Mótmælendur reyndu að brjótast inn í ráðhús Belgrad Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 25. desember 2023 13:33 Frá mótmælunum í gær. EPA Lögreglumenn í Belgrad, höfuðborg Serbíu, beittu í gær táragasi á mótmælendur sem mótmælt hafa ríkisstjórninni eftir að niðurstöður þingkosninga voru birtar í síðustu viku. Stjórnarandstöðufólk segir að um kosningasvik sé að ræða. Hægri popúlistaflokkurinn Framfaraflokkurinn (SNS) fór með stórsigur í þingkosningum Serbíu síðasta sunnudag. Aleksandar Vucic forseti Serbíu er stofnandi flokksins. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar hafa gagnrýnt framkvæmd kosninganna og sögðu misræmi hafa verið í talningu atkvæða. Vucic vísar ásökununum á bug. Aðgerðasinnar úr stjórnarandstöðunni mótmæltu meinta kosningasvindlinu friðsamlega eftir að niðurstöður kosninganna voru birtar. Í gær færðist hiti í mótmælin og mótmælendur fyrir utan ráðhús borgarinnar Belgrad köstuðu steinum í glugga hússins með þeim afleiðingum að rúður brotnuðu. Þá gerðu einhverjir atlögu að því að brjótast inn í ráðhúsið. Lögreglumenn beittu táragasi til að leysa mótmælendahópinn upp. Aðgerðasinnarnir segja lögreglumenn hafa beitt of miklu valdi. Radomir Lazovic, meðstjórnandi stjórnarandstöðuflokksins Green-Left Front, segir lögreglumenn hafa barið hann og aðra mótmælendur með kylfum. Meira en þrjátíu manns voru handteknir í óeirðunum og átta lögreglumenn særðust, samkvæmt frétt BBC. Myndskeið af mótmælunum frá fréttaveitunni Reuters má sjá hér að neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=pT3JbaSTF5g">watch on YouTube</a> Serbía Tengdar fréttir Flokkur forsetans með stórsigur í þingkosningum Flokkur Aleksandar Vucic Serbíuforseta virðist hafa unnið stórsigur í þingkosningum sem fram fóru í landinu í gær. Forsetinn segir stefna í að flokkurinn nái að tryggja sér hreinan meirihluta. 18. desember 2023 08:00 Slítur þingi og boðar til nýrra kosninga Aleksandar Vucic, forseti Serbíu, hefur slitið þingi og boðað til nýrra kosninga sem halda á þann 17. desember. Með þessu er Vucic sagður vilja tryggja yfirráð sín en mikill spenna ríkir í kringum Serbíu í tengslum við málefni Kósovó. 1. nóvember 2023 14:58 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fleiri fréttir Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Sjá meira
Hægri popúlistaflokkurinn Framfaraflokkurinn (SNS) fór með stórsigur í þingkosningum Serbíu síðasta sunnudag. Aleksandar Vucic forseti Serbíu er stofnandi flokksins. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar hafa gagnrýnt framkvæmd kosninganna og sögðu misræmi hafa verið í talningu atkvæða. Vucic vísar ásökununum á bug. Aðgerðasinnar úr stjórnarandstöðunni mótmæltu meinta kosningasvindlinu friðsamlega eftir að niðurstöður kosninganna voru birtar. Í gær færðist hiti í mótmælin og mótmælendur fyrir utan ráðhús borgarinnar Belgrad köstuðu steinum í glugga hússins með þeim afleiðingum að rúður brotnuðu. Þá gerðu einhverjir atlögu að því að brjótast inn í ráðhúsið. Lögreglumenn beittu táragasi til að leysa mótmælendahópinn upp. Aðgerðasinnarnir segja lögreglumenn hafa beitt of miklu valdi. Radomir Lazovic, meðstjórnandi stjórnarandstöðuflokksins Green-Left Front, segir lögreglumenn hafa barið hann og aðra mótmælendur með kylfum. Meira en þrjátíu manns voru handteknir í óeirðunum og átta lögreglumenn særðust, samkvæmt frétt BBC. Myndskeið af mótmælunum frá fréttaveitunni Reuters má sjá hér að neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=pT3JbaSTF5g">watch on YouTube</a>
Serbía Tengdar fréttir Flokkur forsetans með stórsigur í þingkosningum Flokkur Aleksandar Vucic Serbíuforseta virðist hafa unnið stórsigur í þingkosningum sem fram fóru í landinu í gær. Forsetinn segir stefna í að flokkurinn nái að tryggja sér hreinan meirihluta. 18. desember 2023 08:00 Slítur þingi og boðar til nýrra kosninga Aleksandar Vucic, forseti Serbíu, hefur slitið þingi og boðað til nýrra kosninga sem halda á þann 17. desember. Með þessu er Vucic sagður vilja tryggja yfirráð sín en mikill spenna ríkir í kringum Serbíu í tengslum við málefni Kósovó. 1. nóvember 2023 14:58 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fleiri fréttir Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Sjá meira
Flokkur forsetans með stórsigur í þingkosningum Flokkur Aleksandar Vucic Serbíuforseta virðist hafa unnið stórsigur í þingkosningum sem fram fóru í landinu í gær. Forsetinn segir stefna í að flokkurinn nái að tryggja sér hreinan meirihluta. 18. desember 2023 08:00
Slítur þingi og boðar til nýrra kosninga Aleksandar Vucic, forseti Serbíu, hefur slitið þingi og boðað til nýrra kosninga sem halda á þann 17. desember. Með þessu er Vucic sagður vilja tryggja yfirráð sín en mikill spenna ríkir í kringum Serbíu í tengslum við málefni Kósovó. 1. nóvember 2023 14:58
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent