„Ég var farin að hallast að því að það væri mögulega eitthvað að honum“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 1. febrúar 2024 20:01 Erna Kristín og Bassi gengu í hnapphelduna árið 2018. Erna Kristín Erna Kristín Stefánsdóttir, guðfræðingur og talskona jákvæðrar líkamsímyndar kynntist eiginmanni sínum Bassa Ólafssyni, tónlistarmanni og ljósmyndara árið 2008. Erna kveðst muna augnablikið þegar hún sá hann fyrst líkt og það hefði verið í gær. Sannkölluð ást við fyrstu sýn. „Hjartað mitt datt í gólfið, ég hafði ekki sagt neinum frá þessum blússandi tilfinningum sem ég hafði fyrir þessum bláókunnuga manni. Átján ára ég var auðvitað alveg að rifna yfir þessum sæta trommuleikara,“ segir Erna Kristín: „Við tölum bæði um að þetta hafi verið ást við fyrstu sýn.“ Erna Kristín Hjónin létu pússa sig saman árið 2018 og eiga samtals fjögur börn, þrjá drengi og eina stúlku. Í lok síðasta árs fluttu hjónin ásamt drengjunum þremur til Danmerkur þar sem þau eru enn að koma sér og fóta sig í nýju landi. Erna Kristín lýsir eiginmanni sínum sem hugulsömum manni sem býr yfir miklu jafnaðargeði, er einstaklega fyndinn og dásamlegur faðir. Erna Kristín situr fyrir svörum í viðtalsliðnum Ást er. Mér finnst rómantískt stefnumót vera: „Rómantísk stefnumót fyrir mér eru þau allra náttúrulegustu þar sem maður er ekki að reyna að vera eitthvað annað en maður er, og alls ekki eftir bókinni. Gera eitthvað báðir aðilar elska að gera. Þau stefnumót standa yfirleitt upp úr. Þegar við vorum að kynnast fórum við oft saman í Bláfjöll á bretti. Það skapaðist miklu meiri nánd í slíkri samveru en að fara til dæmis út að borða.“ Fyrsti kossinn okkar: „Mig minnir að við vorum búin að hittast um það bil fjórum sinnum áður en við kysstumst fyrst. Ég farin að hallast að því að það væri mögulega eitthvað að honum. Ég var hreinlega ekki vön svona herramönnum sem tóku sér tíma í að kynnast áður en þeir létu vaða.“ Erna Kristín var átján ára gömul þegar hún sá Bassa fyrst. Erna Kristín Uppáhalds rómantíska kvikmyndin mín er: „Við deilum trúlega ekki sömu rómantísku kvikmyndinni. Ég er mikill sökker fyrir algjörri sápu á borð við Titanic eða Notebook á meðan hann er klassískari kvikmyndum líkt og Pretty Woman og Meet Joe Black. Það er trúlega aldursmunurinn sem slítur það í sundur en það eru átta ár á milli okkar.“ Lagið okkar: „Eye in the sky eftir The Alan Parsons Projec. Við fengum góða vini okkar til að flytja það í brúðkaupinu okkar 2018. Það var fullkomið.“ Eftirlætis maturinn: „Þegar kemur að mat þá deilum við mjög svipuðum smekk. Við elsku takkó. Bassi gerir besta takkó sem ég hef smakkað, hann leynir á sér í eldhúsinu.“ Fyrsta gjöfin sem ég gaf manninum mínum: „Ég verð að viðurkenna að ég man það ekki.“ Fyrsta gjöfin sem maðurinn minn gaf mér: „Það fyrsta sem hann gaf mér voru trúlega takkaskór þar sem ég var á fullu í fótboltanum þegar við kynnumst. Ég var að æfa með meistaraflokki kvenna á Selfossi á þeim tíma og skórnir mínir voru á tæpasta vaði. Gjöfin sló því algjörlega í gegn. Ég hef aldrei verið mikið fyrir blóm, en takkaskór! Gæti ekki verið betra.“ Maðurinn minn er: „Ef ég á að lýsa manninum mínum þá er hann trúlega einn sá hugulsamasti sem ég þekki. Hann er týpan sem hjálpar öllum, stoppar bílinn og ýtir næsta bíl eða hleypur á eftir ókunnugum sem misstu eitthvað. Hann er alltaf mættur fyrir alla og hefur rosalega gott jafnaðargeð. Hann er líka rosalega fyndinn. Ég hlæ mig enn máttlausa í kringum hann. Síðast en ekki síst er hann besti pabbi sem ég gæti hugsað mér fyrir börnin okkar. Hann gefur sér tíma fyrir þau, raunverulega sest niður og fer out of his way að reyna búa til almennilega gæðastund með þeim. Hann er uppáhald allra á heimilinu.“ Bassi og Erna Kristín hittust fyrst árið 2008 og hafa verið saman í um fimmtán ár. Erna Kristín Rómantískasti staður á landinu: „Rómantískasti staðurinn okkar er Búðir. Við elskum að skjótast þangað í eina nótt og njóta samveru hvers annars, Borða góðan mat og rölta um ströndina. Það er eins og að mæta í aðra vídd. Bara við tvö og algjört tómarúm. Það er dásamlegt að ná andanum þarna og upplifa ekkert áreiti.“ Hvað gerið þið til að gera ykkur dagamun? „Við eldum góðan mat, það er alltaf klassík, förum í göngutúr eða liggjum saman að horfa á mynd. Afar einfalt og engin pressa heldur bara njóta samverunnar.“ Hvernig myndir þú lýsa sambandinu ykkar? „Sambandið okkar er mjög sterkt og ég held að það sé vegna þess að við byggjum það á mjög djúpri vináttu. Í grunninn erum við bestu vinir og mætum hvort öðru með vinsemd ef álagið er mikið. Við erum líka dugleg að hvetja hvort annað áfram.“ Eruð þið rómantísk? „Ég held að við séum afar óhefðbundin. Okkur finnst til dæmis mun skemmtilegra að borða góðan mat heima á gólfinu við sófaborðið í jogging gallanum á tánum en að fara fínt út að borða.“ Lýstu manninum þínum í þremur orðum: „Bassi hefur verið kletturinn minn í gegnum allt sem mér dettur í hug að gera eða prófa. Það er oft misgáfulegt en hann er samt alltaf mín helsta klappstýra í öllu. Það er ómetanlegt.“ Hvort ykkar tók fyrsta skrefið? „Bassi þegar hann bauð mér á deit. Ég var svo feimin að ég man að ég átti erfitt með að tyggja matinn. Ég er almennt frekar messy eater þannig þetta var mikil áskorun fyrir mig.“ Erna Kristín Fyndnasta minningin af ykkur saman? „Það er trúlega þegar við tókum þriggja tíma í lest í vitlausa átt á Spáni. Þegar við komum á endastoppið þá hætti lestin að ganga og við vorum í einhverju þorpi með einni kirkju uppi á hól, ekkert meira. Við enduðum á því að taka leigubíl til baka sem kostaði okkur restina af aleigunni í þá bílferð. Ég var þó mjög þakklát að komast þaðan þar sem við vorum farin að undirbúa okkur undir það að þurfa að sofa undir berum himni þessa nótt.“ Hvernig viðhaldið þið neistanum? „Við viðhöldum neistanum aðallega á þann hátt að, þetta er ekkert stress. Við erum með fullt hús af börnum og finnum bæði létti að þurfa ekki að sanna ást okkar á hvort öðru á neinn hátt. Við vitum bara hvar við erum núna. Erum frekar uppgefin og það er allt í lagi. Við erum róleg með okkar og vitum hvar við höfum hvort annað. Neistinn er í raun bara á sínum stað og á meðan við erum ekki að þvinga neitt eða stressa okkur þegar lífið býður upp á minni romance en vanalega þá er hann að nærast í hversdagsleikanum.“ Hver væri titillinn á ævisögu ykkar? „Kossar og kúkableyjur.“ Hvar sérðu ykkur eftir tíu ár? „Við elskum að ferðast saman, þannig við verðum á ferðalagi um heiminn að upplifa ólíka menningarheima og læra af alls konar fólki.“ Hvað er ást? „Ást fyrir mér er að vaxa saman. Vera tilbúin að kynnast makanum upp á nýtt. Vera forvitin um hvort annað og vera tilbúin að grípa þegar þess þarf og vera gripin.“ Ást er er viðtalsliður á Lífinu á Vísi þar sem við ræðum við ástfangin pör á öllum aldri. Endilega sendið ábendingar um einstaklinga sem gætu átt heima í Ást er á svavam@stod2.is. Ást er... Ástin og lífið Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Móðurmál: Mér finnst ég sjá konur í öðru ljósi núna Makamál Dóra Júlía og Bára: „Ást er allskonar“ Makamál Heldur úti Instagramsíðunni Barnabitar samhliða læknanámi í Danmörku Makamál Fékk risastóran nammipoka á fyrsta stefnumótinu Makamál „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Makamál Einhleypan: „Kvöldið endar í faðmlögum við fjöru vatnsins“ Makamál Ást er: „Við byrjuðum saman mjög ung“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
„Hjartað mitt datt í gólfið, ég hafði ekki sagt neinum frá þessum blússandi tilfinningum sem ég hafði fyrir þessum bláókunnuga manni. Átján ára ég var auðvitað alveg að rifna yfir þessum sæta trommuleikara,“ segir Erna Kristín: „Við tölum bæði um að þetta hafi verið ást við fyrstu sýn.“ Erna Kristín Hjónin létu pússa sig saman árið 2018 og eiga samtals fjögur börn, þrjá drengi og eina stúlku. Í lok síðasta árs fluttu hjónin ásamt drengjunum þremur til Danmerkur þar sem þau eru enn að koma sér og fóta sig í nýju landi. Erna Kristín lýsir eiginmanni sínum sem hugulsömum manni sem býr yfir miklu jafnaðargeði, er einstaklega fyndinn og dásamlegur faðir. Erna Kristín situr fyrir svörum í viðtalsliðnum Ást er. Mér finnst rómantískt stefnumót vera: „Rómantísk stefnumót fyrir mér eru þau allra náttúrulegustu þar sem maður er ekki að reyna að vera eitthvað annað en maður er, og alls ekki eftir bókinni. Gera eitthvað báðir aðilar elska að gera. Þau stefnumót standa yfirleitt upp úr. Þegar við vorum að kynnast fórum við oft saman í Bláfjöll á bretti. Það skapaðist miklu meiri nánd í slíkri samveru en að fara til dæmis út að borða.“ Fyrsti kossinn okkar: „Mig minnir að við vorum búin að hittast um það bil fjórum sinnum áður en við kysstumst fyrst. Ég farin að hallast að því að það væri mögulega eitthvað að honum. Ég var hreinlega ekki vön svona herramönnum sem tóku sér tíma í að kynnast áður en þeir létu vaða.“ Erna Kristín var átján ára gömul þegar hún sá Bassa fyrst. Erna Kristín Uppáhalds rómantíska kvikmyndin mín er: „Við deilum trúlega ekki sömu rómantísku kvikmyndinni. Ég er mikill sökker fyrir algjörri sápu á borð við Titanic eða Notebook á meðan hann er klassískari kvikmyndum líkt og Pretty Woman og Meet Joe Black. Það er trúlega aldursmunurinn sem slítur það í sundur en það eru átta ár á milli okkar.“ Lagið okkar: „Eye in the sky eftir The Alan Parsons Projec. Við fengum góða vini okkar til að flytja það í brúðkaupinu okkar 2018. Það var fullkomið.“ Eftirlætis maturinn: „Þegar kemur að mat þá deilum við mjög svipuðum smekk. Við elsku takkó. Bassi gerir besta takkó sem ég hef smakkað, hann leynir á sér í eldhúsinu.“ Fyrsta gjöfin sem ég gaf manninum mínum: „Ég verð að viðurkenna að ég man það ekki.“ Fyrsta gjöfin sem maðurinn minn gaf mér: „Það fyrsta sem hann gaf mér voru trúlega takkaskór þar sem ég var á fullu í fótboltanum þegar við kynnumst. Ég var að æfa með meistaraflokki kvenna á Selfossi á þeim tíma og skórnir mínir voru á tæpasta vaði. Gjöfin sló því algjörlega í gegn. Ég hef aldrei verið mikið fyrir blóm, en takkaskór! Gæti ekki verið betra.“ Maðurinn minn er: „Ef ég á að lýsa manninum mínum þá er hann trúlega einn sá hugulsamasti sem ég þekki. Hann er týpan sem hjálpar öllum, stoppar bílinn og ýtir næsta bíl eða hleypur á eftir ókunnugum sem misstu eitthvað. Hann er alltaf mættur fyrir alla og hefur rosalega gott jafnaðargeð. Hann er líka rosalega fyndinn. Ég hlæ mig enn máttlausa í kringum hann. Síðast en ekki síst er hann besti pabbi sem ég gæti hugsað mér fyrir börnin okkar. Hann gefur sér tíma fyrir þau, raunverulega sest niður og fer out of his way að reyna búa til almennilega gæðastund með þeim. Hann er uppáhald allra á heimilinu.“ Bassi og Erna Kristín hittust fyrst árið 2008 og hafa verið saman í um fimmtán ár. Erna Kristín Rómantískasti staður á landinu: „Rómantískasti staðurinn okkar er Búðir. Við elskum að skjótast þangað í eina nótt og njóta samveru hvers annars, Borða góðan mat og rölta um ströndina. Það er eins og að mæta í aðra vídd. Bara við tvö og algjört tómarúm. Það er dásamlegt að ná andanum þarna og upplifa ekkert áreiti.“ Hvað gerið þið til að gera ykkur dagamun? „Við eldum góðan mat, það er alltaf klassík, förum í göngutúr eða liggjum saman að horfa á mynd. Afar einfalt og engin pressa heldur bara njóta samverunnar.“ Hvernig myndir þú lýsa sambandinu ykkar? „Sambandið okkar er mjög sterkt og ég held að það sé vegna þess að við byggjum það á mjög djúpri vináttu. Í grunninn erum við bestu vinir og mætum hvort öðru með vinsemd ef álagið er mikið. Við erum líka dugleg að hvetja hvort annað áfram.“ Eruð þið rómantísk? „Ég held að við séum afar óhefðbundin. Okkur finnst til dæmis mun skemmtilegra að borða góðan mat heima á gólfinu við sófaborðið í jogging gallanum á tánum en að fara fínt út að borða.“ Lýstu manninum þínum í þremur orðum: „Bassi hefur verið kletturinn minn í gegnum allt sem mér dettur í hug að gera eða prófa. Það er oft misgáfulegt en hann er samt alltaf mín helsta klappstýra í öllu. Það er ómetanlegt.“ Hvort ykkar tók fyrsta skrefið? „Bassi þegar hann bauð mér á deit. Ég var svo feimin að ég man að ég átti erfitt með að tyggja matinn. Ég er almennt frekar messy eater þannig þetta var mikil áskorun fyrir mig.“ Erna Kristín Fyndnasta minningin af ykkur saman? „Það er trúlega þegar við tókum þriggja tíma í lest í vitlausa átt á Spáni. Þegar við komum á endastoppið þá hætti lestin að ganga og við vorum í einhverju þorpi með einni kirkju uppi á hól, ekkert meira. Við enduðum á því að taka leigubíl til baka sem kostaði okkur restina af aleigunni í þá bílferð. Ég var þó mjög þakklát að komast þaðan þar sem við vorum farin að undirbúa okkur undir það að þurfa að sofa undir berum himni þessa nótt.“ Hvernig viðhaldið þið neistanum? „Við viðhöldum neistanum aðallega á þann hátt að, þetta er ekkert stress. Við erum með fullt hús af börnum og finnum bæði létti að þurfa ekki að sanna ást okkar á hvort öðru á neinn hátt. Við vitum bara hvar við erum núna. Erum frekar uppgefin og það er allt í lagi. Við erum róleg með okkar og vitum hvar við höfum hvort annað. Neistinn er í raun bara á sínum stað og á meðan við erum ekki að þvinga neitt eða stressa okkur þegar lífið býður upp á minni romance en vanalega þá er hann að nærast í hversdagsleikanum.“ Hver væri titillinn á ævisögu ykkar? „Kossar og kúkableyjur.“ Hvar sérðu ykkur eftir tíu ár? „Við elskum að ferðast saman, þannig við verðum á ferðalagi um heiminn að upplifa ólíka menningarheima og læra af alls konar fólki.“ Hvað er ást? „Ást fyrir mér er að vaxa saman. Vera tilbúin að kynnast makanum upp á nýtt. Vera forvitin um hvort annað og vera tilbúin að grípa þegar þess þarf og vera gripin.“ Ást er er viðtalsliður á Lífinu á Vísi þar sem við ræðum við ástfangin pör á öllum aldri. Endilega sendið ábendingar um einstaklinga sem gætu átt heima í Ást er á svavam@stod2.is.
Ást er... Ástin og lífið Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Móðurmál: Mér finnst ég sjá konur í öðru ljósi núna Makamál Dóra Júlía og Bára: „Ást er allskonar“ Makamál Heldur úti Instagramsíðunni Barnabitar samhliða læknanámi í Danmörku Makamál Fékk risastóran nammipoka á fyrsta stefnumótinu Makamál „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Makamál Einhleypan: „Kvöldið endar í faðmlögum við fjöru vatnsins“ Makamál Ást er: „Við byrjuðum saman mjög ung“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira