Heilaflaga Neuralink Musk grædd í fyrsta einstaklinginn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. janúar 2024 07:13 Fyrsta markmið Neuralink verður að gera mönnum kleift að stjórna tölvubúnaði, til dæmis símum, með hugsuninni einni saman. Getty/NurPhoto/Jonathan Raa Auðjöfurinn og frumkvöðullinn Elon Musk hefur greint frá því að fyrirtæki hans Neuralink hafi nú í fyrsta sinn grætt þráðlausa tölvuflögu í heila manneskju. Aðgerðin er sögð hafa gengið vel og flagan sent frá sér skilaboð um taugastarfsemi sjúklingsins. Markmið Neuralink er að þróa tækni til að tengja mannsheilann við tölvur, meðal annars með það að markmiði að lækna flókna taugasjúkdóma. Eftirlitsyfirvöld í Bandaríkjunum gáfu grænt ljós á ígræðsluna í maí í fyrra, þegar þau lögðu blessun sína yfir sex ára verkefni þar sem róbóti verður notaður til að koma fyrir 64 þráðum, sem hver um sig er þynnri en mannshár, fyrir á svæði heilans sem stjórnar „ætluðum hreyfingum“. Samkvæmt Neuralink gera þræðirnir flögunni kleift að safna og senda áfram upplýsingar um það hvernig viðkomandi einstaklingur hyggst hreyfa sig. Musk segir fyrstu vöru fyrirtækisins munu verða kallaða Telepathy en hún muni gera einstaklingum kleift að stjórna síma sínum eða fartölvu með hugsuninni einni saman. Fyrstu notendur tækninnar verði einstaklingar sem hafi misst hendur sínar. Athafnamaðurinn hefur einnig vísað til vísindamannsins Stephen Hawking, sem þjáðist af taugahrörnunarsjúkdómi og notaði tölvu til að tjá sig. „Ímyndið ykkur ef Stephen Hawking hefði getað tjáð sig hraðar en hraðritari eða uppboðshaldari. Það er markmiðið.“ Neuralink verður í harðri samkeppni við önnur fyrirtæki sem ætla sér svipaða hluti og hafa þegar, og fyrir nokkuð löngu síðan, grætt tölvuflögur í mannsheila. BBC greindi frá. Tækni Vísindi Heilbrigðismál Mest lesið Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Fjórtán ára á rúntinum Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Innlent Fleiri fréttir Boða nýjar landtökubyggðir á Vesturbakkanum Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Sjá meira
Aðgerðin er sögð hafa gengið vel og flagan sent frá sér skilaboð um taugastarfsemi sjúklingsins. Markmið Neuralink er að þróa tækni til að tengja mannsheilann við tölvur, meðal annars með það að markmiði að lækna flókna taugasjúkdóma. Eftirlitsyfirvöld í Bandaríkjunum gáfu grænt ljós á ígræðsluna í maí í fyrra, þegar þau lögðu blessun sína yfir sex ára verkefni þar sem róbóti verður notaður til að koma fyrir 64 þráðum, sem hver um sig er þynnri en mannshár, fyrir á svæði heilans sem stjórnar „ætluðum hreyfingum“. Samkvæmt Neuralink gera þræðirnir flögunni kleift að safna og senda áfram upplýsingar um það hvernig viðkomandi einstaklingur hyggst hreyfa sig. Musk segir fyrstu vöru fyrirtækisins munu verða kallaða Telepathy en hún muni gera einstaklingum kleift að stjórna síma sínum eða fartölvu með hugsuninni einni saman. Fyrstu notendur tækninnar verði einstaklingar sem hafi misst hendur sínar. Athafnamaðurinn hefur einnig vísað til vísindamannsins Stephen Hawking, sem þjáðist af taugahrörnunarsjúkdómi og notaði tölvu til að tjá sig. „Ímyndið ykkur ef Stephen Hawking hefði getað tjáð sig hraðar en hraðritari eða uppboðshaldari. Það er markmiðið.“ Neuralink verður í harðri samkeppni við önnur fyrirtæki sem ætla sér svipaða hluti og hafa þegar, og fyrir nokkuð löngu síðan, grætt tölvuflögur í mannsheila. BBC greindi frá.
Tækni Vísindi Heilbrigðismál Mest lesið Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Fjórtán ára á rúntinum Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Innlent Fleiri fréttir Boða nýjar landtökubyggðir á Vesturbakkanum Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Sjá meira