„Hvert getum við farið?“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. febrúar 2024 23:34 Loftmyndin til vinstri af Rafah borg var tekin þann 13. október síðastliðinn. Myndin til hægri, af sama svæði var tekin 14. janúar. 1,5 milljón manns hafast nú við í borginni. Planet Labs PBC/AP Palestínskir flóttamenn og aðrir íbúar í Rafah á suðurhluta Gasa eru gríðarlega óttaslegnir í aðdraganda innrásar Ísraelshers. Harðar loftárásir hersins hafa dunið á borginni síðustu daga. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að meira en helmingur íbúa Gasa hafist nú við í tjöldum í borginni. Áður bjuggu 250 þúsund manns í borginni en loftmyndir þaðan sýna hvernig hver einasti auði blettur er nú þakinn tjöldum flóttafólks. Ísraelsmenn lýstu því yfir í síðustu viku að þeir hygðust gera innrás inn í borgina. „Algengasta spurningin sem maður heyrir einfaldlega er, hvert getum við farið?“ hefur breska ríkisútvarpið eftir Ahmed Abuibaid, lækni og íbúa í Rafa borg. Hann segir íbúa og flóttamenn í borginni gríðarlega óttaslegna, þá hafi loftárásir Ísraela verið þær verstu sem hann man eftir. Vinni að sex vikna vopnahléi Áður hefur Benjamín Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, fullyrt að verið sé að vinna áætlun um það hvernig almennum borgurum verði hleypt á svæði norður af Rafah. Hann segir ekki koma til greina að láta staðar numið. „Sigur er innan seilingar. Þeir sem segja að við ættum ekki að fara inn í Rafah eru í raun að segja, „tapið stríðinu, skiljið Hamas þar eftir.“ Alþjóðasamfélagið hefur hvatt Ísraela til að láta ekki verða af innrás sinni inn í Rafah borg. Joe Biden, Bandaríkjaforseti, hefur hvatt Ísraela til að láta ekki verða af innrás sinni nema öryggi almennra borgara verði tryggt. Þá hefur BBC eftir Biden að bandarísk stjórnvöld vinni að því að fá deiluaðila til að samþykkja vopnahlé sem hann voni að muni vara í hið minnsta sex vikur. Hamas samtökin verði fengin til að sleppa gíslum sem samtökin tóku í mannskæðri árás í suðurhluta Ísrael þann 7. október og tímabundnu vopnahléi þar með vonandi komið á. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Sjá meira
Breska ríkisútvarpið greinir frá því að meira en helmingur íbúa Gasa hafist nú við í tjöldum í borginni. Áður bjuggu 250 þúsund manns í borginni en loftmyndir þaðan sýna hvernig hver einasti auði blettur er nú þakinn tjöldum flóttafólks. Ísraelsmenn lýstu því yfir í síðustu viku að þeir hygðust gera innrás inn í borgina. „Algengasta spurningin sem maður heyrir einfaldlega er, hvert getum við farið?“ hefur breska ríkisútvarpið eftir Ahmed Abuibaid, lækni og íbúa í Rafa borg. Hann segir íbúa og flóttamenn í borginni gríðarlega óttaslegna, þá hafi loftárásir Ísraela verið þær verstu sem hann man eftir. Vinni að sex vikna vopnahléi Áður hefur Benjamín Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, fullyrt að verið sé að vinna áætlun um það hvernig almennum borgurum verði hleypt á svæði norður af Rafah. Hann segir ekki koma til greina að láta staðar numið. „Sigur er innan seilingar. Þeir sem segja að við ættum ekki að fara inn í Rafah eru í raun að segja, „tapið stríðinu, skiljið Hamas þar eftir.“ Alþjóðasamfélagið hefur hvatt Ísraela til að láta ekki verða af innrás sinni inn í Rafah borg. Joe Biden, Bandaríkjaforseti, hefur hvatt Ísraela til að láta ekki verða af innrás sinni nema öryggi almennra borgara verði tryggt. Þá hefur BBC eftir Biden að bandarísk stjórnvöld vinni að því að fá deiluaðila til að samþykkja vopnahlé sem hann voni að muni vara í hið minnsta sex vikur. Hamas samtökin verði fengin til að sleppa gíslum sem samtökin tóku í mannskæðri árás í suðurhluta Ísrael þann 7. október og tímabundnu vopnahléi þar með vonandi komið á.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Sjá meira