Alonso tjáði sig um Mercedes orðróma: „Staða mín er góð“ Aron Guðmundsson skrifar 12. febrúar 2024 15:00 Gæti Fernando Alonso fært sig yfir til Mercedes eftir komandi tímabil í Formúlu 1? Ayman Yaqoob/Getty Images Fernando Alonso, tvöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1 og núverandi ökumaður Aston Martin, segist ekki hafa átt samtöl við forráðamenn Mercedes þess efnis að hann taki yfir sæti Lewis Hamilton hjá liðinu að komandi tímabili afloknu þegar að Bretinn skiptir yfir til Ferrari. Fréttirnar af skiptum sjöfalda heimsmeistarans Lewis Hamilton yfir til Ferrari á næsta ári voru risastórar og þjófstörtuðu að einhverju leiti ökumannsmarkaðnum fyrir tímabilið 2025. Alonso, reynslubolti í mótaröðinni er einn þeirra sem hefur verið orðaður við ökumannssæti hjá Mercedes og yrðu þau skipti einhvers konar draumaskipti í augum áhugafólks um Formúlu 1. Aston Martin, frumsýndi fyrr í dag bíl sinn fyrir komandi tímabil og gafst fjölmiðlum um leið tækifæri til þess að ræða við Alonso þar sem hann að sjálfsögðu fékk spurningar um Mercedes, Hamilton og sína framtíð. „Það eru aðeins þrír heimsmeistarar á rásröðinni, hraðir heimsmeistarar, og ég er líklegast sá eini sem er á lausu fyrir tímabilið 2025. Staða mín er góð,“ svaraði Alonso sem verður einn af fjórtán núverandi ökumönnum í Formúlu 1 sem renna út á samningi eftir komandi tímabil. Alonso er klárlega einn af þeim ökumönnum sem forráðamenn Mercedes munu horfa til þegar ákveða á hvaða ökumaður taki sæti sjöfalda heimsmeistarans Lewis Hamilton hjá liðinu. Efnilegir ökumenn eru að koma upp úr akademíu þýska risans en ætla má að það verði of snemmt fyrir einhvern af þeim að taka stóra stökkið yfir í Formúlu 1 á næsta ári. Hins vegar gæti það reynst ansi farsæl lausn að fá inn þá hinn 43 ára gamla Alonso til þess að brúa bilið þarna á milli. Alonso sýndi það á síðasta tímabili, í bíl Aston Martin, að hann hefur engu gleymt. Takist honum að sýna slíkt hið sama á komandi tímabili, yrði það ansi erfitt fyrir forráðamenn Mercedes að horfa fram hjá honum. Sjálfur segist Alonso ekki hafa átt í samskiptum við forráðamenn Mercedes eftir að greint var frá verðandi skiptum Hamilton til Ferrari. „Á sama tíma, þegar að ég tek ákvörðun um framtíð mína í Formúlu 1, mun fyrsta samtal mitt alltaf vera við Aston Martin,“ segir Alonso sem hafði þó einnig orð á því að frammistaða hans á síðasta tímabili geri hann að öllum líkindum eftirsóttan fyrir önnur lið. Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Fréttirnar af skiptum sjöfalda heimsmeistarans Lewis Hamilton yfir til Ferrari á næsta ári voru risastórar og þjófstörtuðu að einhverju leiti ökumannsmarkaðnum fyrir tímabilið 2025. Alonso, reynslubolti í mótaröðinni er einn þeirra sem hefur verið orðaður við ökumannssæti hjá Mercedes og yrðu þau skipti einhvers konar draumaskipti í augum áhugafólks um Formúlu 1. Aston Martin, frumsýndi fyrr í dag bíl sinn fyrir komandi tímabil og gafst fjölmiðlum um leið tækifæri til þess að ræða við Alonso þar sem hann að sjálfsögðu fékk spurningar um Mercedes, Hamilton og sína framtíð. „Það eru aðeins þrír heimsmeistarar á rásröðinni, hraðir heimsmeistarar, og ég er líklegast sá eini sem er á lausu fyrir tímabilið 2025. Staða mín er góð,“ svaraði Alonso sem verður einn af fjórtán núverandi ökumönnum í Formúlu 1 sem renna út á samningi eftir komandi tímabil. Alonso er klárlega einn af þeim ökumönnum sem forráðamenn Mercedes munu horfa til þegar ákveða á hvaða ökumaður taki sæti sjöfalda heimsmeistarans Lewis Hamilton hjá liðinu. Efnilegir ökumenn eru að koma upp úr akademíu þýska risans en ætla má að það verði of snemmt fyrir einhvern af þeim að taka stóra stökkið yfir í Formúlu 1 á næsta ári. Hins vegar gæti það reynst ansi farsæl lausn að fá inn þá hinn 43 ára gamla Alonso til þess að brúa bilið þarna á milli. Alonso sýndi það á síðasta tímabili, í bíl Aston Martin, að hann hefur engu gleymt. Takist honum að sýna slíkt hið sama á komandi tímabili, yrði það ansi erfitt fyrir forráðamenn Mercedes að horfa fram hjá honum. Sjálfur segist Alonso ekki hafa átt í samskiptum við forráðamenn Mercedes eftir að greint var frá verðandi skiptum Hamilton til Ferrari. „Á sama tíma, þegar að ég tek ákvörðun um framtíð mína í Formúlu 1, mun fyrsta samtal mitt alltaf vera við Aston Martin,“ segir Alonso sem hafði þó einnig orð á því að frammistaða hans á síðasta tímabili geri hann að öllum líkindum eftirsóttan fyrir önnur lið.
Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira