Kveður skjáinn eftir áralangt starf Smári Jökull Jónsson skrifar 17. desember 2023 22:30 Ian Wright hefur verið einn þekktasti sérfræðingurinn í umræðu um enska boltann síðustu árin. Vísir/Getty Ian Wright fyrrum framherji Arsenal og enska landsliðsins hefur verið sérfræðingur í þætti BBC um enska boltann síðan árið 2002. Hann kveður hins vegar skjáinn í vor að tímabili loknu. Wright kom fyrst fram í Match of the day árið 1997 þegar hann var ennþá leikmaður en fékk fast starf sem sérfræðingur árið 2002. Hann hætti störfum árið 2008 en sneri aftur árið 2015 og hefur verið við störf síðan þá. Þátturinn er einn sá langlífasti í bresku sjónvarpi en þar er fjallað um enska boltann og farið yfir atvik hverrar umferðar á laugardagskvöldum. It has been an absolute pleasure and privilege to work alongside you, Ian. One of my favourite people on the planet. Farewell my friend. https://t.co/jR1mjRujkb— Gary Lineker (@GaryLineker) December 17, 2023 Wright segir að ákvörðunin um að hætta hafi verið í bígerð í nokkurn tíma og hafi verið auðveldari eftir að hann fagnaði sextugsafmæli sínu í síðasta mánuði. „Það er kominn tími til að gera eitthvað annað á laugardögum. Eftir að hafa fyrst komið fram í þættinum árið 1997 og eftir svo ótrúlega mörg eftirminnileg ár þá er kominn tími til að ég hætti í Match of the day,“ sagði Wright þegar hann greindi frá ákvörðun sinni. Wright hefur meðal annars komið fram ásamt syni sínum Shaun Wright-Philips en þeir voru þá fyrstu feðgarnir til að koma fram í þættinum saman. Watching this clip of Ian Wright making his Match of the Day debut back in 1997 is so pure. I think, regardless of club allegiances, he s one of, if not the most widely loved ex-pro working in the media today. pic.twitter.com/cL2aX8POVu— HLTCO (@HLTCO) December 17, 2023 „Allir sem þekkja mína sögu vita hvers mikið þessi þáttur hefur þýtt fyrir mig síðan ég var ungur strákur. Match of the day er minn heilagi kaleikur. Í fyrsta þættinum þá sagði ég við stjórnandann Des Lynam að þetta væri mitt Graceland.“ Wright lék lengst af á sínum ferli með Arsenal og skoraði alls 185 mörk fyrir félagið. Hann vann ensku úrvalsdeildina, enska bikarinn, deildabikarinn og evrópukeppni bikarhafa með félaginu. Þá lék hann 33 landsleiki fyrir England og skoraði í þeim níu mörk. Eftir að ferlinum lauk hefur hann orðið einn þekktasti sérfræðingurinn í umræðu um enska boltann en hann hefur fjallað bæði um karla- og kvennadeildirnar í Englandi. Þá hefur hann einnig komið fram í þáttum BBC þar sem hann greindi frá ofbeldisfullri æsku sinni. Enski boltinn Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Sjá meira
Wright kom fyrst fram í Match of the day árið 1997 þegar hann var ennþá leikmaður en fékk fast starf sem sérfræðingur árið 2002. Hann hætti störfum árið 2008 en sneri aftur árið 2015 og hefur verið við störf síðan þá. Þátturinn er einn sá langlífasti í bresku sjónvarpi en þar er fjallað um enska boltann og farið yfir atvik hverrar umferðar á laugardagskvöldum. It has been an absolute pleasure and privilege to work alongside you, Ian. One of my favourite people on the planet. Farewell my friend. https://t.co/jR1mjRujkb— Gary Lineker (@GaryLineker) December 17, 2023 Wright segir að ákvörðunin um að hætta hafi verið í bígerð í nokkurn tíma og hafi verið auðveldari eftir að hann fagnaði sextugsafmæli sínu í síðasta mánuði. „Það er kominn tími til að gera eitthvað annað á laugardögum. Eftir að hafa fyrst komið fram í þættinum árið 1997 og eftir svo ótrúlega mörg eftirminnileg ár þá er kominn tími til að ég hætti í Match of the day,“ sagði Wright þegar hann greindi frá ákvörðun sinni. Wright hefur meðal annars komið fram ásamt syni sínum Shaun Wright-Philips en þeir voru þá fyrstu feðgarnir til að koma fram í þættinum saman. Watching this clip of Ian Wright making his Match of the Day debut back in 1997 is so pure. I think, regardless of club allegiances, he s one of, if not the most widely loved ex-pro working in the media today. pic.twitter.com/cL2aX8POVu— HLTCO (@HLTCO) December 17, 2023 „Allir sem þekkja mína sögu vita hvers mikið þessi þáttur hefur þýtt fyrir mig síðan ég var ungur strákur. Match of the day er minn heilagi kaleikur. Í fyrsta þættinum þá sagði ég við stjórnandann Des Lynam að þetta væri mitt Graceland.“ Wright lék lengst af á sínum ferli með Arsenal og skoraði alls 185 mörk fyrir félagið. Hann vann ensku úrvalsdeildina, enska bikarinn, deildabikarinn og evrópukeppni bikarhafa með félaginu. Þá lék hann 33 landsleiki fyrir England og skoraði í þeim níu mörk. Eftir að ferlinum lauk hefur hann orðið einn þekktasti sérfræðingurinn í umræðu um enska boltann en hann hefur fjallað bæði um karla- og kvennadeildirnar í Englandi. Þá hefur hann einnig komið fram í þáttum BBC þar sem hann greindi frá ofbeldisfullri æsku sinni.
Enski boltinn Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Sjá meira