Lífið

Amma felldi tár yfir nöfnu sinni

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Svava Kristín Grétarsdóttir ræddi ferlið að verða ólétt þegar hún var komin fimm mánuði á leið. Það reyndist allt annað en auðvelt.
Svava Kristín Grétarsdóttir ræddi ferlið að verða ólétt þegar hún var komin fimm mánuði á leið. Það reyndist allt annað en auðvelt. vísir/ívar

Svava Kristín Grétarsdóttir, íþróttafréttamaður á Stöð 2 og Vestmannaeyingur, upplýsti um nafn dóttur innar nýfæddu um helgina. Sú stutta fékk nafnið Andrea Kristný Gretars við hátíðlega athöfn.

Svava Kristín ákvað að hætta að bíða eftir hinum eina rétta til að eignast barn og nýtti tæknina til þess. Ferlið var að mörgu leyti erfitt en útkoman algjörlega dásamleg.

Lítil stúlka kom í heiminn með bráðakeisara þann 14. janúar eftir langa og erfiða fæðingu. Mánuði síðar er hún komin með nafn.

„Andrea Kristný Gretars var loka niðurstaða. Það komu nokkur tár hjá ömmu Kristný og afi Gretar var mjög stoltur að Andrea verði kennd við afa sinn,“ segir Svava Kristín.

Hún ræddi ferlið að verða ólétt sem tókst eftir nokkrar tilraunir með aðstoð fyrirtækisins Livio í Íslandi í dag á Stöð 2 síðastliðið haust.

Hún lýsti slæmri reynslu af Livio þar sem samskiptaleysi og skortur af upplýsingum hafi einkennt ferlið frá upphafi.

„Ég veit að starfsfólkið vill vel en engin samkeppni á markaðnum gerir það að verkum að fólk vandar sig síður að mínu mati og þyrfti að gera betur,“ sagði Svava Kristín.

Fleiri frásagnir bárust tengdar Livio sem hefur lofað bót og betrun síðan.


Tengdar fréttir

„Skyndilega varð allt þess virði“

Svava Kristín Grétarsdóttir íþróttafréttakona eignaðist stúlku 14. janúar síðastliðinn. Fæðingin var löng og erfið og var ákveðið að koma stúlkunni í heiminn með bráðakeisara.

„Það er okkar ein­lægi vilji að gera betur“

Yfirlæknir Livio segir reynslusögur kvenna af slæmri þjónustu fyrirtækisins teknar alvarlega og að þær verði notaðar sem hvati til að gera betur. Meðferðirnar séu krefjandi og oftar en ekki þurfi að endurtaka þær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×