Skipið sökk í gær eftir að það fékk á sig brot og mikil slagsíða komst á það. Fjórtán af sextán úr áhöfn skipsins var bjargað um borð í þyrlu Landhelgisgæslu Færeyja en einn þeirra komst ekki í flotgalla og var fastur á síðu skipsins í þrjá tíma áður en honum var bjargað.
Myndband sem tekið var um borð í öðru skipi, sýnir þegar verið var að bjarga mönnum af skipinu, skömmu áður en það sökk.
Kringvarpið segir að sjópróf muni hefjast í næstu viku.
Leitin að mönnunum tveimur sem saknað er hefur verið nokkuð umfangsmikil. Áhafnir annarra skipa hafa komið að henni ásamt áhafnir leitarflugvélar frá Danmörku. Áhöfn Brimils, skips Landhelgisgæslu Færeyja, heldur utan um leitina á svæðinu.