Herinn hefur tapað tugum bæja í hendur uppreisnarmanna Samúel Karl Ólason skrifar 31. janúar 2024 23:57 Min Aung Hlaing, leiðtogi herforingjastjórnarinnar í Mjanmar, þykir sérstaklega óvinsæll um þessar mundir. Hernum hefur gengið mjög illa í bardögum við uppreisnarmenn í landinu. EPA/NARONG SANGNAK Hersveitir herforingjastjórnarinnar í Mjanmar hafa þurft að þola hvern ósigurinn á fætur öðrum í átökum við uppreisnarmenn á undanförnum mánuðum. Þremur árum eftir að herforingjastjórnin rændi völdum af ríkisstjórn nóbelsverðlaunahafans Aung San Suu Kyi, hefur herforingjastjórnin aldrei verið í verri stöðu en nú. Aðilar sem hafa hingað til verið hliðhollir herforingjastjórninni, eins og blaðamenn og munkar, hafa kallað opinberlega eftir því að Min Aung Hlaing, æðsti maður stjórnarinnar, stígi til hliðar. Ummæli um að hann ætti að segja af sér þóttu óhugsanleg fyrir nokkrum mánuðum, samkvæmt frétt Reuters. Herforingjastjórn Búrma tók völdin árið 2021, þegar þeir héldu því fram að umfangsmikið kosningasvindl hefði átt sér stað í kosningunum sem haldnar voru í nóvember 2020. Flokkur Aung San Suu Kyi, fyrrverandi leiðtoga landsins, vann mikinn sigur í þessum kosningum en herforingjastjórnin hefur aldrei fært sannanir fyrir ásökunum um svindl. Umfangsmikil mótmæli fóru fram eftir valdaránið en þeim var mætt af mikilli hörku og voru fjölmargir mótmælendur skotnir til bana af hermönnum. Í kjölfarið voru nokkrir uppreisnarhópar myndaðir í Mjanmar. Undanfarna mánuði hafa uppreisnarhópar víðsvegar um landið tekið höndum saman gegn herforingjastjórninni og unnið margra sigra. Þá hefur forsvarsmönnum hersins gengið illa að fá nýtt fólk í herinn. Sjá einnig: Hermenn sagðir gefast upp í massavís Frá því í október er talið að herforingjastjórnin hafi misst í það minnsta 35 bæi í hendur uppreisnarmanna en barist er víða um landið. Min Aung Hlaing hefur ekki viðurkennt þessa ósigra að öðru leyti en að segja að landsvæði hafi tapast. Í dag framlengdi hann neyðarástand í landinu um hálft ár svo herinn gæti „tryggt frið og stöðugleika“. Hagkerfi Mjanmar hefur einnig beðið mikla hnekki frá því herinn tók völd. Bæði vegna refsiaðgerða og slæmrar efnahagsstjórnar. Rafmagnsleysi eru tíð í landinu og það sama má segja um eldsneytisskort. Samkvæmt AP fréttaveitunni hefur landsframleiðsla dregist saman um tíu prósent frá 2019. Erindreki frá svæðinu, sem vildi ekki láta nafns síns getið, sagði mikla reiði innan hersins í garð Min Aung Hlaing. Margir vilji hann burt. Í frétt Reuters segir að fylking sem inniheldur meðlimi úr flokkinn Aung Suu Kyi og meðlimi þriggja uppreisnarhópa hafi gefið út yfirlýsingu í dag um að þau væru tilbúin til viðræðna við herforingjastjórnina, ef hún færi eftir sex skilyrðum. Þau fela meðal annars í sér að færa stjórn hersins undir hendur borgaralegar ríkisstjórnar og að herinn hætti að skipta sér af stjórnmálum landsins. Herforingjastjórnin hefur ekki brugðist við þessari yfirlýsingu. Ríkið með tvö nöfn Mjanmar gengur í raun undir tveimur nöfnum. Það hét lengi, og er víða enn kallað, Búrma. Árið 1989, eftir að þáverandi herstjórn landsins barði niður hreyfingu mótmælenda sem vildu lýðræðisumbætur, með miklu ofbeldi, breytti herstjórnin nafni landsins í skyndi. Herinn sagði þá að Búrma væri nafn sem tengdist nýlendutíma ríkisins og skildi aðra þjóðflokka landsins útundan. Nafnið Búrma er sama nafn og stærsti þjóðflokkur landsins ber. Heiti ríkisins var ekki breytt í landinu sjálfu. Á burmnesku heitir Mjanmar enn formlega Búrma. Á heimsvísu var ákveðin tregða til að notast við Mjanmar en það hefur breyst á undanförnum árum, með aukinni hreyfingu í átt að lýðræði í landinu og minni áhrifum hersins. Mjanmar Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Fleiri fréttir Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Sjá meira
Aðilar sem hafa hingað til verið hliðhollir herforingjastjórninni, eins og blaðamenn og munkar, hafa kallað opinberlega eftir því að Min Aung Hlaing, æðsti maður stjórnarinnar, stígi til hliðar. Ummæli um að hann ætti að segja af sér þóttu óhugsanleg fyrir nokkrum mánuðum, samkvæmt frétt Reuters. Herforingjastjórn Búrma tók völdin árið 2021, þegar þeir héldu því fram að umfangsmikið kosningasvindl hefði átt sér stað í kosningunum sem haldnar voru í nóvember 2020. Flokkur Aung San Suu Kyi, fyrrverandi leiðtoga landsins, vann mikinn sigur í þessum kosningum en herforingjastjórnin hefur aldrei fært sannanir fyrir ásökunum um svindl. Umfangsmikil mótmæli fóru fram eftir valdaránið en þeim var mætt af mikilli hörku og voru fjölmargir mótmælendur skotnir til bana af hermönnum. Í kjölfarið voru nokkrir uppreisnarhópar myndaðir í Mjanmar. Undanfarna mánuði hafa uppreisnarhópar víðsvegar um landið tekið höndum saman gegn herforingjastjórninni og unnið margra sigra. Þá hefur forsvarsmönnum hersins gengið illa að fá nýtt fólk í herinn. Sjá einnig: Hermenn sagðir gefast upp í massavís Frá því í október er talið að herforingjastjórnin hafi misst í það minnsta 35 bæi í hendur uppreisnarmanna en barist er víða um landið. Min Aung Hlaing hefur ekki viðurkennt þessa ósigra að öðru leyti en að segja að landsvæði hafi tapast. Í dag framlengdi hann neyðarástand í landinu um hálft ár svo herinn gæti „tryggt frið og stöðugleika“. Hagkerfi Mjanmar hefur einnig beðið mikla hnekki frá því herinn tók völd. Bæði vegna refsiaðgerða og slæmrar efnahagsstjórnar. Rafmagnsleysi eru tíð í landinu og það sama má segja um eldsneytisskort. Samkvæmt AP fréttaveitunni hefur landsframleiðsla dregist saman um tíu prósent frá 2019. Erindreki frá svæðinu, sem vildi ekki láta nafns síns getið, sagði mikla reiði innan hersins í garð Min Aung Hlaing. Margir vilji hann burt. Í frétt Reuters segir að fylking sem inniheldur meðlimi úr flokkinn Aung Suu Kyi og meðlimi þriggja uppreisnarhópa hafi gefið út yfirlýsingu í dag um að þau væru tilbúin til viðræðna við herforingjastjórnina, ef hún færi eftir sex skilyrðum. Þau fela meðal annars í sér að færa stjórn hersins undir hendur borgaralegar ríkisstjórnar og að herinn hætti að skipta sér af stjórnmálum landsins. Herforingjastjórnin hefur ekki brugðist við þessari yfirlýsingu. Ríkið með tvö nöfn Mjanmar gengur í raun undir tveimur nöfnum. Það hét lengi, og er víða enn kallað, Búrma. Árið 1989, eftir að þáverandi herstjórn landsins barði niður hreyfingu mótmælenda sem vildu lýðræðisumbætur, með miklu ofbeldi, breytti herstjórnin nafni landsins í skyndi. Herinn sagði þá að Búrma væri nafn sem tengdist nýlendutíma ríkisins og skildi aðra þjóðflokka landsins útundan. Nafnið Búrma er sama nafn og stærsti þjóðflokkur landsins ber. Heiti ríkisins var ekki breytt í landinu sjálfu. Á burmnesku heitir Mjanmar enn formlega Búrma. Á heimsvísu var ákveðin tregða til að notast við Mjanmar en það hefur breyst á undanförnum árum, með aukinni hreyfingu í átt að lýðræði í landinu og minni áhrifum hersins.
Mjanmar Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Fleiri fréttir Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Sjá meira