Hafa rætt endurkomu en fá þvert nei frá sjónvarpsstjórum landsins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. febrúar 2024 10:08 Örn, Karl Ágúst, Randver, Sigurður og Pálmi voru fastagestir á sjónvarpsskjám landsmanna um árabil. Pálmi Gestsson Líklega hafa fáir fengið sjónvarpsáhorfendur til að skella jafn oft upp úr og fimmmenningarnir í Spaugstofunni. Það vakti því athygli þegar einn þeirra birti mynd af hópnum á Facebook í vikunni. Endurkoma í kortunum? Það var greinilega það sem margir vonuðust eftir. Lítið hefur sést til Ragnars Reykás, Kristjáns Ólafssonar, Boga og Örvars, Boris og Svetlönu eða Geirs og Grana undanfarin ár. Hvað þá mannsins á bak við tjöldin, bílaviðgerðamannsins Krumma, látbragðsleikjakóngsins Dolla, fúla föndrarans, Sigfinns eða matargatsins. Allt ógleymanlegir karakterar. „Hvað er nú í gangi?“ skrifaði Pálmi með myndinni á Facebook og kveikti vonarneista um endurkomu. Aðspurður segir Pálmi ekkert slíkt í kortunum...í bili. Karl Ágúst útskýrði nánar í skriflegu svari við fyrirspurn Mannlífs. „Nei, það er engin endurkoma á plani. Við erum fyrst og síðast góðir vinir og höfum verið í ríflega fjörutíu ár. Þess vegna reynum við að drekka saman kaffi og spjalla eins oft og við getum, þó að annríkið komi stöku sinnum í veg fyrir að það sé hægt,“ sagði Karl Ágúst. „Við höfum að vísu af og til nefnt það hvort einhvers staðar leynist áhugi fyrir endurkomu Spaugstofunnar, en allir sjónvarpsstjórar hafa sagt þvert nei og hreint ekki viljað ræða það nánar. Svo við komum bara hver öðrum til að hlæja og röbbum saman um atburði líðandi stundar okkar á milli. Og auðvitað liðna tíð líka.“ Spaugstofan hóf göngu sína á laugardagskvöldum á RÚV í ársbyrjun 1989 sem 89 á Stöðinnni, svo 90 á stöðinni ári síðar en um var að ræða grínfréttaþátt þar sem Pétur Teitsson, leikinn af Karli Ágústi, var fréttastjóri. Áður en yfir lauk urðu þættirnir alls 472 talsins frá árunum 1989 til 2016. Árið 1992 var gert hlé og fóru nokkrir leikaranna í sjónvarpsþættina Imbakassann. 1996 sneru þeir aftur með Enn eina stöðina sem voru á dagskrá RÚV í þrjú ár en hétu reyndar Stöðvarvík um tíma. Eftir þriggja ára hlé mættu fimmmenningarnir aftur til leiks og nú undir merkjum Spaugstofunnar og störfuðu samfellt til 2010 þegar þeir fluttu sig yfir til Stöðvar 2 og varð nokkur breyting á þáttunum. Þar voru þeir á dagskrá til ársins 2014. Þátturinn hætti þá en Spaugstofan fór á svið með sýninguna „Yfir til þín“ sem er frægur frasi úr þáttum þeirra. Árið 2015 voru sýndir þættirnir Þett' er bara spaug... ... stofan, þar sem saga Spaugstofunnar var rakin í tíu þáttum. 23. janúar 2016 fóru þeir á RÚV með allra síðasta þáttinn sem bar heitið Andspyrnuhreyfingin. Spaugstofuna skipuðu undir það síðasta þeir Karl Ágúst, Pálmi, Sigurður og Örn. Randver var í Spaugstofunni í tæpa tvo áratugi, eða allt til ársins 2007. Randver vakti það ár mikla athygli fyrir auglýsingar með breska grínistanum John Cleese. Spaugstofan gerði mikið grín að stjórnmálum og frægum persónum á Íslandi. Spaugstofan kallaði ekki allt ömmu sína og dansaði á tíðum á línunni. Árið 1996 var Spaugstofan kærð fyrir klám og ári síðar af Ólafi Skúlasyni biskupi fyrir guðlast. Þeir sluppu með refsingu í bæði skiptin en málin vöktu mikla athygli. Vegna útbreiðslu kórónuveirunnar ákvað Spaugstofan að byrja aftur með hlaðvarpsþátt á RÚV á sunnudögum. Þættirnir byrjuðu 29. mars 2020 og hét Móðir menn í kví kví en þar var Randver með í för. Þættirnir urðu fimm talsins og sá síðasti kom út 26. apríl 2020. Spaugstofumenn fengu heiðursverðlaun Eddunar árið 2020. Það ár komst annar kaffihúsafundur þeirra félaga í fréttirnar og þá sagði Pálmi Gestsson þá félaga aldrei hafa verið ferskari. Þeir væru til í allt. Hér að ofan má sjá fjölmörg atriði úr Spaugstofunni eftir að hún færði sig yfir til Stöðvar 2 árið 2010. Hér má sjá fjölmörg atriði til viðbótar. Bíó og sjónvarp Grín og gaman Fjölmiðlar Tengdar fréttir „Þú opnar ekkert munninn núna án þess að móðga einhvern“ „Spaugstofan, hvað er það aftur?“ segir leikarinn Pálmi Gestsson og í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 11. ágúst 2021 16:00 Þau hlutu Edduverðlaunin árið 2020 Edduverðlaunin 2020, uppskeruhátíð íslenska sjónvarps- og kvikmyndaiðnaðarins sem ÍKSA stendur fyrir árlega voru veitt í kvöld. 6. október 2020 21:47 Kaffihúsafundur Spaugstofubræðra vekur athygli: „Aldrei verið ferskari og til í allt“ Spaugstofumennirnir Pálmi Gestsson, Örn Árnason, Randver Þorláksson, Sigurður Sigurjónsson og Karl Ágúst Úlfsson hittust á kaffihúsi í morgun og fóru yfir málin. 10. janúar 2020 13:30 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
Það var greinilega það sem margir vonuðust eftir. Lítið hefur sést til Ragnars Reykás, Kristjáns Ólafssonar, Boga og Örvars, Boris og Svetlönu eða Geirs og Grana undanfarin ár. Hvað þá mannsins á bak við tjöldin, bílaviðgerðamannsins Krumma, látbragðsleikjakóngsins Dolla, fúla föndrarans, Sigfinns eða matargatsins. Allt ógleymanlegir karakterar. „Hvað er nú í gangi?“ skrifaði Pálmi með myndinni á Facebook og kveikti vonarneista um endurkomu. Aðspurður segir Pálmi ekkert slíkt í kortunum...í bili. Karl Ágúst útskýrði nánar í skriflegu svari við fyrirspurn Mannlífs. „Nei, það er engin endurkoma á plani. Við erum fyrst og síðast góðir vinir og höfum verið í ríflega fjörutíu ár. Þess vegna reynum við að drekka saman kaffi og spjalla eins oft og við getum, þó að annríkið komi stöku sinnum í veg fyrir að það sé hægt,“ sagði Karl Ágúst. „Við höfum að vísu af og til nefnt það hvort einhvers staðar leynist áhugi fyrir endurkomu Spaugstofunnar, en allir sjónvarpsstjórar hafa sagt þvert nei og hreint ekki viljað ræða það nánar. Svo við komum bara hver öðrum til að hlæja og röbbum saman um atburði líðandi stundar okkar á milli. Og auðvitað liðna tíð líka.“ Spaugstofan hóf göngu sína á laugardagskvöldum á RÚV í ársbyrjun 1989 sem 89 á Stöðinnni, svo 90 á stöðinni ári síðar en um var að ræða grínfréttaþátt þar sem Pétur Teitsson, leikinn af Karli Ágústi, var fréttastjóri. Áður en yfir lauk urðu þættirnir alls 472 talsins frá árunum 1989 til 2016. Árið 1992 var gert hlé og fóru nokkrir leikaranna í sjónvarpsþættina Imbakassann. 1996 sneru þeir aftur með Enn eina stöðina sem voru á dagskrá RÚV í þrjú ár en hétu reyndar Stöðvarvík um tíma. Eftir þriggja ára hlé mættu fimmmenningarnir aftur til leiks og nú undir merkjum Spaugstofunnar og störfuðu samfellt til 2010 þegar þeir fluttu sig yfir til Stöðvar 2 og varð nokkur breyting á þáttunum. Þar voru þeir á dagskrá til ársins 2014. Þátturinn hætti þá en Spaugstofan fór á svið með sýninguna „Yfir til þín“ sem er frægur frasi úr þáttum þeirra. Árið 2015 voru sýndir þættirnir Þett' er bara spaug... ... stofan, þar sem saga Spaugstofunnar var rakin í tíu þáttum. 23. janúar 2016 fóru þeir á RÚV með allra síðasta þáttinn sem bar heitið Andspyrnuhreyfingin. Spaugstofuna skipuðu undir það síðasta þeir Karl Ágúst, Pálmi, Sigurður og Örn. Randver var í Spaugstofunni í tæpa tvo áratugi, eða allt til ársins 2007. Randver vakti það ár mikla athygli fyrir auglýsingar með breska grínistanum John Cleese. Spaugstofan gerði mikið grín að stjórnmálum og frægum persónum á Íslandi. Spaugstofan kallaði ekki allt ömmu sína og dansaði á tíðum á línunni. Árið 1996 var Spaugstofan kærð fyrir klám og ári síðar af Ólafi Skúlasyni biskupi fyrir guðlast. Þeir sluppu með refsingu í bæði skiptin en málin vöktu mikla athygli. Vegna útbreiðslu kórónuveirunnar ákvað Spaugstofan að byrja aftur með hlaðvarpsþátt á RÚV á sunnudögum. Þættirnir byrjuðu 29. mars 2020 og hét Móðir menn í kví kví en þar var Randver með í för. Þættirnir urðu fimm talsins og sá síðasti kom út 26. apríl 2020. Spaugstofumenn fengu heiðursverðlaun Eddunar árið 2020. Það ár komst annar kaffihúsafundur þeirra félaga í fréttirnar og þá sagði Pálmi Gestsson þá félaga aldrei hafa verið ferskari. Þeir væru til í allt. Hér að ofan má sjá fjölmörg atriði úr Spaugstofunni eftir að hún færði sig yfir til Stöðvar 2 árið 2010. Hér má sjá fjölmörg atriði til viðbótar.
Bíó og sjónvarp Grín og gaman Fjölmiðlar Tengdar fréttir „Þú opnar ekkert munninn núna án þess að móðga einhvern“ „Spaugstofan, hvað er það aftur?“ segir leikarinn Pálmi Gestsson og í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 11. ágúst 2021 16:00 Þau hlutu Edduverðlaunin árið 2020 Edduverðlaunin 2020, uppskeruhátíð íslenska sjónvarps- og kvikmyndaiðnaðarins sem ÍKSA stendur fyrir árlega voru veitt í kvöld. 6. október 2020 21:47 Kaffihúsafundur Spaugstofubræðra vekur athygli: „Aldrei verið ferskari og til í allt“ Spaugstofumennirnir Pálmi Gestsson, Örn Árnason, Randver Þorláksson, Sigurður Sigurjónsson og Karl Ágúst Úlfsson hittust á kaffihúsi í morgun og fóru yfir málin. 10. janúar 2020 13:30 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
„Þú opnar ekkert munninn núna án þess að móðga einhvern“ „Spaugstofan, hvað er það aftur?“ segir leikarinn Pálmi Gestsson og í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 11. ágúst 2021 16:00
Þau hlutu Edduverðlaunin árið 2020 Edduverðlaunin 2020, uppskeruhátíð íslenska sjónvarps- og kvikmyndaiðnaðarins sem ÍKSA stendur fyrir árlega voru veitt í kvöld. 6. október 2020 21:47
Kaffihúsafundur Spaugstofubræðra vekur athygli: „Aldrei verið ferskari og til í allt“ Spaugstofumennirnir Pálmi Gestsson, Örn Árnason, Randver Þorláksson, Sigurður Sigurjónsson og Karl Ágúst Úlfsson hittust á kaffihúsi í morgun og fóru yfir málin. 10. janúar 2020 13:30