Árið 2024 verður tími breytinga í lífi Friðriks Ómars Jakob Bjarnar skrifar 29. desember 2023 08:01 Friðrik Ómar er furðu brattur eftir að hafa keyrt 16 jólatónleika. Hann segir að nú sé kominn tími á breytingar. Helgi Steinar Skemmtikrafturinn Friðrik Ómar ætlar að halda upp á áramót í Færeyjum með vini sínum Jogvan Hansen og fjölskyldu hans. Friðrik Ómar segist leita svara úti í Færeyjum. Friðrik Ómar sér nú fyrir enda á mikilli jólatónleikasyrpu; hann hélt 16 tónleika í Borgarnesi, á Selfossi, Akureyri og Reykjavík og var fullt upp í rjáfur. En þegar blaðamaður Vísis kallar hann jólatónleikakónginn koma á Friðrik Ómar vöfflur, hann vill fá frekari staðfestingu á því aðrar en óábyrgt gaspur í blaðamanni. „Þetta eru þín orð,“ segir Friðrik varlega. „En, jújú, þetta var ótrúlega magnað og gekk vel.“ Eru menn ekki lúnir eftir svona rispu? „Það er mesta furða. Ég er búinn að gera þetta í nokkur ár og það eina sem ég hef lært er að breyta ekki rútínunni, þannig að ég er ótrúlega brattur eftir þetta.“ Allir sem vettlingi valda á sviðinu Friðrik Ómar er ekki frá því að sígandi lukka sé best í þessu sem og öðru. „Þetta er níunda árið. Jú, hæg lukka. Þetta hefur verið vaxandi og nokkuð þétt svo. Og þetta er stærsta árið í ár.“ Friðrik Ómar segir að þetta fari eftir því hvernig á er litið með aðsókn á jólatónleika. Þetta sé svo mikið happa og glappa. „Undanfarin ár hefur aðsókn stóraukist, ár frá ári, bara eins og með ferðamannabransann. En nú heyrði maður út undan sér að þetta hafi verið erfiðara á sumum bæjum. Friðrik Ómar segir að eftir níu ár í að vera fremstur á plakatinu sé kominn tími á breytingar.vísir/vilhelm En ég veit ekki hvort færri hafi farið. Er fólk að sækja meira minni tónleika hér og þar? Ég veit það ekki. Við höfum verið að gera grín að því að það séu allir sem vettlingi geta valdið komnir uppá svið en ég held að menn séu nú fyrst og fremst að anna eftirspurn.“ En er framboðið ekki orðið of mikið? „Eins og ég segi, ég geri mér ekki alveg grein fyrir því. Ég veit ekki hversu margir fóru af stað í ár. Þetta eru margir tónleikar og það þarf að vera búið að undirbúa það vel, bóka húsin fyrir fram. Tónleikastaðir og kirkjur eru þétt bókaðar á þessum tíma, þannig að þetta er allra handa.“ Jólatónleikar kalla á félagsfræðilega rannsókn Friðrik Ómar segir að jú, líklega verði hann að teljast reynslunnar smiður í tónleikahaldi. „Já, það má kannski segja. Ég hef haldið marga tónleika, þá fyrstu 16 ára. En ekki af þessari stærðargráðu. Og það er svo margt sem getur haft áhrif. Ég held að þetta sé einhvers konar samband við áhorfendur. Því þetta eru meira og minna sömu lögin,“ segir Friðrik Ómar og hlær. „Þetta eru ekkert svo mörg lög ef þú pælir í því,“ segir Friðrik Ómar og er þá að vísa til jólalaga almennt. „Fólk gerir þetta að einhverju árlegu og svo breytir það til. Það er líka happa glappa hvert straumurinn liggur ár hvert. Einhvers konar hjarðhegðun, ég veit það ekki. Það er erfitt að segja. Það væri gaman að gera ritgerð um jólatónleika á Íslandi. Og rannsak það í grunninn eftir hverju fólk er að sækjast.“ Friðrik Ómar bendir á að jólatónleikar séu þess eðlis, sem fyrirbæri, að þá ætti að rannsaka sérstaklega.Helgi Steinar Friðrik Ómar segir jólatónleika algenga í Skandinavíu og margir kollegar hans úr Eurovision-geiranum eru áhugasamir um þetta fyrirbæri og haldi tónleika. „Ég held að þetta sé mjög stórt á Norðurlöndunum.“ Og þegar Friðrik segir það er hér um algerlega óplægðan akur að ræða, eða blaðamanni er í það minnsta ekki kunnugt um neina fræðilega rannsókn á þessu fyrirbæri sem eru jólatónleikar. Og hafa verið skrifaðar ritgerðir um ómerkilegri fyrirbæri. Ófrýnilegasta dragdrottning sem sést hefur „Já, það er gaman að pæla í þessu,“ segir Friðrik Ómar. Hann spyr eftir hverju fólk sé að sækjast? „Grínið hefur komið sterkt inn en það er ekkert öllum gefið að vera fyndnir. Þó þú sért söngvari og tónleikahaldari er ekki þar með sagt að þú sért uppistandari. Þetta hefur verið að breytast og þróast. Þessir stóru jólatónleikar með haug af fólki sem taka þátt. Þeir hafa þróast kannski frá því, ég veit það ekki. En samt er þetta svo fyndið, við étum alltaf sömu kökurnar á jólunum, við viljum alltaf það sama.“ Hversu ríkan þátt spilar hefð og hvað er hefð? Ef einhvern vantar efni í B.A.-ritgerð þá er það hér, liggjandi fyrir hunda og manna fótum. Friðrik Ómar er ekki bara skemmtikraftur, hann starfar einnig sem útvarpsmaður. Hvort lítur hann á sig sem fjölmiðlamann eða skemmtikraft? „Ef ég ætti að horfa á það að teknu tilliti til hvaðan ég hef mínar tekjur, þá já, skemmtikraftur. Þó það sé fyndið orð. Og nú í þessum töluðu orðum er ég að opna peningaskápinn minn,“ segir Friðrik og hlær. „En jújú, þetta hefur þróast þannig, vinnan mín er að megninu til sú að veislustýra. Þar erum við Jogvan í dragi. Við komum fram í dragi og stjórnum með harðri hendi og það hefur lagst vel í landann. Jogvan er ófrýnilegasta dragdrottning sem ég hef séð um dagana - sem virkar vel.“ Ein göng á mann í Færeyjum Friðrik er á ferð og flugi. Fyrst þegar blaðamaður heyrði í honum var hann staddur á Akureyri, þá var hann kominn til Reykjavíkur en var að fara næsta dag til Færeyja. Hann var að pakka. „Já, ég er að fara á morgun til Færeyja. Jogvan verður 45 ára á morgun, og við erum með tvenna tónleika þar.“ Hvernig leggst það í þig að halda upp á áramótin í Færeyjum? „Það leggst mjög vel í mig. Við Jogvan höfum verið vinir í tuttugu ár. Ég þekki hans fjölskyldu vel, ég hef komið þarna örugglega tíu sinnum.“ Friðrik Ómar Hjörleifsson klár í að fara á svið.vísir/vilhelm Vinátta þeirra Friðriks Ómars og Jogvans stendur traustum fótum. Árið 2009 gáfu þeir til að mynda út plötuna Vinalög, sem var bæði færeysk og svo íslensk. Þú ert að byggja brú til Færeyja þar sem drýpur smjér af hvurju strái? „Magga frænka, Margrét danadrottning, er enn að borga þetta,“ segir Friðrik Ómar. „Þarna eru næstum ein göng á mann. Ákavítið mun færa honum svörin Við hættum okkur ekki djúpt í sögulegar og stjórnmálalegar pælingar en veltum engu að síður fyrir okkur hvort það hafi ekki verið mistök, þetta með sambandsslitin við Danmörku. „En þetta verður dásamlegt. Kúltúr. Alltaf gaman að fara í færeysku peysuna og vera í fíling. Ég hlakka til.“ Árið 2024 verður ár hinna miklu breytinga í lífi Friðriks Ómars. Fiskidagarnir á Dalvík, en þar sá Friðrik Ómar um tónleikana, þeim hefur verið hætt. Og þrátt fyrir gott gengi með jólatónleikana hefur Friðrik Ómar tekið ákvörðun um að þetta verði í síðasta skipti sem þeir verða með þessu sniði. „Ég ætla að leggja höfuðið í bleyti. Ég hef verið í þessu í níu ár og nú er sjá til hvað ég geri. Svo er ég að fara að flytja til Borgarness 1. febrúar. Það er ár breytinga.“ Árið 2024 verður ár breytinga. Friðrik er að flytja í Borgarnes en hann væntir þess að færeysk áramót og ákavíti færi sér svörin.Helgi Steinar Friðrik Ómar á hús á Akureyri en það er til sölu, og allt að gerast. „Áramót í Færeyjum munu færa mér ljósið. Á miðnætti. Þá fæ ég hugljómun ofan í ákavítið. Öll svör á einu bretti,“ segir Friðrik Ómar og hlær. Þeir Jogvan eru bókaðir langt fram í tímann, allar helgar og Friðrik Ómar segir að hann verði með útvarpsþáttinn Félagsheimilið ásamt Sigga Gunna eftir sem áður. „Þetta hefur allt gengið framar vonum og ég er ákaflega hamingjusamur. Þetta hefur verið dásamlegt.“ Jogvan eini Færeyingurinn í lífi Friðriks Það eru sem sagt breytingar í farvatninu? „Já, mig langar það. Það var eitthvað sem sagði mér að það væri tímabært. Mig langar ekki að keyra þetta of langt og lengi áfram í sömu sporunum. Mig langar að vera aðeins á undan og setjast yfir þetta. Koma með nýja hlið á þessu. Það er ýmislegt í pípunum.“ Hvað varðar jólatónleikamarkaðinn sérstaklega, þá er hann að breytast. „Mig langar að horfa á þetta úr fjarlægð. Það er bara viss tími sem maður getur staðið fremstur á plakatinu og leitt eitthvað svona. Níu ár er langur tími. Álag að standa einn í því.“ En hvað er með ástarmálin? „Ég held …“ segir Friðrik Ómar. Honum vefst tunga um tönn. „… að færeysku áramótin muni jafnvel…“ Það er ljóst að þessi spurning kom flatt upp á söngvarann góða. „Hver veit nema það detti eitthvað inn. En Jogvan er ósáttur við það, hann vill vera eini Færeyingurinn í mínu lífi. Hann hefur tilkynnt mér það.“ Tónleikar á Íslandi Fjölmiðlar Áramót Ástin og lífið Jól Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira
Friðrik Ómar sér nú fyrir enda á mikilli jólatónleikasyrpu; hann hélt 16 tónleika í Borgarnesi, á Selfossi, Akureyri og Reykjavík og var fullt upp í rjáfur. En þegar blaðamaður Vísis kallar hann jólatónleikakónginn koma á Friðrik Ómar vöfflur, hann vill fá frekari staðfestingu á því aðrar en óábyrgt gaspur í blaðamanni. „Þetta eru þín orð,“ segir Friðrik varlega. „En, jújú, þetta var ótrúlega magnað og gekk vel.“ Eru menn ekki lúnir eftir svona rispu? „Það er mesta furða. Ég er búinn að gera þetta í nokkur ár og það eina sem ég hef lært er að breyta ekki rútínunni, þannig að ég er ótrúlega brattur eftir þetta.“ Allir sem vettlingi valda á sviðinu Friðrik Ómar er ekki frá því að sígandi lukka sé best í þessu sem og öðru. „Þetta er níunda árið. Jú, hæg lukka. Þetta hefur verið vaxandi og nokkuð þétt svo. Og þetta er stærsta árið í ár.“ Friðrik Ómar segir að þetta fari eftir því hvernig á er litið með aðsókn á jólatónleika. Þetta sé svo mikið happa og glappa. „Undanfarin ár hefur aðsókn stóraukist, ár frá ári, bara eins og með ferðamannabransann. En nú heyrði maður út undan sér að þetta hafi verið erfiðara á sumum bæjum. Friðrik Ómar segir að eftir níu ár í að vera fremstur á plakatinu sé kominn tími á breytingar.vísir/vilhelm En ég veit ekki hvort færri hafi farið. Er fólk að sækja meira minni tónleika hér og þar? Ég veit það ekki. Við höfum verið að gera grín að því að það séu allir sem vettlingi geta valdið komnir uppá svið en ég held að menn séu nú fyrst og fremst að anna eftirspurn.“ En er framboðið ekki orðið of mikið? „Eins og ég segi, ég geri mér ekki alveg grein fyrir því. Ég veit ekki hversu margir fóru af stað í ár. Þetta eru margir tónleikar og það þarf að vera búið að undirbúa það vel, bóka húsin fyrir fram. Tónleikastaðir og kirkjur eru þétt bókaðar á þessum tíma, þannig að þetta er allra handa.“ Jólatónleikar kalla á félagsfræðilega rannsókn Friðrik Ómar segir að jú, líklega verði hann að teljast reynslunnar smiður í tónleikahaldi. „Já, það má kannski segja. Ég hef haldið marga tónleika, þá fyrstu 16 ára. En ekki af þessari stærðargráðu. Og það er svo margt sem getur haft áhrif. Ég held að þetta sé einhvers konar samband við áhorfendur. Því þetta eru meira og minna sömu lögin,“ segir Friðrik Ómar og hlær. „Þetta eru ekkert svo mörg lög ef þú pælir í því,“ segir Friðrik Ómar og er þá að vísa til jólalaga almennt. „Fólk gerir þetta að einhverju árlegu og svo breytir það til. Það er líka happa glappa hvert straumurinn liggur ár hvert. Einhvers konar hjarðhegðun, ég veit það ekki. Það er erfitt að segja. Það væri gaman að gera ritgerð um jólatónleika á Íslandi. Og rannsak það í grunninn eftir hverju fólk er að sækjast.“ Friðrik Ómar bendir á að jólatónleikar séu þess eðlis, sem fyrirbæri, að þá ætti að rannsaka sérstaklega.Helgi Steinar Friðrik Ómar segir jólatónleika algenga í Skandinavíu og margir kollegar hans úr Eurovision-geiranum eru áhugasamir um þetta fyrirbæri og haldi tónleika. „Ég held að þetta sé mjög stórt á Norðurlöndunum.“ Og þegar Friðrik segir það er hér um algerlega óplægðan akur að ræða, eða blaðamanni er í það minnsta ekki kunnugt um neina fræðilega rannsókn á þessu fyrirbæri sem eru jólatónleikar. Og hafa verið skrifaðar ritgerðir um ómerkilegri fyrirbæri. Ófrýnilegasta dragdrottning sem sést hefur „Já, það er gaman að pæla í þessu,“ segir Friðrik Ómar. Hann spyr eftir hverju fólk sé að sækjast? „Grínið hefur komið sterkt inn en það er ekkert öllum gefið að vera fyndnir. Þó þú sért söngvari og tónleikahaldari er ekki þar með sagt að þú sért uppistandari. Þetta hefur verið að breytast og þróast. Þessir stóru jólatónleikar með haug af fólki sem taka þátt. Þeir hafa þróast kannski frá því, ég veit það ekki. En samt er þetta svo fyndið, við étum alltaf sömu kökurnar á jólunum, við viljum alltaf það sama.“ Hversu ríkan þátt spilar hefð og hvað er hefð? Ef einhvern vantar efni í B.A.-ritgerð þá er það hér, liggjandi fyrir hunda og manna fótum. Friðrik Ómar er ekki bara skemmtikraftur, hann starfar einnig sem útvarpsmaður. Hvort lítur hann á sig sem fjölmiðlamann eða skemmtikraft? „Ef ég ætti að horfa á það að teknu tilliti til hvaðan ég hef mínar tekjur, þá já, skemmtikraftur. Þó það sé fyndið orð. Og nú í þessum töluðu orðum er ég að opna peningaskápinn minn,“ segir Friðrik og hlær. „En jújú, þetta hefur þróast þannig, vinnan mín er að megninu til sú að veislustýra. Þar erum við Jogvan í dragi. Við komum fram í dragi og stjórnum með harðri hendi og það hefur lagst vel í landann. Jogvan er ófrýnilegasta dragdrottning sem ég hef séð um dagana - sem virkar vel.“ Ein göng á mann í Færeyjum Friðrik er á ferð og flugi. Fyrst þegar blaðamaður heyrði í honum var hann staddur á Akureyri, þá var hann kominn til Reykjavíkur en var að fara næsta dag til Færeyja. Hann var að pakka. „Já, ég er að fara á morgun til Færeyja. Jogvan verður 45 ára á morgun, og við erum með tvenna tónleika þar.“ Hvernig leggst það í þig að halda upp á áramótin í Færeyjum? „Það leggst mjög vel í mig. Við Jogvan höfum verið vinir í tuttugu ár. Ég þekki hans fjölskyldu vel, ég hef komið þarna örugglega tíu sinnum.“ Friðrik Ómar Hjörleifsson klár í að fara á svið.vísir/vilhelm Vinátta þeirra Friðriks Ómars og Jogvans stendur traustum fótum. Árið 2009 gáfu þeir til að mynda út plötuna Vinalög, sem var bæði færeysk og svo íslensk. Þú ert að byggja brú til Færeyja þar sem drýpur smjér af hvurju strái? „Magga frænka, Margrét danadrottning, er enn að borga þetta,“ segir Friðrik Ómar. „Þarna eru næstum ein göng á mann. Ákavítið mun færa honum svörin Við hættum okkur ekki djúpt í sögulegar og stjórnmálalegar pælingar en veltum engu að síður fyrir okkur hvort það hafi ekki verið mistök, þetta með sambandsslitin við Danmörku. „En þetta verður dásamlegt. Kúltúr. Alltaf gaman að fara í færeysku peysuna og vera í fíling. Ég hlakka til.“ Árið 2024 verður ár hinna miklu breytinga í lífi Friðriks Ómars. Fiskidagarnir á Dalvík, en þar sá Friðrik Ómar um tónleikana, þeim hefur verið hætt. Og þrátt fyrir gott gengi með jólatónleikana hefur Friðrik Ómar tekið ákvörðun um að þetta verði í síðasta skipti sem þeir verða með þessu sniði. „Ég ætla að leggja höfuðið í bleyti. Ég hef verið í þessu í níu ár og nú er sjá til hvað ég geri. Svo er ég að fara að flytja til Borgarness 1. febrúar. Það er ár breytinga.“ Árið 2024 verður ár breytinga. Friðrik er að flytja í Borgarnes en hann væntir þess að færeysk áramót og ákavíti færi sér svörin.Helgi Steinar Friðrik Ómar á hús á Akureyri en það er til sölu, og allt að gerast. „Áramót í Færeyjum munu færa mér ljósið. Á miðnætti. Þá fæ ég hugljómun ofan í ákavítið. Öll svör á einu bretti,“ segir Friðrik Ómar og hlær. Þeir Jogvan eru bókaðir langt fram í tímann, allar helgar og Friðrik Ómar segir að hann verði með útvarpsþáttinn Félagsheimilið ásamt Sigga Gunna eftir sem áður. „Þetta hefur allt gengið framar vonum og ég er ákaflega hamingjusamur. Þetta hefur verið dásamlegt.“ Jogvan eini Færeyingurinn í lífi Friðriks Það eru sem sagt breytingar í farvatninu? „Já, mig langar það. Það var eitthvað sem sagði mér að það væri tímabært. Mig langar ekki að keyra þetta of langt og lengi áfram í sömu sporunum. Mig langar að vera aðeins á undan og setjast yfir þetta. Koma með nýja hlið á þessu. Það er ýmislegt í pípunum.“ Hvað varðar jólatónleikamarkaðinn sérstaklega, þá er hann að breytast. „Mig langar að horfa á þetta úr fjarlægð. Það er bara viss tími sem maður getur staðið fremstur á plakatinu og leitt eitthvað svona. Níu ár er langur tími. Álag að standa einn í því.“ En hvað er með ástarmálin? „Ég held …“ segir Friðrik Ómar. Honum vefst tunga um tönn. „… að færeysku áramótin muni jafnvel…“ Það er ljóst að þessi spurning kom flatt upp á söngvarann góða. „Hver veit nema það detti eitthvað inn. En Jogvan er ósáttur við það, hann vill vera eini Færeyingurinn í mínu lífi. Hann hefur tilkynnt mér það.“
Tónleikar á Íslandi Fjölmiðlar Áramót Ástin og lífið Jól Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira