Blikar með sigur eftir ótrúlega endurkomu gegn Ármanni Snorri Már Vagnsson skrifar 5. desember 2023 22:56 Magnús Árni “Viruz” Magnússon og Alexander Egill “Hundzi” Guðmundsson mættust í æsispennandi leik í kvöld. Breiðablik unnu óvæntan sigur gegn Ármanni í æsispennandi leik fyrr í kvöld. Leikurinn fór fram á Nuke og byrjuðu Breiðablik leikinn í kvöld. Liðin settu tóninn fljótt fyrir leikinn en þau skiptu fyrstu tveimur lotunum á milli sín áður en Ármann tóku forystuna í 1-4. Blikar voru þó ekki lengi að jafna leikinn í 4-4 en áfram héldu leikmenn Ármanns að slíta sig frá Blikum. Blikar náðu þó einni lotu til viðbótar fyrir hálfleik og Ármann fór í hálfleik með forystuna. Staðan í hálfleik: 5-7 Ármann héldu uppteknum hætti í upphafi seinni hálfleiks og komust í stöðuna 5-10 áður en Blikar virtust loksins vakna til lífsins og tóku tvær lotur, staðan á 7-10. Ármann tóku þá lotu til baka og komust loks á sigurlotu í stöðunni 9-12. Allir leikmenn Ármanns fóru inn 21. Lotu með byssur en tveir leikmenn Breiðabliks höfðu aðeins skammbyssur. Blikar sýndu þó ótrúlega þrautsegju og sigruðu lotuna og fundu því fljótt meðbyr og jöfnuðu leikinn, sem fór þar með í framlengingu. Staðan eftir venjulegan leiktíma: 12-12 Blikar sigruðu fyrstu lotu framlengingar en Ármann jöfnuðu strax. Loks náðu leikmenn Breiðabliks að tengja loturnar saman og að lokum stóðu Blikar uppi sem sigurvegarar eftir æsispennandi leik. Lokatölur: 16-13 Breiðablik sigra því stórsigur í botnbaráttunni sinni og jafna nú ÍA á stigum í 8. og 9. sæti. Ármann missa þó af dýrmætum stigum í toppbaráttunni og eru enn í þriðja sæti með 14 stig. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Leik lokið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti
Liðin settu tóninn fljótt fyrir leikinn en þau skiptu fyrstu tveimur lotunum á milli sín áður en Ármann tóku forystuna í 1-4. Blikar voru þó ekki lengi að jafna leikinn í 4-4 en áfram héldu leikmenn Ármanns að slíta sig frá Blikum. Blikar náðu þó einni lotu til viðbótar fyrir hálfleik og Ármann fór í hálfleik með forystuna. Staðan í hálfleik: 5-7 Ármann héldu uppteknum hætti í upphafi seinni hálfleiks og komust í stöðuna 5-10 áður en Blikar virtust loksins vakna til lífsins og tóku tvær lotur, staðan á 7-10. Ármann tóku þá lotu til baka og komust loks á sigurlotu í stöðunni 9-12. Allir leikmenn Ármanns fóru inn 21. Lotu með byssur en tveir leikmenn Breiðabliks höfðu aðeins skammbyssur. Blikar sýndu þó ótrúlega þrautsegju og sigruðu lotuna og fundu því fljótt meðbyr og jöfnuðu leikinn, sem fór þar með í framlengingu. Staðan eftir venjulegan leiktíma: 12-12 Blikar sigruðu fyrstu lotu framlengingar en Ármann jöfnuðu strax. Loks náðu leikmenn Breiðabliks að tengja loturnar saman og að lokum stóðu Blikar uppi sem sigurvegarar eftir æsispennandi leik. Lokatölur: 16-13 Breiðablik sigra því stórsigur í botnbaráttunni sinni og jafna nú ÍA á stigum í 8. og 9. sæti. Ármann missa þó af dýrmætum stigum í toppbaráttunni og eru enn í þriðja sæti með 14 stig.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Leik lokið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti
Leik lokið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti
Leik lokið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti