Setja á herskyldu til að snúa vörn í sókn Samúel Karl Ólason skrifar 14. febrúar 2024 15:51 Fregnir hafa borist af því að ungir menn hafi verið þvingaðir til að ganga til liðs við herinn í Mjanmar. AP/Aung Shine Oo Herforingjastjórn Mjanmar stefnir að því að koma á herskyldu í landinu. Hernum hefur gengið illa gegn uppreisnarhópum sem hafa sótt fram víða um landið á undanförnum mánuðum. Uppreisnarhópar þessir hafa tekið höndum saman gegn herforingjastjórninni og unnið margra sigra. Þá hefur forsvarsmönnum hersins gengið illa að fá nýtt fólk í herinn. Herforingjastjórnin virðist ætla að reyna að breyta stöðunni með herskyldu. Ungir menn og konur verða skuldbundin til að ganga til liðs við herinn og uppgjafahermenn verða einnig kallaðir til herskyldu, samkvæmt frétt Reuters. Herforingjastjórnin tók völdin árið 2021. Þá héldu yfirmenn hersins því fram að umfangsmikið kosningasvindl hefði átt sér stað í kosningum sem haldnar voru í nóvember 2020. Flokkur Aung San Suu Kyi, fyrrverandi leiðtoga landsins, vann mikinn sigur í þessum kosningum en herforingjastjórnin hefur aldrei fært sannanir fyrir ásökunum um svindl. Umfangsmikil mótmæli fóru fram eftir valdaránið en þeim var mætt af mikilli hörku og voru fjölmargir mótmælendur skotnir til bana af hermönnum. Í kjölfarið voru nokkrir uppreisnarhópar myndaðir í Mjanmar. Margir þessara hópa hafa tekið höndum saman við betur búna og þjálfaða uppreisnarhópa í norðurhluta landsins sem hafa barist fyrir auknu sjálfræði í áratugi. #Myanmar : Karenni resistance forces have captured the town of Shadaw in #Kayah state.Shadaw is now the second township in the state to fully be liberated by the resistance.Source: https://t.co/LDDz11ZyBY pic.twitter.com/ePxtDAVrEu— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) February 13, 2024 Saman hafa þessir hópar unnið hvern sigur á fætur öðrum gegn hernum. Í lok janúar var talið að uppreisnarmenn hefðu tekið í það minnsta 35 bæi af hernum en flestir þeirra hafa verið teknir nærri landamærum Kína í norðausturhluta landsins. Leiðtogar herforingjastjórnarinnar endurvirkjuðu um síðustu helgi gömul lög um að menn á aldrinum átján til 35 ára og konur frá átján til 27 ára gamlar gætu verið kölluð í herinn í allt að tvö ár eða í allt að fimm ár sé neyðarástand í gildi, eins og núna. Þessi herskylda átti að hefjast aftur í apríl. Lögin voru samin árið 2010 en tóku aldrei gildi fyrr en núna. Stjórnarandstaða Mjanmar hélt því fram í nóvember að rúmlega fjórtán þúsund hermenn hefðu gefist upp í hendur uppreisnarmanna. Sjá einnig: Hermenn sagðir gefast upp í massavís AP fréttaveitan hefur eftir talsmanni herforingjastjórnarinnar að með þessari breytingu vilji stjórnendur landsins færa ábyrgðina á öryggi landsins í hendur almennings. Hún eigi að vera á allra ábyrgð en ekki bara á ábyrgð hermanna. Þá hafa að undanförnu borist fregnir af því að ungir menn hafi verið þvingaðir til að ganga til liðs við herinn. Mjanmar Hernaður Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Sjá meira
Uppreisnarhópar þessir hafa tekið höndum saman gegn herforingjastjórninni og unnið margra sigra. Þá hefur forsvarsmönnum hersins gengið illa að fá nýtt fólk í herinn. Herforingjastjórnin virðist ætla að reyna að breyta stöðunni með herskyldu. Ungir menn og konur verða skuldbundin til að ganga til liðs við herinn og uppgjafahermenn verða einnig kallaðir til herskyldu, samkvæmt frétt Reuters. Herforingjastjórnin tók völdin árið 2021. Þá héldu yfirmenn hersins því fram að umfangsmikið kosningasvindl hefði átt sér stað í kosningum sem haldnar voru í nóvember 2020. Flokkur Aung San Suu Kyi, fyrrverandi leiðtoga landsins, vann mikinn sigur í þessum kosningum en herforingjastjórnin hefur aldrei fært sannanir fyrir ásökunum um svindl. Umfangsmikil mótmæli fóru fram eftir valdaránið en þeim var mætt af mikilli hörku og voru fjölmargir mótmælendur skotnir til bana af hermönnum. Í kjölfarið voru nokkrir uppreisnarhópar myndaðir í Mjanmar. Margir þessara hópa hafa tekið höndum saman við betur búna og þjálfaða uppreisnarhópa í norðurhluta landsins sem hafa barist fyrir auknu sjálfræði í áratugi. #Myanmar : Karenni resistance forces have captured the town of Shadaw in #Kayah state.Shadaw is now the second township in the state to fully be liberated by the resistance.Source: https://t.co/LDDz11ZyBY pic.twitter.com/ePxtDAVrEu— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) February 13, 2024 Saman hafa þessir hópar unnið hvern sigur á fætur öðrum gegn hernum. Í lok janúar var talið að uppreisnarmenn hefðu tekið í það minnsta 35 bæi af hernum en flestir þeirra hafa verið teknir nærri landamærum Kína í norðausturhluta landsins. Leiðtogar herforingjastjórnarinnar endurvirkjuðu um síðustu helgi gömul lög um að menn á aldrinum átján til 35 ára og konur frá átján til 27 ára gamlar gætu verið kölluð í herinn í allt að tvö ár eða í allt að fimm ár sé neyðarástand í gildi, eins og núna. Þessi herskylda átti að hefjast aftur í apríl. Lögin voru samin árið 2010 en tóku aldrei gildi fyrr en núna. Stjórnarandstaða Mjanmar hélt því fram í nóvember að rúmlega fjórtán þúsund hermenn hefðu gefist upp í hendur uppreisnarmanna. Sjá einnig: Hermenn sagðir gefast upp í massavís AP fréttaveitan hefur eftir talsmanni herforingjastjórnarinnar að með þessari breytingu vilji stjórnendur landsins færa ábyrgðina á öryggi landsins í hendur almennings. Hún eigi að vera á allra ábyrgð en ekki bara á ábyrgð hermanna. Þá hafa að undanförnu borist fregnir af því að ungir menn hafi verið þvingaðir til að ganga til liðs við herinn.
Mjanmar Hernaður Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Sjá meira