True Detective: Draugagangur á Dalvík Heiðar Sumarliðason skrifar 6. mars 2024 07:48 Draugar á Dalvík. Fjórða þáttaröð True Detective hefur nú runnið sitt skeið og allir sex þættirnir komnir í spilara Stöðvar 2+. Skoðanir hafa verið skiptar um þetta True Detective innlegg mexíkóska leikstjórans Issa López, svo mikið að legið hefur við netóeirðum á Twitter (X) og Instagram. Deilurnar sem sprottið hafa upp í netheimum snúa að þeirri staðreynd að höfundur fyrstu þriggja þáttaraðanna, Nic Pizzolatto, hefur sagt skilið við seríuna og fyrrnefnd López tekið við kyndlinum - og ekki eru allir á eitt sáttir við útkomuna. Aðdáendur fyrstu þáttaraðanna hafa verið ansi duglegir að láta neikvæðar skoðanir sínar í ljós á samfélagsmiðlum, á meðan aðrir eru hrifnir: Dæmi um ólík viðbrögð við lokaþættinum á Twitter-síðu þáttarins. Aldrei birtist Ólafur Darri, en Jodie mætti í Hreyfingu Áður en þessi nýja þáttaröð - sem hefur undirtitilinn Night Country - hóf göngu, hafði ég engar sérstakar skoðanir á True Detective. Ég byrjaði að horfa á fyrstu þáttaröðina þegar hún var frumsýnd árið 2014, sennilega eingöngu af því mig langaði að sjá Ólafi Darra bregða fyrir. Þegar hann hafði svo ekki birst í öðrum þætti gafst ég upp (kom svo á daginn að hlutverk hans er óverulegt, þó dauðdagi persónu hans sé að vísu flottur). Önnur þáttaröð er hátíð í samanburði við þá fjórðu. Það næsta sem ég heyrði af True Detective var slæmt umtal um aðra þáttaröðina, lét ég því áhorf á hana eiga sig. Eftir það pældi ég lítið sem ekkert í þessu True Detective fyrirbæri. Þ.e.a.s. þar til vinur minn sendi mér skilaboð og sagði að Jodie Foster væri að teygja við hliðina á honum í Hreyfingu. True Detective gengið hafði sum sé svo gott sem komið sér fyrir í garðinum heima hjá mér. Mér fannst ég því knúinn til að horfa og þegar fyrsti þáttur Night Country var loks frumsýndur tók ég á mig rögg og horfði á allar þáttaraðirnar meðfram vikulegu áhorfi á hið nýja True Detective innlegg. Er raunverulega kynjastríð? Þessi áður karllæga þáttaröð er nú skrifuð af konu og aðalhlutverkin tvö einnig í höndum kvenna. Umræðan um Night Country hefur því miður einkennst af skotgrafahernaði á víglínu samfélagsmiðla og þeir sem gagnrýna þáttaröðina sakaðir um kvenfyrirlitningu. Ég frábið mér að vera dreginn inn í slíka umræðu, mér gæti ekki verið meira sama um hvers kyns sá/sú/það er sem skrifar, leikstýrir og leikur í því sjónvarpsefni sem ég horfi á. Ég er bara að horfa á sögur af fólki, sögur sem annað hvort ná mér eða ekki. En náði Night Country mér? Snjallsímaprófið Einfaldasta leiðin til að meta sjónvarpsefni er snjallsímaprófið; slæðist höndin í áttina að símanum á meðan áhorfi stendur? True Detective-þáttaraðir eitt og þrjú stóðust það próf með bravúr. Þáttaröð tvö var ívið erfiðari, hún var lengi í gang en náði mér þó í fjórða þætti og eftir það hélt hún áhuga mínum, þó ekki jafn vel og þáttaraðir eitt og þrjú. Þessi fjórða þáttaröð náði mér hins vegar aldrei; ekki á nokkrum tímapunkti fjárfesti ég í framvindunni eða persónunum og fannst hún oft jaðra við að vera leiðinleg. Ólíkt mörgum þeirra lyklaborðsstríðsmanna sem hafa gagnrýnt Night Country er ég alveg laus við einhvers konar True Detective púritanisma, því