Ást sem kom á hárréttum tíma Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 14. febrúar 2024 07:00 Þórunn Salka frumsýnir hér tónlistarmyndband við lagið sitt Sumar í febrúar. Sigríður Margrét „Þetta er fyrsta lagið sem ég gef út sem fjallar ekki um erfiðar tilfinningar og því þykir mér extra vænt um það,“ segir tónlistarkonan Þórunn Salka sem var að senda frá sér lagið Sumar í febrúar. Hún frumsýnir hér tónlistarmyndband við lagið á degi ástarinnar, Valentínusardeginum. Hér má sjá myndbandið: Klippa: Þórunn Salka - Sumar í febrúar Bjartari tímar eftir dimm tímabil Þetta er fyrsta lagið sem Þórunn Salka gefur út á íslensku en er hennar þriðja smáskífa. „Ég hef verið að semja bæði á íslensku, ensku og dönsku. Íslenska er ótrúlega fallegt tungumál og mér finnst mjög gaman að semja á íslensku. Lagið er áminning fyrir sjálfa mig að það koma bjartari tímar eftir dimm tímabil. Laginu má líkja við ástarbréf og fjallar um þær tilfinningar sem ég upplifði í upphafi nýs sambands. Ég var nýbúin að vinna úr áfalli og áfallastreituröskun. Þessi ást kom á hárréttum tíma þegar ég var búin að vinna í sjálfri mér. Hlýjan og kærleikurinn á þessum tíma gerði það að verkum að mér leið eins og það væri sumar um hávetur. Það þýðir ekki að það þurfi ástarsamband til þess að það gerist en ég var nýbúin í mikilli sjálfsvinnu þegar ég loksins leyfði mér að vera opin fyrir ást. Andstæðurnar í árstíðunum eru einnig eins konar merki um að það sé hægt að finna fyrir jákvæðum tilfinningum í myrkum aðstæðum, fyrir mér snýst þetta um að líða vel í eigin skinni.“ View this post on Instagram A post shared by thorunnsalka (@thorunnsalka) Gaman að syngja á íslensku Þórunn Salka samdi lagið fyrir þremur árum síðan, það er að segja textann og hljómana. Hún vann svo lagið áfram með Kaktusi Einarssyni sem pródúseraði lagið. „Þetta er fyrsta lagið sem ég gef út sem fjallar ekki um erfiðar tilfinningar og því þykir mér extra vænt um það. Þetta er líka fyrsta lagið sem ég gef út á íslensku, en ég hef verið að semja bæði á íslensku, ensku og dönsku. Íslenska er ótrúlega fallegt tungumál og mér finnst mjög gaman að semja á íslensku.“ Hún sótti innblásturinn meðal annars í það hversu mikið veðurfar getur haft áhrif á hana. „Lægðirnar geta haft áhrif á andlegu lægðirnar mína. Það er því kaldhæðnislegt að búa á Íslandi. Ég á afmæli á sumrin og mér líður alltaf vel í hita. En þetta snýst fyrst og fremst um að líða vel í sjálfri sér, þá ætti veðrið eða aðrir þættir ekki að hafa mikil áhrif á mann. Það er fyrst og fremst boðskapurinn með laginu. Þrátt fyrir að innblásturinn komi frá ást þá hef ég líka verið að fá skilaboð frá hlustendum sem tengja við lagið á annan hátt. Til dæmis að þau urðu foreldrar í febrúar eða tengja einfaldlega við jákvæða sólargeisla í febrúar. Mér þykir mjög vænt um það.“ Sumar í febrúar fjallar meðal annars um ástina en Þórunni Sölku þykir vænt um að fólk geti tengt við það á sinn eigin hátt. Sigríður Margrét „Þurfum öll smá sumar í febrúar“ Í texta lagsins er að finna mikið af andstæðum og segir Þórunn Salka að hugmyndin hafi verið að koma því til skila í tónlistarmyndbandinu og myndefninu. „Þess vegna er ég til dæmis með blóm í snjó. Það sama má segja um klæðnaðinn en ég var í skærgrænum jakka við hvítan klæðnað. Hér var ég að ímynda mér að jakkinn væri grænn eins og sumarið og restin af klæðnaðinum hvítur eins og snjórinn. Við tókum upp á sólríkum degi sem beintengist andstæðunum sem ég er að reyna að túlka. Það er skemmtileg tilviljun að það er búið að vera met í sólríkum dögum eftir að ég gaf út lagið. Ég held við getum öll verið sammála um að við þurfum smá sumar í febrúar.“ Þórunn Salka og Sigríður Margrét léku sér með andstæður í myndbandinu. Sigríður Margrét Vann myndbandið með góðri vinkonu Myndbandið er skotið á gamalli digital myndavél frá árinu 2000. „Ég er mjög hrifin af upptökum frá þeim tíma. Tímabilið er nostalgískt og ég vildi vekja þær tilfinningar upp með myndbandinu. Þessi tími og þessar hlýju minningar frá því þegar maður var yngri og hafði ekki miklar áhyggjur af hlutunum, allavega ekki þessum stóru málum eins og að borga reikninga og svo framvegis. Sigríður Margrét kær vinkona mín skaut myndefnið og treysti ég henni 100% fyrir sýninni minni. Ég þurfti ekki að leikstýra henni, hún veit nákvæmlega hvaða skot eru falleg og er ótrúleg flink í því sem hún gerir. Við kynntumst í Kaupmannahöfn en við vorum í sama námi í brand design í KEA. Við höfum haldið góðu sambandi síðan þá og vinnum saman í dag. Ég er oftast á bak við myndavélina í vinnunni og get því verið feimin að vera fyrir framan hana. Það er því ótrúlega dýrmætt að vinna með einhverjum sem þekkir mann svona vel,“ segir Þórunn Salka að lokum. Tónlist Geðheilbrigði Tengdar fréttir „Langar að minna þolendur á að þetta er aldrei ykkur að kenna“ „Í rauninni er boðskapurinn með þessu lagi að það skiptir engu máli hverju þú klæðist, hvernig þú hagar þér eða hvað þú ert að gera. Þetta er aldrei þér að kenna,“ segir söngkonan Þórunn Salka. Hún var að senda frá sér sitt fyrsta lag, Freedom, þar sem hún tjáir sig um kynferðisofbeldi sem hún varð fyrir í Los Angeles fyrir þremur árum. Blaðamaður hitti hana í kaffi og fékk að heyra nánar frá laginu og lífinu. 21. júlí 2023 07:00 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Hér má sjá myndbandið: Klippa: Þórunn Salka - Sumar í febrúar Bjartari tímar eftir dimm tímabil Þetta er fyrsta lagið sem Þórunn Salka gefur út á íslensku en er hennar þriðja smáskífa. „Ég hef verið að semja bæði á íslensku, ensku og dönsku. Íslenska er ótrúlega fallegt tungumál og mér finnst mjög gaman að semja á íslensku. Lagið er áminning fyrir sjálfa mig að það koma bjartari tímar eftir dimm tímabil. Laginu má líkja við ástarbréf og fjallar um þær tilfinningar sem ég upplifði í upphafi nýs sambands. Ég var nýbúin að vinna úr áfalli og áfallastreituröskun. Þessi ást kom á hárréttum tíma þegar ég var búin að vinna í sjálfri mér. Hlýjan og kærleikurinn á þessum tíma gerði það að verkum að mér leið eins og það væri sumar um hávetur. Það þýðir ekki að það þurfi ástarsamband til þess að það gerist en ég var nýbúin í mikilli sjálfsvinnu þegar ég loksins leyfði mér að vera opin fyrir ást. Andstæðurnar í árstíðunum eru einnig eins konar merki um að það sé hægt að finna fyrir jákvæðum tilfinningum í myrkum aðstæðum, fyrir mér snýst þetta um að líða vel í eigin skinni.“ View this post on Instagram A post shared by thorunnsalka (@thorunnsalka) Gaman að syngja á íslensku Þórunn Salka samdi lagið fyrir þremur árum síðan, það er að segja textann og hljómana. Hún vann svo lagið áfram með Kaktusi Einarssyni sem pródúseraði lagið. „Þetta er fyrsta lagið sem ég gef út sem fjallar ekki um erfiðar tilfinningar og því þykir mér extra vænt um það. Þetta er líka fyrsta lagið sem ég gef út á íslensku, en ég hef verið að semja bæði á íslensku, ensku og dönsku. Íslenska er ótrúlega fallegt tungumál og mér finnst mjög gaman að semja á íslensku.“ Hún sótti innblásturinn meðal annars í það hversu mikið veðurfar getur haft áhrif á hana. „Lægðirnar geta haft áhrif á andlegu lægðirnar mína. Það er því kaldhæðnislegt að búa á Íslandi. Ég á afmæli á sumrin og mér líður alltaf vel í hita. En þetta snýst fyrst og fremst um að líða vel í sjálfri sér, þá ætti veðrið eða aðrir þættir ekki að hafa mikil áhrif á mann. Það er fyrst og fremst boðskapurinn með laginu. Þrátt fyrir að innblásturinn komi frá ást þá hef ég líka verið að fá skilaboð frá hlustendum sem tengja við lagið á annan hátt. Til dæmis að þau urðu foreldrar í febrúar eða tengja einfaldlega við jákvæða sólargeisla í febrúar. Mér þykir mjög vænt um það.“ Sumar í febrúar fjallar meðal annars um ástina en Þórunni Sölku þykir vænt um að fólk geti tengt við það á sinn eigin hátt. Sigríður Margrét „Þurfum öll smá sumar í febrúar“ Í texta lagsins er að finna mikið af andstæðum og segir Þórunn Salka að hugmyndin hafi verið að koma því til skila í tónlistarmyndbandinu og myndefninu. „Þess vegna er ég til dæmis með blóm í snjó. Það sama má segja um klæðnaðinn en ég var í skærgrænum jakka við hvítan klæðnað. Hér var ég að ímynda mér að jakkinn væri grænn eins og sumarið og restin af klæðnaðinum hvítur eins og snjórinn. Við tókum upp á sólríkum degi sem beintengist andstæðunum sem ég er að reyna að túlka. Það er skemmtileg tilviljun að það er búið að vera met í sólríkum dögum eftir að ég gaf út lagið. Ég held við getum öll verið sammála um að við þurfum smá sumar í febrúar.“ Þórunn Salka og Sigríður Margrét léku sér með andstæður í myndbandinu. Sigríður Margrét Vann myndbandið með góðri vinkonu Myndbandið er skotið á gamalli digital myndavél frá árinu 2000. „Ég er mjög hrifin af upptökum frá þeim tíma. Tímabilið er nostalgískt og ég vildi vekja þær tilfinningar upp með myndbandinu. Þessi tími og þessar hlýju minningar frá því þegar maður var yngri og hafði ekki miklar áhyggjur af hlutunum, allavega ekki þessum stóru málum eins og að borga reikninga og svo framvegis. Sigríður Margrét kær vinkona mín skaut myndefnið og treysti ég henni 100% fyrir sýninni minni. Ég þurfti ekki að leikstýra henni, hún veit nákvæmlega hvaða skot eru falleg og er ótrúleg flink í því sem hún gerir. Við kynntumst í Kaupmannahöfn en við vorum í sama námi í brand design í KEA. Við höfum haldið góðu sambandi síðan þá og vinnum saman í dag. Ég er oftast á bak við myndavélina í vinnunni og get því verið feimin að vera fyrir framan hana. Það er því ótrúlega dýrmætt að vinna með einhverjum sem þekkir mann svona vel,“ segir Þórunn Salka að lokum.
Tónlist Geðheilbrigði Tengdar fréttir „Langar að minna þolendur á að þetta er aldrei ykkur að kenna“ „Í rauninni er boðskapurinn með þessu lagi að það skiptir engu máli hverju þú klæðist, hvernig þú hagar þér eða hvað þú ert að gera. Þetta er aldrei þér að kenna,“ segir söngkonan Þórunn Salka. Hún var að senda frá sér sitt fyrsta lag, Freedom, þar sem hún tjáir sig um kynferðisofbeldi sem hún varð fyrir í Los Angeles fyrir þremur árum. Blaðamaður hitti hana í kaffi og fékk að heyra nánar frá laginu og lífinu. 21. júlí 2023 07:00 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
„Langar að minna þolendur á að þetta er aldrei ykkur að kenna“ „Í rauninni er boðskapurinn með þessu lagi að það skiptir engu máli hverju þú klæðist, hvernig þú hagar þér eða hvað þú ert að gera. Þetta er aldrei þér að kenna,“ segir söngkonan Þórunn Salka. Hún var að senda frá sér sitt fyrsta lag, Freedom, þar sem hún tjáir sig um kynferðisofbeldi sem hún varð fyrir í Los Angeles fyrir þremur árum. Blaðamaður hitti hana í kaffi og fékk að heyra nánar frá laginu og lífinu. 21. júlí 2023 07:00