Alonso tjáði sig um Mercedes orðróma: „Staða mín er góð“ Aron Guðmundsson skrifar 12. febrúar 2024 15:00 Gæti Fernando Alonso fært sig yfir til Mercedes eftir komandi tímabil í Formúlu 1? Ayman Yaqoob/Getty Images Fernando Alonso, tvöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1 og núverandi ökumaður Aston Martin, segist ekki hafa átt samtöl við forráðamenn Mercedes þess efnis að hann taki yfir sæti Lewis Hamilton hjá liðinu að komandi tímabili afloknu þegar að Bretinn skiptir yfir til Ferrari. Fréttirnar af skiptum sjöfalda heimsmeistarans Lewis Hamilton yfir til Ferrari á næsta ári voru risastórar og þjófstörtuðu að einhverju leiti ökumannsmarkaðnum fyrir tímabilið 2025. Alonso, reynslubolti í mótaröðinni er einn þeirra sem hefur verið orðaður við ökumannssæti hjá Mercedes og yrðu þau skipti einhvers konar draumaskipti í augum áhugafólks um Formúlu 1. Aston Martin, frumsýndi fyrr í dag bíl sinn fyrir komandi tímabil og gafst fjölmiðlum um leið tækifæri til þess að ræða við Alonso þar sem hann að sjálfsögðu fékk spurningar um Mercedes, Hamilton og sína framtíð. „Það eru aðeins þrír heimsmeistarar á rásröðinni, hraðir heimsmeistarar, og ég er líklegast sá eini sem er á lausu fyrir tímabilið 2025. Staða mín er góð,“ svaraði Alonso sem verður einn af fjórtán núverandi ökumönnum í Formúlu 1 sem renna út á samningi eftir komandi tímabil. Alonso er klárlega einn af þeim ökumönnum sem forráðamenn Mercedes munu horfa til þegar ákveða á hvaða ökumaður taki sæti sjöfalda heimsmeistarans Lewis Hamilton hjá liðinu. Efnilegir ökumenn eru að koma upp úr akademíu þýska risans en ætla má að það verði of snemmt fyrir einhvern af þeim að taka stóra stökkið yfir í Formúlu 1 á næsta ári. Hins vegar gæti það reynst ansi farsæl lausn að fá inn þá hinn 43 ára gamla Alonso til þess að brúa bilið þarna á milli. Alonso sýndi það á síðasta tímabili, í bíl Aston Martin, að hann hefur engu gleymt. Takist honum að sýna slíkt hið sama á komandi tímabili, yrði það ansi erfitt fyrir forráðamenn Mercedes að horfa fram hjá honum. Sjálfur segist Alonso ekki hafa átt í samskiptum við forráðamenn Mercedes eftir að greint var frá verðandi skiptum Hamilton til Ferrari. „Á sama tíma, þegar að ég tek ákvörðun um framtíð mína í Formúlu 1, mun fyrsta samtal mitt alltaf vera við Aston Martin,“ segir Alonso sem hafði þó einnig orð á því að frammistaða hans á síðasta tímabili geri hann að öllum líkindum eftirsóttan fyrir önnur lið. Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Fréttirnar af skiptum sjöfalda heimsmeistarans Lewis Hamilton yfir til Ferrari á næsta ári voru risastórar og þjófstörtuðu að einhverju leiti ökumannsmarkaðnum fyrir tímabilið 2025. Alonso, reynslubolti í mótaröðinni er einn þeirra sem hefur verið orðaður við ökumannssæti hjá Mercedes og yrðu þau skipti einhvers konar draumaskipti í augum áhugafólks um Formúlu 1. Aston Martin, frumsýndi fyrr í dag bíl sinn fyrir komandi tímabil og gafst fjölmiðlum um leið tækifæri til þess að ræða við Alonso þar sem hann að sjálfsögðu fékk spurningar um Mercedes, Hamilton og sína framtíð. „Það eru aðeins þrír heimsmeistarar á rásröðinni, hraðir heimsmeistarar, og ég er líklegast sá eini sem er á lausu fyrir tímabilið 2025. Staða mín er góð,“ svaraði Alonso sem verður einn af fjórtán núverandi ökumönnum í Formúlu 1 sem renna út á samningi eftir komandi tímabil. Alonso er klárlega einn af þeim ökumönnum sem forráðamenn Mercedes munu horfa til þegar ákveða á hvaða ökumaður taki sæti sjöfalda heimsmeistarans Lewis Hamilton hjá liðinu. Efnilegir ökumenn eru að koma upp úr akademíu þýska risans en ætla má að það verði of snemmt fyrir einhvern af þeim að taka stóra stökkið yfir í Formúlu 1 á næsta ári. Hins vegar gæti það reynst ansi farsæl lausn að fá inn þá hinn 43 ára gamla Alonso til þess að brúa bilið þarna á milli. Alonso sýndi það á síðasta tímabili, í bíl Aston Martin, að hann hefur engu gleymt. Takist honum að sýna slíkt hið sama á komandi tímabili, yrði það ansi erfitt fyrir forráðamenn Mercedes að horfa fram hjá honum. Sjálfur segist Alonso ekki hafa átt í samskiptum við forráðamenn Mercedes eftir að greint var frá verðandi skiptum Hamilton til Ferrari. „Á sama tíma, þegar að ég tek ákvörðun um framtíð mína í Formúlu 1, mun fyrsta samtal mitt alltaf vera við Aston Martin,“ segir Alonso sem hafði þó einnig orð á því að frammistaða hans á síðasta tímabili geri hann að öllum líkindum eftirsóttan fyrir önnur lið.
Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira