Dusty jafna Þór í toppslagnum Snorri Már Vagnsson skrifar 6. febrúar 2024 21:58 Eddezenn, Thor og Ravle spiluðu vel gegn ungu liði Young Prodigies. NOCCO Dusty fóru með sigur af hólmi gegn Young Prodigies í Ljósleiðaradeildinni í Counter-Strike fyrr í kvöld. Leikurinn fór fram á Ancient og NOCCO Dusty byrjuðu leika í vörn. Young Prodigies sigruðu fyrstu tvær lotur leiksins áður en Dusty minnkaði muninn í 1-2 og jöfnuðu leikinn í kjölfarið. Dusty héldu sigrahrinunni áfram en þeir sigruðu næstu þrjár lotur áður en Young Prodigies náðu aftur að sigra, staðan þá 5-3. Young Prodigies sigruðu aðeins eina lotu til viðbótar fram að hálfleik og Dusty fóru með þægilegt forskot er þeir stilltu sér upp í sókn. Staðan í hálfleik: NOCCO Dusty 8-4 Young Prodigies Young Prodigies hófu seinni hálfleik eins og þann fyrri og sigruðu fyrstu tvær loturnar og komust þar með í 8-6 áður en Dusty beit til baka, 9-6. Takturinn virtist þá koma hjá Dusty á ný en þeir sundurspiluðu Young Prodigies næstu lotur og komust í úrslitalotu, 12-6. Young Prodigies sigruðu eina lotu til viðbótar áður en Dusty fann náðarhöggið og sigraði leikinn. Lokatölur: NOCCO Dusty 13-7 Young Prodigies Dusty eru nú komnir aftur á topp deildarinnar en þeir eru jafnir Þór á stigum með 26 slík. Þór á þó leik til góða, en sá leikur er gegn Sögu og fer fram á fimmtudaginn næstkomandi. Young Prodigies eru enn með 16 stig í sjötta sæti deildarinnar, jafnir Breiðabliki. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn
Leikurinn fór fram á Ancient og NOCCO Dusty byrjuðu leika í vörn. Young Prodigies sigruðu fyrstu tvær lotur leiksins áður en Dusty minnkaði muninn í 1-2 og jöfnuðu leikinn í kjölfarið. Dusty héldu sigrahrinunni áfram en þeir sigruðu næstu þrjár lotur áður en Young Prodigies náðu aftur að sigra, staðan þá 5-3. Young Prodigies sigruðu aðeins eina lotu til viðbótar fram að hálfleik og Dusty fóru með þægilegt forskot er þeir stilltu sér upp í sókn. Staðan í hálfleik: NOCCO Dusty 8-4 Young Prodigies Young Prodigies hófu seinni hálfleik eins og þann fyrri og sigruðu fyrstu tvær loturnar og komust þar með í 8-6 áður en Dusty beit til baka, 9-6. Takturinn virtist þá koma hjá Dusty á ný en þeir sundurspiluðu Young Prodigies næstu lotur og komust í úrslitalotu, 12-6. Young Prodigies sigruðu eina lotu til viðbótar áður en Dusty fann náðarhöggið og sigraði leikinn. Lokatölur: NOCCO Dusty 13-7 Young Prodigies Dusty eru nú komnir aftur á topp deildarinnar en þeir eru jafnir Þór á stigum með 26 slík. Þór á þó leik til góða, en sá leikur er gegn Sögu og fer fram á fimmtudaginn næstkomandi. Young Prodigies eru enn með 16 stig í sjötta sæti deildarinnar, jafnir Breiðabliki.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn