Valdimar og stórsveit Reykjavíkur bjóða upp á sveifluveislu Magnús Jochum Pálsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 7. janúar 2024 21:02 Stórsveit Reykjavíkur stendur fyrir árlegum nýárstónleikum í Hörpu í kvöld og er Valdimar Guðmundsson meðal söngvara sem stíga á svið. Stöð 2 Árlegir nýárstónleikar Stórsveitar Reykjavíkur eru á dagskrá í Hörpu í kvöld. Tónleikarnir verða helgaðir swingtímabilinu og sveitin fær til sín góða gesti. Á tónleikunum verða tveir gestasöngvarar, Valdimar Guðmundsson og Unnur Birna Björnsdóttir. Fréttamaður fréttastofu mætti á staðinn og ræddi við tónlistarmennina Sigurð Flosason og Valdimar um tónleikana. Hvað verður um að vera hérna í kvöld? „Þetta eru okkar árvissu nýárstónleikar, áramótatónleikar þar sem við hyllum sveifluöldina, sirka 1930 til 1950. Við leikum okkur að því að spila upprunalegar útsetningar, nýtt prógram á hverju ári og mismunandi en frábærir söngvarar hjá okkur í hvert sinn. Þannig þetta er alltaf rosalegur hátíðisdagur,“ sagði Sigurður Flosason. Talandi um söngvara, Valdimar. Þú verður hérna í kvöld að syngja. Þú ert ekki þekktastur fyrir svona tónlist. Hver er þín tenging inn í þessa senu? „Ég lærði nú á básúnu í mörg ár og spilaði í skólastórsveitum frá því ég var þrettán-fjórtán ára gamall þannig þetta er nú smá í blóðinu manns, þessi músík. Það er gaman að fá að syngja þetta með þessari frábæru hljómsveit,“ sagði Valdimar áður en hljómsveitin gaf áhorfendum smá tóndæmi. Tónlist Menning Tónleikar á Íslandi Mest lesið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Hittast á laun Lífið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fleiri fréttir Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Á tónleikunum verða tveir gestasöngvarar, Valdimar Guðmundsson og Unnur Birna Björnsdóttir. Fréttamaður fréttastofu mætti á staðinn og ræddi við tónlistarmennina Sigurð Flosason og Valdimar um tónleikana. Hvað verður um að vera hérna í kvöld? „Þetta eru okkar árvissu nýárstónleikar, áramótatónleikar þar sem við hyllum sveifluöldina, sirka 1930 til 1950. Við leikum okkur að því að spila upprunalegar útsetningar, nýtt prógram á hverju ári og mismunandi en frábærir söngvarar hjá okkur í hvert sinn. Þannig þetta er alltaf rosalegur hátíðisdagur,“ sagði Sigurður Flosason. Talandi um söngvara, Valdimar. Þú verður hérna í kvöld að syngja. Þú ert ekki þekktastur fyrir svona tónlist. Hver er þín tenging inn í þessa senu? „Ég lærði nú á básúnu í mörg ár og spilaði í skólastórsveitum frá því ég var þrettán-fjórtán ára gamall þannig þetta er nú smá í blóðinu manns, þessi músík. Það er gaman að fá að syngja þetta með þessari frábæru hljómsveit,“ sagði Valdimar áður en hljómsveitin gaf áhorfendum smá tóndæmi.
Tónlist Menning Tónleikar á Íslandi Mest lesið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Hittast á laun Lífið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fleiri fréttir Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira