Plötuðu gesti Vikunnar upp úr skónum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. janúar 2024 09:41 Fjórmenningarnir á mynd fyrir þáttinn. Róbert setti svo á sig loðhúfuna, sólgleraugun og áhorfendur tóku ekki eftir neinu. gústiB Síðasti Vikuþáttur ársins hjá Gísla Marteini á RÚV fór fram laugardagskvöldið 30. desember þar sem árið var gert upp. Skína með Patrik Atlasyni, Prettyboitjokko, var valið lag ársins og Patrik boðið í þáttinn til að flytja lagið. Lagið var flutt í þættinum og virtist flutningurinn hafa tekist nokkuð vel. Nú hefur hins vegar komið í ljós að Patrik var ekki á svæðinu. Hann var ekki einu sinni á landinu. Ágúst Beinteinn Árnason, betur þekktur sem Gústi B, segir frá því á samfélagsmiðlum að flugi Patrik til landsins hafi verið frestað og því góð ráð dýr á næstsíðasta degi ársins. Ekki hafi komið til greina að sleppa því að mæta í þáttinn. Hann hafi fengið hugmynd að lausn. Hugmyndin fólst í því að klæða Róbert Frey Samaniego, stundum nefndur Done-gæinn vegna samnefnds mysupróteindrykks sem hann framleiðir, upp sem Prettyboitjokko og láta reyna á það. Gústi þeytti skífum, Logi Tómasson hóf sönginn og Adam Ægir Pálsson var á svæðinu. Svo virtist Patrik vera mættur á sviðið en nú liggur fyrir að hann var alls ekki á svæðinu, ekki einu sinni á landinu. Róbert klæddi sig upp eins og Patrik og enginn tók eftir neinu. Gísli Marteinn og hópur barna kom upp á svið í síðari hluta ársins til að dansa með Patrik og félögum. Enginn Patrik var á svæðinu.RÚV „Sorry RÚV“ segir Gústi á Instagram og birtir myndband af samtali þeirra Patriks þegar sá síðarnefndi upplýsir að hann missi af þættinum. Samkvæmt heimildum fréttastofu vissi Gísli Marteinn af breytingunni á skipan sveitarinnar um klukkustund áður en atriðið fór í loftið. Gústi og félagar kynntu þá fyrir Gísla stöðuna sem upp var komin og hvernig þeir ætluðu að flytja atriðið. Atriðið fékk grænt ljós og var flutt í sjónvarpi allra landsmanna þótt Patrik sjálfur væri enn erlendis. Engin umræða hefur farið fram um fjarveru Patriks síðan og ljóst að fáir hafi gert athugasemd við Patrikslausan flutning á hans vinsælasta lagi í sjónvarpinu. Ríkisútvarpið Bíó og sjónvarp Fjölmiðlar Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira
Lagið var flutt í þættinum og virtist flutningurinn hafa tekist nokkuð vel. Nú hefur hins vegar komið í ljós að Patrik var ekki á svæðinu. Hann var ekki einu sinni á landinu. Ágúst Beinteinn Árnason, betur þekktur sem Gústi B, segir frá því á samfélagsmiðlum að flugi Patrik til landsins hafi verið frestað og því góð ráð dýr á næstsíðasta degi ársins. Ekki hafi komið til greina að sleppa því að mæta í þáttinn. Hann hafi fengið hugmynd að lausn. Hugmyndin fólst í því að klæða Róbert Frey Samaniego, stundum nefndur Done-gæinn vegna samnefnds mysupróteindrykks sem hann framleiðir, upp sem Prettyboitjokko og láta reyna á það. Gústi þeytti skífum, Logi Tómasson hóf sönginn og Adam Ægir Pálsson var á svæðinu. Svo virtist Patrik vera mættur á sviðið en nú liggur fyrir að hann var alls ekki á svæðinu, ekki einu sinni á landinu. Róbert klæddi sig upp eins og Patrik og enginn tók eftir neinu. Gísli Marteinn og hópur barna kom upp á svið í síðari hluta ársins til að dansa með Patrik og félögum. Enginn Patrik var á svæðinu.RÚV „Sorry RÚV“ segir Gústi á Instagram og birtir myndband af samtali þeirra Patriks þegar sá síðarnefndi upplýsir að hann missi af þættinum. Samkvæmt heimildum fréttastofu vissi Gísli Marteinn af breytingunni á skipan sveitarinnar um klukkustund áður en atriðið fór í loftið. Gústi og félagar kynntu þá fyrir Gísla stöðuna sem upp var komin og hvernig þeir ætluðu að flytja atriðið. Atriðið fékk grænt ljós og var flutt í sjónvarpi allra landsmanna þótt Patrik sjálfur væri enn erlendis. Engin umræða hefur farið fram um fjarveru Patriks síðan og ljóst að fáir hafi gert athugasemd við Patrikslausan flutning á hans vinsælasta lagi í sjónvarpinu.
Ríkisútvarpið Bíó og sjónvarp Fjölmiðlar Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira