Auður Haralds er látin Atli Ísleifsson skrifar 3. janúar 2024 11:23 Fyrsta skáldsaga Auðar Haralds kom út árið 1979. Aðsend Auður Haralds rithöfundur er látin, 76 ára að aldri. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi í gær eftir stutt veikindi. Greint er frá andlátinu í tilkynningu frá Rithöfundasambandi Íslands. „Auður fæddist í Reykjavík þann 11. desember 1947. Hún starfaði sem blaðamaður, þýðandi, útvarpskona og pistlahöfundur og sinnti verslunar-, skrifstofu- og verksmiðjustörfum. Fyrsta skáldsaga Auðar, Hvunndagshetjan: þrjár öruggar aðferðir til að eignast óskilgetin börn, kom út árið 1979. Hún vakti mikla athygli og opnaði umræðu í samfélaginu um heimilisofbeldi og kvennakúgun. Auður Haralds.Aðsend Auður fylgdi þeirri bók eftir með bókinni Læknamafían, lítil pen bók, sem út kom 1980, þar sem ráðist er að fjandsamlegu kerfi og hvunndagshetjan berst áfram gegn kvenfjandsamlegum viðhorfum. Hlustið þér á Mozart? kom út 1982 en verkið er íronísk ádeilda á innantómt líf heimavinnandi húsmóður sem les formúlukenndar ástarsögur til að drepast ekki úr leiðindum. Síðar gerði Auður makalaust grín að þeirri bókmenntategund í Ung, há, feig og ljóshærð sem er paródía á slíkar ástarsögur. Auður skrifaði barnabækurnar um prakkarann Elías, þá fyrstu skrifaði hún ásamt Valdísi Óskarsdóttur. Unglingabókin Baneitrað samband á Njálsgötunni kom út 1985 en síðar var gerð leikgerð eftir henni sem sett var á svið í Íslensku óperunni og víðar. Auður tilheyrir þeim hópi kvenrithöfunda sem hætti að mestu að skrifa á níunda áratugnum en árið 2007 skrifaði hún Litlu, rauðhærðu stúlkuna, barnabók með myndskreytingum eftir Vigdísi Hlíf Sigurðardóttur. Árið 2000 birtist eftir Auði framhaldssaga á vefritinu Skrik.is en kom síðan út á bók 2022 og nefnist Hvað er Drottinn að drolla? Heimir Már Pétursson hitti á Auði sumarið 2022 þar sem hún seldi bókina fyrir utan Melabúðina. Auður lætur eftir sig þrjú uppkomin börn, Ösp, Símon og Daníel og þrjú barnabörn. Dóttir Auðar, Sara María, lést árið 2019,“ segir í tilkynningunni. Andlát Bókmenntir Menning Tengdar fréttir Hvunndags hetjan Auður spyr hvað Drottinn sé að drolla Hvunndags hetjan eftir Auði Haralds setti allt á annan endan í þjóðfélaginu þegar hún kom út fyrir fjörutíu og þremur árum og seldist í bílförmum. Hljótt hefur verið um höfundinn undanfarin fimmtán ár á ritvellinum en nú er Auður óvænt komin með nýja bók sem rauk út við Melabúðina í dag. 10. júní 2022 20:31 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira
Greint er frá andlátinu í tilkynningu frá Rithöfundasambandi Íslands. „Auður fæddist í Reykjavík þann 11. desember 1947. Hún starfaði sem blaðamaður, þýðandi, útvarpskona og pistlahöfundur og sinnti verslunar-, skrifstofu- og verksmiðjustörfum. Fyrsta skáldsaga Auðar, Hvunndagshetjan: þrjár öruggar aðferðir til að eignast óskilgetin börn, kom út árið 1979. Hún vakti mikla athygli og opnaði umræðu í samfélaginu um heimilisofbeldi og kvennakúgun. Auður Haralds.Aðsend Auður fylgdi þeirri bók eftir með bókinni Læknamafían, lítil pen bók, sem út kom 1980, þar sem ráðist er að fjandsamlegu kerfi og hvunndagshetjan berst áfram gegn kvenfjandsamlegum viðhorfum. Hlustið þér á Mozart? kom út 1982 en verkið er íronísk ádeilda á innantómt líf heimavinnandi húsmóður sem les formúlukenndar ástarsögur til að drepast ekki úr leiðindum. Síðar gerði Auður makalaust grín að þeirri bókmenntategund í Ung, há, feig og ljóshærð sem er paródía á slíkar ástarsögur. Auður skrifaði barnabækurnar um prakkarann Elías, þá fyrstu skrifaði hún ásamt Valdísi Óskarsdóttur. Unglingabókin Baneitrað samband á Njálsgötunni kom út 1985 en síðar var gerð leikgerð eftir henni sem sett var á svið í Íslensku óperunni og víðar. Auður tilheyrir þeim hópi kvenrithöfunda sem hætti að mestu að skrifa á níunda áratugnum en árið 2007 skrifaði hún Litlu, rauðhærðu stúlkuna, barnabók með myndskreytingum eftir Vigdísi Hlíf Sigurðardóttur. Árið 2000 birtist eftir Auði framhaldssaga á vefritinu Skrik.is en kom síðan út á bók 2022 og nefnist Hvað er Drottinn að drolla? Heimir Már Pétursson hitti á Auði sumarið 2022 þar sem hún seldi bókina fyrir utan Melabúðina. Auður lætur eftir sig þrjú uppkomin börn, Ösp, Símon og Daníel og þrjú barnabörn. Dóttir Auðar, Sara María, lést árið 2019,“ segir í tilkynningunni.
Andlát Bókmenntir Menning Tengdar fréttir Hvunndags hetjan Auður spyr hvað Drottinn sé að drolla Hvunndags hetjan eftir Auði Haralds setti allt á annan endan í þjóðfélaginu þegar hún kom út fyrir fjörutíu og þremur árum og seldist í bílförmum. Hljótt hefur verið um höfundinn undanfarin fimmtán ár á ritvellinum en nú er Auður óvænt komin með nýja bók sem rauk út við Melabúðina í dag. 10. júní 2022 20:31 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira
Hvunndags hetjan Auður spyr hvað Drottinn sé að drolla Hvunndags hetjan eftir Auði Haralds setti allt á annan endan í þjóðfélaginu þegar hún kom út fyrir fjörutíu og þremur árum og seldist í bílförmum. Hljótt hefur verið um höfundinn undanfarin fimmtán ár á ritvellinum en nú er Auður óvænt komin með nýja bók sem rauk út við Melabúðina í dag. 10. júní 2022 20:31