjögurra prósenta hækkun frá fyrri samningi ensku úrvalsdeildarinnar við þessar sjónvarpsstöðvar og það eru miklir peningar þegar verið er að tala um svona risastóra samninga. Sky Sports sem dæmi fékk það líka í gegn að sýna beint frá mun fleiri leikjum en áður. Sky ætlar nefnilega að sýna sjötíu prósent fleiri leiki úr ensku úrvalsdeildinni en alls munu 215 leikir vera sýndir beint á Sky Sports. TNT mun sýna 52 leiki. BREAKING : Sky Sports agree new Premier League rights dealSky Sports to show 70% more matches a record 215 games - in a new four year-deal from 2025/26.More Premier League action than any other broadcaster, with at least four matches every week. pic.twitter.com/Q9ye5w9Vzj— Sky Sports (@SkySports) December 4, 2023 Í fyrsta sinn verða allir leikir sýndir beint fyrir utan þá sem byrja klukkan þrjú á laugardögum. Það verða líka leikir í miðri viku þar sem áhorfendur geta valið á milli leikja. Enska úrvalsdeildin er náttúrulega í algjörum sérflokki þegar kemur að stórum sjónvarpssamningum í fótboltanum en þessi samningur er sem dæmi meira en tvöfalt hærri en nýr samningur um sýningarrétt á ítalska fótboltanum. Enski boltinn Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Sjá meira
Sky Sports og TNT Sports sömdu um beinar útsendingar frá leikjum en breska ríkisútvarpið samdi um að halda áfram útsendingum á markaþætti sínum Match of the day. Enska úrvalsdeildin segir að samningurinn sé stærsti sjónvarpssamningur sem gerður hefur verið í breskum íþróttum. The Premier League has completed the largest sports media rights deals ever concluded in the UK for Seasons 2025/26 through to 2028/29 https://t.co/jSv9zOFdMY pic.twitter.com/quxp9LiUdb— Premier League (@premierleague) December 4, 2023 Í yfirlýsingu kemur fram að þessir samningar muni skila tekjum upp á 6,7 milljarða punda á þessum fjórum árum en það jafngildir 1184 milljörðum íslenskra króna. Mikill vill meira og fékk það líka í gær. Samningurinn gildir frá og með 2025-26 tímabilinu og næsta tímabil er því ekki hluti af honum. Þetta er fjögurra prósenta hækkun frá fyrri samningi ensku úrvalsdeildarinnar við þessar sjónvarpsstöðvar og það eru miklir peningar þegar verið er að tala um svona risastóra samninga. Sky Sports sem dæmi fékk það líka í gegn að sýna beint frá mun fleiri leikjum en áður. Sky ætlar nefnilega að sýna sjötíu prósent fleiri leiki úr ensku úrvalsdeildinni en alls munu 215 leikir vera sýndir beint á Sky Sports. TNT mun sýna 52 leiki. BREAKING : Sky Sports agree new Premier League rights dealSky Sports to show 70% more matches a record 215 games - in a new four year-deal from 2025/26.More Premier League action than any other broadcaster, with at least four matches every week. pic.twitter.com/Q9ye5w9Vzj— Sky Sports (@SkySports) December 4, 2023 Í fyrsta sinn verða allir leikir sýndir beint fyrir utan þá sem byrja klukkan þrjú á laugardögum. Það verða líka leikir í miðri viku þar sem áhorfendur geta valið á milli leikja. Enska úrvalsdeildin er náttúrulega í algjörum sérflokki þegar kemur að stórum sjónvarpssamningum í fótboltanum en þessi samningur er sem dæmi meira en tvöfalt hærri en nýr samningur um sýningarrétt á ítalska fótboltanum.
Enski boltinn Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Sjá meira