áður en ég hóf áhorfið þekkti ég ekki einu sinni nafnið Nic Pizzolatto og hafði ekki hugmynd um að þetta væri fyrsta þáttaröðin sem hann skrifaði ekki. Það var ekki fyrr en ég var hálfnaður með Night Country, búinn með fyrstu þáttaröðina, og langt kominn með þá þriðju, að ég fór að lesa mér til um Pizzolatto, tilurð True Detective og þá staðreynd að hann kom ekki nálægt gerð Night Country. Eftir að hafa þrælað mér í gegnum hvern einasta True Detective þátt er niðurstaða mín sú að Nic Pizzolatto er hreinlega mun betri höfundur en Issa López. Hann er snillingur í því að framkalla samsömun áhorfenda með fráhrindandi fólki, sem aðalpersónur True Detective-seríanna eru ávallt. Að skapa slíka samsömun er alls ekki auðvelt verk og ansi margt sem höfundur þarf að hafa í vopnabúrinu til að þannig persónugallerí virki en Pizzolatto er vel vopnum búinn. Einnig er hann frábær í strúktúr, þ.e.a.s. hvenær og hvernig hann lætur upplýsingar og atvik koma fram. Hann gefur áhorfendum réttu molana, á réttum tíma, í réttu magni, til að byggja upp eftirvæntingu, hvort sem er í hinu stóra samhengi framvindunnar eða innan senanna sjálfra. Sem höfundur kemst López því miður ekki með tærnar þar sem Pizzolatto hefur hælana. Aðalpersónurnar hennar tvær eru fráhrindandi, sem persónur fyrstu þriggja seríanna eru einnig, en ólíkt sköpunarverkum Pizzolatto eru persónur López mjög óáhugaverðar. Það er vandmeðfarið að skrifa í þessum stíl, allt þarf að ganga upp en hér vantar of mörg þeirra innihaldsefna sem til þarf. Stenst ekki samanburðinn við mömmu Aftur á móti er mjög ósanngjarnt að Issa López, sem er að gera sitt allra besta, hafi skugga Pizzolatto hangandi yfir sér. Það mætti líkja henni við nýbakaða stjúpmóður; það er alveg sama hvað hún gerir, hún stenst aldrei samanburðinn við mömmu. Hún ristar brauðið of mikið, setur ekki nóg smjör, sker ostinn of þykkt og setur tvær teskeiðar af Nesquick í stað þriggja út í mjólkina. Til að bæta gráu ofan á svart er mamma á kantinum að tjá sig um hversu vonlaus nýja konan hans pabba er en Nic Pizzolatto hefur verið ófeiminn við að tjá sig um hve lítið honum þykir til Night Country koma. Pizzolatto opnaði á umræðu um Night Country á Instagram síðu sinni, en öll innlegg virðast nú horfin. Þessi gagnrýni Pizzolatto er hins vegar frekar ósmekkleg. Hvað hann segir í einkasamtölum um Night Country er hans mál en með því að gagnrýna þáttaröðina opinberlega lítur hann út eins og - og hér ætla ég að nota eftirlætis orð þýðanda annarrar þáttaraðar True Detective - grjónapungur. Óræð fyrri samskipti Burtséð frá því er ég að mestu sammála gagnrýni Pizzolatto, því López tekur ótal furðulegar ákvarðanir en stærsti feill hennar liggur mögulega í breytingu sem hún gerir á formúlu Pizzolatto. Í fyrri þáttaröðum leiða saman hesta sína lögreglufólk sem þekkist lítið sem ekkert. Það er engin forsaga, engar gamlar syndir sem þarf að gera upp, heldur sjáum við syndir framdar og sambönd verða til. Night Country dembir okkur hins vegar beint inn í framvindu sem nú þegar er hafin. Öll sambönd eru fastmótuð og glappaskotin þegar framin. Í stað þess að leyfa okkur að upplifa mikilvægasta prívat dramað á sama tíma og persónurnar, erum við áhorfendur þau einu sem eru í myrkrinu (fyrir utan hið bókstaflega alltumlykjandi myrkur). Heillengi fylgjumst við með tveimur aðalpersónum sem eru í fýlu út í hvor aðra, án þess að við skiljum hvers vegna, og samskipti þeirra því í lágmarki. Þetta er ekki áhugaverð framsetning og með því eru áhorfendur sviknir um þá fótfestu sem „rauntímaafhjúpun“ fyrri þáttaraða bauð upp á. Í True Detective-þáttaröðum Pizzolatto voru aldrei óljós fyrri samskipti lögreglumanna mystería sem einblínt var á, sakamálið sjálft var hinn áhugaverði leyndardómur og spruttu samskiptin að mestu upp úr því. Þau fortíðarmál sem höfðu áhrif á gjörðir og andlegt ástand persónanna höfðu ekkert beint með rannsóknina sjálfa að gera og fengu aldrei að taka yfir framvinduna. Woody Harrelson og Matthew McConaughey í hlutverkum sínum í fyrstu þáttaröðinni. Í fyrstu þáttaröðinni var okkur boðið upp á ótrúlega hrollvekjandi morð og möguleikann á að raðmorðingi væri á sveimi, sem gaf rannsókn félaganna ósamstæðu meiri skriðþunga og raunverulega yfirvofandi ógn. Þriðja þáttaröðin fjallaði um leit að ungum systkinum sem var rænt, og það sem var í húfi því augljóst og samhygðin innbyggð í umfjöllunarefnið. Önnur þáttaröðin náði ekki sömu hæðum og númer eitt og þrjú. Það er vegna sjálfs sakamálsins, sem snýr að morði á kaupsýslumanni, sem eitt og sér verður til þess að þáttaröðin nær ekki að skapa taug milli áhorfenda og framvindunnar fyrr en í lok fjórða þáttar. Áhorfendum er í raun sama um þetta morð, því verður sagan ekki jafn áleitin og þegar hún fjallar um að minni máttar er ógnað. Persónur Rachel McAdams og Colin Farrel þekkjast ekkert áður en framvindan hefst. Óáhugavert sakamál Sakamálið í Night Country, dauðdagi vísindamannanna, er hreinlega ekki áhugavert, enda nennir López á löngum tímum ekki einu sinni að sinna því. Til þess að vinna gegn því treður - já, bókstaflega treður - López inn hryllingsmyndaelementum með afturgöngum og yfirnáttúrulegum verum. Þegar á hólminn er komið svíkur hún okkur hins vegar, lætur afturgöngurnar detta dauðar niður, og endar þess í stað á einhverri tilgerðarlegustu lokaafhjúpun sem ég man eftir. Framsetningin þar er gjörsamlega út úr kú og minnir helst á þýskt framúrstefnuleikhús, sem er allt annars konar partí en okkur var boðið í. López byrjar sum sé á að gera lögguhrollvekju, hættir við á miðri leið, breytir alfarið yfir í hefðbundið löggudrama, hendir svo inn dass af þýskri leikhústilgerð á lokasprettinum. Það er í raun ekki heil brú í þessu. López og HBO mislesa gjörsamlega fyrstu þáttaröð True Detective, það er nákvæmlega ekkert yfirnáttúrulegt í henni. Þar höfum við gerendur sem virðast hneigjast til einhvers konar dulspeki en engir eru draugarnir og einu skrímslin eru mennsk. Kvikmynd Issu López frá árinu 2017 var vel tekið. Ég held að þessi hrollvekju áhersla snúi frekar að því að Lopéz sé fengin til að gera Night Country þar sem yfirfólk HBO var hrifið af hrollvekju hennar Tigers Are Not Afraid frá árinu 2017. Mögulega hefur hún verið hvött til þess að vinna með þau hrollvekju element sem henni tókst vel upp með þar. Þau eiga hins vegar ekki heima í True Detective og eru á endanum ekkert annað en blöff. Útkoman er því ósamstæð samsuða sem aldrei nær á flugi. Niðurstaða: Night Country er að mati undirritaðs slappasta True Detective þáttaröðin til þessa. Bíó og sjónvarp Stjörnubíó Tökur á True Detective á Íslandi Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Deilurnar sem sprottið hafa upp í netheimum snúa að þeirri staðreynd að höfundur fyrstu þriggja þáttaraðanna, Nic Pizzolatto, hefur sagt skilið við seríuna og fyrrnefnd López tekið við kyndlinum - og ekki eru allir á eitt sáttir við útkomuna. Aðdáendur fyrstu þáttaraðanna hafa verið ansi duglegir að láta neikvæðar skoðanir sínar í ljós á samfélagsmiðlum, á meðan aðrir eru hrifnir: Dæmi um ólík viðbrögð við lokaþættinum á Twitter-síðu þáttarins. Aldrei birtist Ólafur Darri, en Jodie mætti í Hreyfingu Áður en þessi nýja þáttaröð - sem hefur undirtitilinn Night Country - hóf göngu, hafði ég engar sérstakar skoðanir á True Detective. Ég byrjaði að horfa á fyrstu þáttaröðina þegar hún var frumsýnd árið 2014, sennilega eingöngu af því mig langaði að sjá Ólafi Darra bregða fyrir. Þegar hann hafði svo ekki birst í öðrum þætti gafst ég upp (kom svo á daginn að hlutverk hans er óverulegt, þó dauðdagi persónu hans sé að vísu flottur). Önnur þáttaröð er hátíð í samanburði við þá fjórðu. Það næsta sem ég heyrði af True Detective var slæmt umtal um aðra þáttaröðina, lét ég því áhorf á hana eiga sig. Eftir það pældi ég lítið sem ekkert í þessu True Detective fyrirbæri. Þ.e.a.s. þar til vinur minn sendi mér skilaboð og sagði að Jodie Foster væri að teygja við hliðina á honum í Hreyfingu. True Detective gengið hafði sum sé svo gott sem komið sér fyrir í garðinum heima hjá mér. Mér fannst ég því knúinn til að horfa og þegar fyrsti þáttur Night Country var loks frumsýndur tók ég á mig rögg og horfði á allar þáttaraðirnar meðfram vikulegu áhorfi á hið nýja True Detective innlegg. Er raunverulega kynjastríð? Þessi áður karllæga þáttaröð er nú skrifuð af konu og aðalhlutverkin tvö einnig í höndum kvenna. Umræðan um Night Country hefur því miður einkennst af skotgrafahernaði á víglínu samfélagsmiðla og þeir sem gagnrýna þáttaröðina sakaðir um kvenfyrirlitningu. Ég frábið mér að vera dreginn inn í slíka umræðu, mér gæti ekki verið meira sama um hvers kyns sá/sú/það er sem skrifar, leikstýrir og leikur í því sjónvarpsefni sem ég horfi á. Ég er bara að horfa á sögur af fólki, sögur sem annað hvort ná mér eða ekki. En náði Night Country mér? Snjallsímaprófið Einfaldasta leiðin til að meta sjónvarpsefni er snjallsímaprófið; slæðist höndin í áttina að símanum á meðan áhorfi stendur? True Detective-þáttaraðir eitt og þrjú stóðust það próf með bravúr. Þáttaröð tvö var ívið erfiðari, hún var lengi í gang en náði mér þó í fjórða þætti og eftir það hélt hún áhuga mínum, þó ekki jafn vel og þáttaraðir eitt og þrjú. Þessi fjórða þáttaröð náði mér hins vegar aldrei; ekki á nokkrum tímapunkti fjárfesti ég í framvindunni eða persónunum og fannst hún oft jaðra við að vera leiðinleg. Ólíkt mörgum þeirra lyklaborðsstríðsmanna sem hafa gagnrýnt Night Country er ég alveg laus við einhvers konar True Detective púritanisma, því áður en ég hóf áhorfið þekkti ég ekki einu sinni nafnið Nic Pizzolatto og hafði ekki hugmynd um að þetta væri fyrsta þáttaröðin sem hann skrifaði ekki. Það var ekki fyrr en ég var hálfnaður með Night Country, búinn með fyrstu þáttaröðina, og langt kominn með þá þriðju, að ég fór að lesa mér til um Pizzolatto, tilurð True Detective og þá staðreynd að hann kom ekki nálægt gerð Night Country. Eftir að hafa þrælað mér í gegnum hvern einasta True Detective þátt er niðurstaða mín sú að Nic Pizzolatto er hreinlega mun betri höfundur en Issa López. Hann er snillingur í því að framkalla samsömun áhorfenda með fráhrindandi fólki, sem aðalpersónur True Detective-seríanna eru ávallt. Að skapa slíka samsömun er alls ekki auðvelt verk og ansi margt sem höfundur þarf að hafa í vopnabúrinu til að þannig persónugallerí virki en Pizzolatto er vel vopnum búinn. Einnig er hann frábær í strúktúr, þ.e.a.s. hvenær og hvernig hann lætur upplýsingar og atvik koma fram. Hann gefur áhorfendum réttu molana, á réttum tíma, í réttu magni, til að byggja upp eftirvæntingu, hvort sem er í hinu stóra samhengi framvindunnar eða innan senanna sjálfra. Sem höfundur kemst López því miður ekki með tærnar þar sem Pizzolatto hefur hælana. Aðalpersónurnar hennar tvær eru fráhrindandi, sem persónur fyrstu þriggja seríanna eru einnig, en ólíkt sköpunarverkum Pizzolatto eru persónur López mjög óáhugaverðar. Það er vandmeðfarið að skrifa í þessum stíl, allt þarf að ganga upp en hér vantar of mörg þeirra innihaldsefna sem til þarf. Stenst ekki samanburðinn við mömmu Aftur á móti er mjög ósanngjarnt að Issa López, sem er að gera sitt allra besta, hafi skugga Pizzolatto hangandi yfir sér. Það mætti líkja henni við nýbakaða stjúpmóður; það er alveg sama hvað hún gerir, hún stenst aldrei samanburðinn við mömmu. Hún ristar brauðið of mikið, setur ekki nóg smjör, sker ostinn of þykkt og setur tvær teskeiðar af Nesquick í stað þriggja út í mjólkina. Til að bæta gráu ofan á svart er mamma á kantinum að tjá sig um hversu vonlaus nýja konan hans pabba er en Nic Pizzolatto hefur verið ófeiminn við að tjá sig um hve lítið honum þykir til Night Country koma. Pizzolatto opnaði á umræðu um Night Country á Instagram síðu sinni, en öll innlegg virðast nú horfin. Þessi gagnrýni Pizzolatto er hins vegar frekar ósmekkleg. Hvað hann segir í einkasamtölum um Night Country er hans mál en með því að gagnrýna þáttaröðina opinberlega lítur hann út eins og - og hér ætla ég að nota eftirlætis orð þýðanda annarrar þáttaraðar True Detective - grjónapungur. Óræð fyrri samskipti Burtséð frá því er ég að mestu sammála gagnrýni Pizzolatto, því López tekur ótal furðulegar ákvarðanir en stærsti feill hennar liggur mögulega í breytingu sem hún gerir á formúlu Pizzolatto. Í fyrri þáttaröðum leiða saman hesta sína lögreglufólk sem þekkist lítið sem ekkert. Það er engin forsaga, engar gamlar syndir sem þarf að gera upp, heldur sjáum við syndir framdar og sambönd verða til. Night Country dembir okkur hins vegar beint inn í framvindu sem nú þegar er hafin. Öll sambönd eru fastmótuð og glappaskotin þegar framin. Í stað þess að leyfa okkur að upplifa mikilvægasta prívat dramað á sama tíma og persónurnar, erum við áhorfendur þau einu sem eru í myrkrinu (fyrir utan hið bókstaflega alltumlykjandi myrkur). Heillengi fylgjumst við með tveimur aðalpersónum sem eru í fýlu út í hvor aðra, án þess að við skiljum hvers vegna, og samskipti þeirra því í lágmarki. Þetta er ekki áhugaverð framsetning og með því eru áhorfendur sviknir um þá fótfestu sem „rauntímaafhjúpun“ fyrri þáttaraða bauð upp á. Í True Detective-þáttaröðum Pizzolatto voru aldrei óljós fyrri samskipti lögreglumanna mystería sem einblínt var á, sakamálið sjálft var hinn áhugaverði leyndardómur og spruttu samskiptin að mestu upp úr því. Þau fortíðarmál sem höfðu áhrif á gjörðir og andlegt ástand persónanna höfðu ekkert beint með rannsóknina sjálfa að gera og fengu aldrei að taka yfir framvinduna. Woody Harrelson og Matthew McConaughey í hlutverkum sínum í fyrstu þáttaröðinni. Í fyrstu þáttaröðinni var okkur boðið upp á ótrúlega hrollvekjandi morð og möguleikann á að raðmorðingi væri á sveimi, sem gaf rannsókn félaganna ósamstæðu meiri skriðþunga og raunverulega yfirvofandi ógn. Þriðja þáttaröðin fjallaði um leit að ungum systkinum sem var rænt, og það sem var í húfi því augljóst og samhygðin innbyggð í umfjöllunarefnið. Önnur þáttaröðin náði ekki sömu hæðum og númer eitt og þrjú. Það er vegna sjálfs sakamálsins, sem snýr að morði á kaupsýslumanni, sem eitt og sér verður til þess að þáttaröðin nær ekki að skapa taug milli áhorfenda og framvindunnar fyrr en í lok fjórða þáttar. Áhorfendum er í raun sama um þetta morð, því verður sagan ekki jafn áleitin og þegar hún fjallar um að minni máttar er ógnað. Persónur Rachel McAdams og Colin Farrel þekkjast ekkert áður en framvindan hefst. Óáhugavert sakamál Sakamálið í Night Country, dauðdagi vísindamannanna, er hreinlega ekki áhugavert, enda nennir López á löngum tímum ekki einu sinni að sinna því. Til þess að vinna gegn því treður - já, bókstaflega treður - López inn hryllingsmyndaelementum með afturgöngum og yfirnáttúrulegum verum. Þegar á hólminn er komið svíkur hún okkur hins vegar, lætur afturgöngurnar detta dauðar niður, og endar þess í stað á einhverri tilgerðarlegustu lokaafhjúpun sem ég man eftir. Framsetningin þar er gjörsamlega út úr kú og minnir helst á þýskt framúrstefnuleikhús, sem er allt annars konar partí en okkur var boðið í. López byrjar sum sé á að gera lögguhrollvekju, hættir við á miðri leið, breytir alfarið yfir í hefðbundið löggudrama, hendir svo inn dass af þýskri leikhústilgerð á lokasprettinum. Það er í raun ekki heil brú í þessu. López og HBO mislesa gjörsamlega fyrstu þáttaröð True Detective, það er nákvæmlega ekkert yfirnáttúrulegt í henni. Þar höfum við gerendur sem virðast hneigjast til einhvers konar dulspeki en engir eru draugarnir og einu skrímslin eru mennsk. Kvikmynd Issu López frá árinu 2017 var vel tekið. Ég held að þessi hrollvekju áhersla snúi frekar að því að Lopéz sé fengin til að gera Night Country þar sem yfirfólk HBO var hrifið af hrollvekju hennar Tigers Are Not Afraid frá árinu 2017. Mögulega hefur hún verið hvött til þess að vinna með þau hrollvekju element sem henni tókst vel upp með þar. Þau eiga hins vegar ekki heima í True Detective og eru á endanum ekkert annað en blöff. Útkoman er því ósamstæð samsuða sem aldrei nær á flugi. Niðurstaða: Night Country er að mati undirritaðs slappasta True Detective þáttaröðin til þessa.
Bíó og sjónvarp Stjörnubíó Tökur á True Detective á Íslandi Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira