Leikur flautaður af eftir að leikmaður Luton hné niður á vellinum Smári Jökull Jónsson skrifar 16. desember 2023 16:55 Hlúð að Tom Lockyer á vellinum í dag. Rob Edwards knattspyrnustjóri Luton Town stendur þarna ásamt leikmönnum. Vísir/Getty Tom Lockyer leikmaður Luton Town í ensku úrvalsdeildinni hneig niður á vellinum í leik liðsins gegn Bournemouth. Leikurinn var stöðvaður um leið og gengu leikmenn til búningsherbergja skömmu síðar. Tæplega stundarfjórðungur var liðinn af síðari hálfleik á Vitality Stadium þegar atvikið átti sér stað. Lockyer féll þá til jarðar og voru leikmenn fljótir að bregðast við og kalla eftir aðstoð. Þjálfari Luton Town, Rob Edwards, hljóp inn á völlinn og skipaði leikmönnum að gefa viðbragðaðilum pláss til að hlúa að Lockyer en augljóst var að um alvarlegt atvik var að ræða. Skömmu síðar gengu síðan leikmenn beggja liða til búningsherbergja og fyrir nokkrum mínútum var tilkynnt að leikurinn yrði ekki flautaður á að nýju. Leikmenn ganga af velli eftir atvikið í dag.Vísir/Getty Lockyer var borinn af vellinum en á Skysports kemur fram að liðslæknir Bournemouth hafi staðfest að Lockyer væri með meðvitund. Þetta er í annað sinn sem Lockyer hnígur niður í leik en svipað atvik átti sér stað í maí í úrslitaleik Luton og Coventry um sæti í úrvalsdeildinni. Tilfinningarnar báru Rob Edwards ofurliði þegar hann fór og þakkaði áhorfendum á Vitality leikvanginum eftir að leikurinn var flautaður af.Vísir/Getty Í yfirlýsingu sem Luton Town sendi frá sér eftir leik staðfesti félagið að Lockyer hefði farið í hjartastopp en hafi verið með meðvitund þegar hann var borinn af velli. „Hann fékk frekari meðhöndlun á leikvanginum og við viljum enn og aftur þakka læknateymum beggja liða fyrir þeirra vinnu. Tom var fluttur á sjúkrahús og við getum sagt stuðningsmönnum frá því að hann er í stöðugu ástandi. Hann gengst nú undir frekari rannsóknir og fjölskylda hans er hjá honum,“ segir í yfirlýsingu Luton Town. Fréttin var uppfærð með uppfærðri yfirlýsingu Luton Town. Enski boltinn Tengdar fréttir Fyrirliði Luton hneig niður í leiknum mikilvæga Óhugnanlegt atvik átti sér stað á Wembley, þjóðarleikvangi Englendinga fyrr í dag, þegar að Tom Lockyer, fyrirliði Luton Town, hneig niður í úrslitaleik umspils ensku B-deildarinnar gegn Coventry City. 27. maí 2023 16:29 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Sjá meira
Tæplega stundarfjórðungur var liðinn af síðari hálfleik á Vitality Stadium þegar atvikið átti sér stað. Lockyer féll þá til jarðar og voru leikmenn fljótir að bregðast við og kalla eftir aðstoð. Þjálfari Luton Town, Rob Edwards, hljóp inn á völlinn og skipaði leikmönnum að gefa viðbragðaðilum pláss til að hlúa að Lockyer en augljóst var að um alvarlegt atvik var að ræða. Skömmu síðar gengu síðan leikmenn beggja liða til búningsherbergja og fyrir nokkrum mínútum var tilkynnt að leikurinn yrði ekki flautaður á að nýju. Leikmenn ganga af velli eftir atvikið í dag.Vísir/Getty Lockyer var borinn af vellinum en á Skysports kemur fram að liðslæknir Bournemouth hafi staðfest að Lockyer væri með meðvitund. Þetta er í annað sinn sem Lockyer hnígur niður í leik en svipað atvik átti sér stað í maí í úrslitaleik Luton og Coventry um sæti í úrvalsdeildinni. Tilfinningarnar báru Rob Edwards ofurliði þegar hann fór og þakkaði áhorfendum á Vitality leikvanginum eftir að leikurinn var flautaður af.Vísir/Getty Í yfirlýsingu sem Luton Town sendi frá sér eftir leik staðfesti félagið að Lockyer hefði farið í hjartastopp en hafi verið með meðvitund þegar hann var borinn af velli. „Hann fékk frekari meðhöndlun á leikvanginum og við viljum enn og aftur þakka læknateymum beggja liða fyrir þeirra vinnu. Tom var fluttur á sjúkrahús og við getum sagt stuðningsmönnum frá því að hann er í stöðugu ástandi. Hann gengst nú undir frekari rannsóknir og fjölskylda hans er hjá honum,“ segir í yfirlýsingu Luton Town. Fréttin var uppfærð með uppfærðri yfirlýsingu Luton Town.
Enski boltinn Tengdar fréttir Fyrirliði Luton hneig niður í leiknum mikilvæga Óhugnanlegt atvik átti sér stað á Wembley, þjóðarleikvangi Englendinga fyrr í dag, þegar að Tom Lockyer, fyrirliði Luton Town, hneig niður í úrslitaleik umspils ensku B-deildarinnar gegn Coventry City. 27. maí 2023 16:29 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Sjá meira
Fyrirliði Luton hneig niður í leiknum mikilvæga Óhugnanlegt atvik átti sér stað á Wembley, þjóðarleikvangi Englendinga fyrr í dag, þegar að Tom Lockyer, fyrirliði Luton Town, hneig niður í úrslitaleik umspils ensku B-deildarinnar gegn Coventry City. 27. maí 2023 16:29