Heimsfrumsýning í Gamla bíó: „Þetta var eins og að koma á vettvang glæps“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 7. febrúar 2024 11:27 Frá mótmælum gegn laxeldi á Austurvelli. Viðamikil dagskrá fer fram annað kvöld í Gamla bíó þegar heimildarmynd um fiskeldi á Íslandi, Laxaþjóð, verður heimsfrumsýnd. Myndin er framleidd af bandaríska útivistarvöruframleiðandanum Patagonia. „Við lentum eiginlega í miðjum látunum út af sleppingunni en fengum fyrir vikið magnaðan kafla í myndina sem höfðum ekki gert ráð fyrir enda tökudagar á Íslandi planaðir löngu áður en fiskurinn slapp,“ segir Arthur Neumeier leikstjóri heimildarmyndarinnar í tilkynningu. Þar kemur fram að myndin hafi verið tekin upp síðastliðið haust. Tökuliðið hafi lent í óvæntri atburðarás þegar sleppifiskur úr sjókví Arctic Fish tók að ganga í ár um allt land. „Þetta var eins og að koma á vettvang glæps þar sem sönnunargögnin streymdu fram upp á yfirborðið. Norsku froskkafararnir með skutulbyssurnar komu rétta á eftir okkur til landsins,“ segir Arthur sem er Hollendingur en búsettur í Suður-Afríku. Viðhafnardagskrá í Gamla bíó Í tilkynningunni kemur fram að frumsýning myndarinnar í Gamla bíó annað kvöld verði miðpunktur fjölbreyttar dagskrár kvöldsins. Fyrir sýningu mun Veiga Gréttarsóttir flytja erindi og sýna ljósmyndir og myndskeið sem hún hefur tekið í við við sjókvíar Þá kemur tónlistarkonan GDRN fram. Eftir sýninguna verða svo panelumræður um efnið og kvöldinu lýkur með DJ setti þriggja meðlima FM Belfast. Segir viðvaranir orðnar að veruleika „Við erum með 50 ára sögu um óbilandi áherslu á umhverfisvernd og áttum okkur fyllilega á að heilbrigði náttúrunnar og hagkerfis okkar eru samofin,“ segir Ryan Gellert, forstjóri Patagonia um myndina í tilkynningu. Gellert mætti hingað til lands árið 2019 og afhenti undirskriftir 180 þúsund manns um allan heim með áskorun til íslenskra stjórnvalda um að hætta laxeldi í opnum sjókvíum. „Þann dag stóð ég við hlið íslenskra fulltrúa veiðifélaga og grasrótarsamtaka. Við vonuðumst öll til þess að enn væri tími til að snúa við skaðanum á óspilltum líffræðilegum fjölbreytileika Íslands og þar með framtíð þess.“ Gellert segir að undanfarin fjögur ár hafi hann fylgst með því hvernig allt það sem umhverfisverndarsinnar hafi varað við hafi ræst. Ástandið fyrir lífríki Íslands og villta laxastofna verði sífellt alvarlegra. „En ég vona, vegna þess að ég hef trú á framtíðarsýn og hugrekki íslenskra stjórnmálamanna og Íslendinga almennt, til að standa vörð um náttúruna ykkar, stolt þjóðarinnar, að það verði brugðist við og opið sjókvíaeldi bannað áður en það verður of seint,“ segir Ryan. Fiskeldi Bíó og sjónvarp Sjókvíaeldi Tengdar fréttir Fatarisi blandar sér í baráttuna gegn fiskeldi á Íslandi Útvistarvöruframleiðandinn Patagonia mun standa fyrir Evrópufrumsýningu á heimildarmyndinni Artifishal í Ingólfsstofu í Ölfusi þann 10. apríl næstkomandi. 1. apríl 2019 10:47 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
„Við lentum eiginlega í miðjum látunum út af sleppingunni en fengum fyrir vikið magnaðan kafla í myndina sem höfðum ekki gert ráð fyrir enda tökudagar á Íslandi planaðir löngu áður en fiskurinn slapp,“ segir Arthur Neumeier leikstjóri heimildarmyndarinnar í tilkynningu. Þar kemur fram að myndin hafi verið tekin upp síðastliðið haust. Tökuliðið hafi lent í óvæntri atburðarás þegar sleppifiskur úr sjókví Arctic Fish tók að ganga í ár um allt land. „Þetta var eins og að koma á vettvang glæps þar sem sönnunargögnin streymdu fram upp á yfirborðið. Norsku froskkafararnir með skutulbyssurnar komu rétta á eftir okkur til landsins,“ segir Arthur sem er Hollendingur en búsettur í Suður-Afríku. Viðhafnardagskrá í Gamla bíó Í tilkynningunni kemur fram að frumsýning myndarinnar í Gamla bíó annað kvöld verði miðpunktur fjölbreyttar dagskrár kvöldsins. Fyrir sýningu mun Veiga Gréttarsóttir flytja erindi og sýna ljósmyndir og myndskeið sem hún hefur tekið í við við sjókvíar Þá kemur tónlistarkonan GDRN fram. Eftir sýninguna verða svo panelumræður um efnið og kvöldinu lýkur með DJ setti þriggja meðlima FM Belfast. Segir viðvaranir orðnar að veruleika „Við erum með 50 ára sögu um óbilandi áherslu á umhverfisvernd og áttum okkur fyllilega á að heilbrigði náttúrunnar og hagkerfis okkar eru samofin,“ segir Ryan Gellert, forstjóri Patagonia um myndina í tilkynningu. Gellert mætti hingað til lands árið 2019 og afhenti undirskriftir 180 þúsund manns um allan heim með áskorun til íslenskra stjórnvalda um að hætta laxeldi í opnum sjókvíum. „Þann dag stóð ég við hlið íslenskra fulltrúa veiðifélaga og grasrótarsamtaka. Við vonuðumst öll til þess að enn væri tími til að snúa við skaðanum á óspilltum líffræðilegum fjölbreytileika Íslands og þar með framtíð þess.“ Gellert segir að undanfarin fjögur ár hafi hann fylgst með því hvernig allt það sem umhverfisverndarsinnar hafi varað við hafi ræst. Ástandið fyrir lífríki Íslands og villta laxastofna verði sífellt alvarlegra. „En ég vona, vegna þess að ég hef trú á framtíðarsýn og hugrekki íslenskra stjórnmálamanna og Íslendinga almennt, til að standa vörð um náttúruna ykkar, stolt þjóðarinnar, að það verði brugðist við og opið sjókvíaeldi bannað áður en það verður of seint,“ segir Ryan.
Fiskeldi Bíó og sjónvarp Sjókvíaeldi Tengdar fréttir Fatarisi blandar sér í baráttuna gegn fiskeldi á Íslandi Útvistarvöruframleiðandinn Patagonia mun standa fyrir Evrópufrumsýningu á heimildarmyndinni Artifishal í Ingólfsstofu í Ölfusi þann 10. apríl næstkomandi. 1. apríl 2019 10:47 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Fatarisi blandar sér í baráttuna gegn fiskeldi á Íslandi Útvistarvöruframleiðandinn Patagonia mun standa fyrir Evrópufrumsýningu á heimildarmyndinni Artifishal í Ingólfsstofu í Ölfusi þann 10. apríl næstkomandi. 1. apríl 2019 10:47