Forest nýtti bæði færin og tók öll stigin gegn United Siggeir Ævarsson skrifar 30. desember 2023 19:33 „Af hverju eru varnarmennirnir mínir verr skipulagðir en C-lið í 4. flokki?“ - gæti ten Hag verið að hugsa þarna Vísir/Getty Nottingham Forest og Manchester United unnu bæði góða sigra í síðustu umferð og vildu eflaust enda árið á sömu nótum. Eftir tíðindalítinn fyrri hálfleik voru það heimamenn sem nýttu færin sín í þeim seinni. Svo til það eina sem bar til tíðinda í fyrri hálfleik var skot Diogo Dalot í stöngina. Heimamenn í Nottingham Forest mættu afar ákveðnir til leiks í seinni hálfleik og héldu stífri pressu á United án þess þó að skapa sér færi til að byrja með. En á 64. mínútu fékk Nicolás Domínguez allt það pláss og tíma sem hann vildi í teignum og kom boltanum frekar örugglega framhjá Onana í marki United. Eftir það snérist gangur leiksins nokkurn veginn við og United fóru að setja pressu á heimamenn. Hún bar árangur á 78. mínútu en þá átti Matt Turner markvörður Forest skelfilega sendingu frá marki sínu sem Garnacho renndi sér fyrir, fann Marcus Rashford sem afgreiddi hann í fyrsta í fjærhornið. Þetta skot var jafnframt fyrsta skot United á markið í seinni hálfleik. En gleðin entist ekki lengi hjá gestunum þar sem heimamenn komust yfir á ný á 82. mínútu. Þar var á ferðinni Morgan Gibbs-White sem líkt og Domínguez í fyrra markinu fékk að athafna sig óáreittur fyrir framan mark United. Skotið út við stöng og Onana átti aldrei möguleika. Þrátt fyrir að tíu mínútum væri bætt við venjulegan leiktíma tókst United ekki að jafna leikinn á ný. Bruno Fernandes átti sennilega hættulegasta færið þegar fast skot hans fór af varnarmanni en Turner var vel á verði og blakaði boltanum yfir. Lokatölur í Notthingham 2-1 þar sem heimamenn áttu tvö skot á mark sem bæði enduðu í netinu. Afar mikilvægur sigur fyrir Forest sem eru í bullandi fallbaráttu í 15. sæti með 20 stig, fimm stigum á undan Luton sem sitja í því 17. Enski boltinn
Nottingham Forest og Manchester United unnu bæði góða sigra í síðustu umferð og vildu eflaust enda árið á sömu nótum. Eftir tíðindalítinn fyrri hálfleik voru það heimamenn sem nýttu færin sín í þeim seinni. Svo til það eina sem bar til tíðinda í fyrri hálfleik var skot Diogo Dalot í stöngina. Heimamenn í Nottingham Forest mættu afar ákveðnir til leiks í seinni hálfleik og héldu stífri pressu á United án þess þó að skapa sér færi til að byrja með. En á 64. mínútu fékk Nicolás Domínguez allt það pláss og tíma sem hann vildi í teignum og kom boltanum frekar örugglega framhjá Onana í marki United. Eftir það snérist gangur leiksins nokkurn veginn við og United fóru að setja pressu á heimamenn. Hún bar árangur á 78. mínútu en þá átti Matt Turner markvörður Forest skelfilega sendingu frá marki sínu sem Garnacho renndi sér fyrir, fann Marcus Rashford sem afgreiddi hann í fyrsta í fjærhornið. Þetta skot var jafnframt fyrsta skot United á markið í seinni hálfleik. En gleðin entist ekki lengi hjá gestunum þar sem heimamenn komust yfir á ný á 82. mínútu. Þar var á ferðinni Morgan Gibbs-White sem líkt og Domínguez í fyrra markinu fékk að athafna sig óáreittur fyrir framan mark United. Skotið út við stöng og Onana átti aldrei möguleika. Þrátt fyrir að tíu mínútum væri bætt við venjulegan leiktíma tókst United ekki að jafna leikinn á ný. Bruno Fernandes átti sennilega hættulegasta færið þegar fast skot hans fór af varnarmanni en Turner var vel á verði og blakaði boltanum yfir. Lokatölur í Notthingham 2-1 þar sem heimamenn áttu tvö skot á mark sem bæði enduðu í netinu. Afar mikilvægur sigur fyrir Forest sem eru í bullandi fallbaráttu í 15. sæti með 20 stig, fimm stigum á undan Luton sem sitja í því 17.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti