Óöld í Ekvador Samúel Karl Ólason skrifar 10. janúar 2024 12:37 Forseti Ekvador hefur sett á sextíu daga útgöngubann og skipað hernum að gera út af við á þriðja tug glæpagengja. AP/Cesar Munoz Forseti Ekvador hefur lýst yfir neyðarástandi vegna ofbeldisöldu þar í landi í kjölfar þess að alræmdur leiðtogi glæpagengis hvarf úr fangelsi. Skotbardagar hafa átt sér stað víðs vegar um landið, sprengingar og umfangsmikil rán. Þá hafa fangar hafið óeirðir í nokkrum fangelsum Ekvador á undanfarinni viku. Í gær ruddust svo vopnaðir menn inn í upptökuver hjá miðlinum TC í borginni Guayaquil í gær og tóku þar fólk í gíslingu. Daniel Noboa, forseti hefur því lýst yfir sextíu daga neyðarástandi en það felur í sér landlægt útgöngubann og gerir hernum kleift að vakta götur landsins og taka yfir stjórn fangelsa. Talið er að glæpagengi stjórni í raun allt að fjórðungi fangelsa Ekvador. Þúsundir lögreglumanna og hermanna hafa verið kallaðir út til að leita að glæpaleiðtoganum alræmda, Adolfo Macías, samkvæmt frétt New York Times. Ríkisstjórn Ekvador hafði nýverið gefið út þá skipun að Macías yrði fluttur í hámarksöryggisfangelsi, sem talið er að hafa leitt til þess að hann flúði. Forsetinn hefur skipað hernum að gera útaf við á þriðja tug glæpagengja í Ekvador og kallaði hann þau hryðjuverkasamtök. Glæpir og áhrifamikil glæpagengi hafa lengi veið mikið vandamál í Ekvador en ofbeldisglæpir eru hvergi í Suður-Ameríku jafn tíðir og þar. Í kosningabaráttu sinni tók Noboa sérstaklega harða afstöðu í glæpamálum. Annar forsetaframbjóðandi var myrtur í ágúst en hann sagði nokkrum dögum áður en hann dó að honum hefði borist hótanir vegna gagnrýni hans á glæpasamtök og fyrrverandi ríkisstjórn landsins. Sjá einnig: Bananaprins kjörinn forseti í Ekvador Í frétt CNN segir að átta hafi dáið í borginni Guayaquil í gær og tveir lögregluþjónar hafi dáið í borginni Nobol. Þá hafi tíu verið handteknir í borginni Machala í gær þegar þrír lögregluþjónar voru frelsaðir úr haldi glæpamanna. Fyrr í gær hafði lögreglan sagt að sjö lögregluþjónar hefðu verið teknir í gíslingu í þremur borgum Ekvador. Þá sagði lögreglan í morgun að búið væri að handtaka rúmlega sjötíu manns frá því neyðarástandinu var lýst yfir og leggja hald á átta sprengjur, fimmtán bensínsprengjur, níu byssur, skotfæri, sex mótorhjól og sex bíla. Ekvador Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Sjá meira
Í gær ruddust svo vopnaðir menn inn í upptökuver hjá miðlinum TC í borginni Guayaquil í gær og tóku þar fólk í gíslingu. Daniel Noboa, forseti hefur því lýst yfir sextíu daga neyðarástandi en það felur í sér landlægt útgöngubann og gerir hernum kleift að vakta götur landsins og taka yfir stjórn fangelsa. Talið er að glæpagengi stjórni í raun allt að fjórðungi fangelsa Ekvador. Þúsundir lögreglumanna og hermanna hafa verið kallaðir út til að leita að glæpaleiðtoganum alræmda, Adolfo Macías, samkvæmt frétt New York Times. Ríkisstjórn Ekvador hafði nýverið gefið út þá skipun að Macías yrði fluttur í hámarksöryggisfangelsi, sem talið er að hafa leitt til þess að hann flúði. Forsetinn hefur skipað hernum að gera útaf við á þriðja tug glæpagengja í Ekvador og kallaði hann þau hryðjuverkasamtök. Glæpir og áhrifamikil glæpagengi hafa lengi veið mikið vandamál í Ekvador en ofbeldisglæpir eru hvergi í Suður-Ameríku jafn tíðir og þar. Í kosningabaráttu sinni tók Noboa sérstaklega harða afstöðu í glæpamálum. Annar forsetaframbjóðandi var myrtur í ágúst en hann sagði nokkrum dögum áður en hann dó að honum hefði borist hótanir vegna gagnrýni hans á glæpasamtök og fyrrverandi ríkisstjórn landsins. Sjá einnig: Bananaprins kjörinn forseti í Ekvador Í frétt CNN segir að átta hafi dáið í borginni Guayaquil í gær og tveir lögregluþjónar hafi dáið í borginni Nobol. Þá hafi tíu verið handteknir í borginni Machala í gær þegar þrír lögregluþjónar voru frelsaðir úr haldi glæpamanna. Fyrr í gær hafði lögreglan sagt að sjö lögregluþjónar hefðu verið teknir í gíslingu í þremur borgum Ekvador. Þá sagði lögreglan í morgun að búið væri að handtaka rúmlega sjötíu manns frá því neyðarástandinu var lýst yfir og leggja hald á átta sprengjur, fimmtán bensínsprengjur, níu byssur, skotfæri, sex mótorhjól og sex bíla.
Ekvador Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Sjá meira