Ríkisstjórn Palestínu segir af sér Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. febrúar 2024 09:14 Mohammed Shtayyeh hefur tilkynnt forsetanum um afsögn ríkisstjórnarinnar en enn er óvíst hvort Abbas tekur afsögnina gilda. AP Mohammad Shtayyeh, forsætisráðherra Palestínu frá árinu 2018, greindi frá því á blaðamannafundi í morgun að hann hefði afhent forsetanum Mahmoud Abbas afsagnarbréf fyrir hönd ríkisstjórnar sinnar. Engar frekari upplýsingar liggja fyrir að svo stöddu en erlendir miðlar gera því skóna að með þessu sé palestínska heimastjórnin að greiða fyrir umbótum. Bandaríkjamenn hafa sagt nýja og „endurbætta“ heimastjórn eiga að taka við yfirráðum á Gasa þegar stríðinu lýkur. Stjórnvöld Palestínu á Vesturbakkanum viðurkenna Ísrael og hafa verið viljug til að ræða svokallaða „tveggja ríkja lausn“ í deilu Palestínumanna og Ísraelsmanna. Vald þeirra er hins vegar takmarkað og þá hafa þau verið sökuð um spillingu. Hamas-samtökin tóku yfir Gaza eftir kosningasigur árið 2006 en ólíkt palestínsku heimastjórninni eru samtökin ekki fylgjandi tveggja ríkja lausninni, þar sem þau viðurkenna ekki tilvist Ísraelsríkis. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, kallaði herráð sitt saman á laugardag og það mun funda aftur í vikunni til að leggja drög að aðgerðum í Rafah. Hann segir mögulegt vopnahlé hugsanlega munu fresta aðgerðum á svæðinu en ekki koma í veg fyrir þær. Bandaríkjamenn segja drög að vopnahléssamkomulagi liggja fyrir en enn eigi eftir að ræða nokkra þætti þess. Yfirvöld í Katar og Egyptalandi muni þurfa að eiga viðræður við Hamas hvað þá varðar. Sami Abu Zuhri, háttsettur embættismaður innan Hamas, segir yfirlýsingar Netanyahu um að vopnahlé muni ekki koma í veg fyrir innrás í Rafah sýna að Ísraelsmönnum sé ekki alvara hvað varðar vopnahlésviðræðurnar. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Vopnahlé gæti staðið í sex vikur Magnea Marínósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur segir skrið kominn í viðræður Ísraelsmanna og Hamasliða og að líklegt sé að fyrirhugað vopnahlé vari í allt að sex vikur eða framyfir ramadan. Á sama tíma undirbúa Ísraelsmenn að sækja inn í syðstu borg Gasa af auknum þunga. 25. febrúar 2024 19:49 Undirbúa aukin umsvif í Rafah samhliða viðræðum um vopnahlé Vonir standa til að samkomulag um vopnahlé og gíslaskipti milli Ísrael og Hamas náist á næstunni. Á sama tíma undirbúa Ísraelsmenn að sækja inn í syðstu borg Gasa af auknum þunga á meðan flóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna er á barmi algjörs þrots. 25. febrúar 2024 19:25 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Engar frekari upplýsingar liggja fyrir að svo stöddu en erlendir miðlar gera því skóna að með þessu sé palestínska heimastjórnin að greiða fyrir umbótum. Bandaríkjamenn hafa sagt nýja og „endurbætta“ heimastjórn eiga að taka við yfirráðum á Gasa þegar stríðinu lýkur. Stjórnvöld Palestínu á Vesturbakkanum viðurkenna Ísrael og hafa verið viljug til að ræða svokallaða „tveggja ríkja lausn“ í deilu Palestínumanna og Ísraelsmanna. Vald þeirra er hins vegar takmarkað og þá hafa þau verið sökuð um spillingu. Hamas-samtökin tóku yfir Gaza eftir kosningasigur árið 2006 en ólíkt palestínsku heimastjórninni eru samtökin ekki fylgjandi tveggja ríkja lausninni, þar sem þau viðurkenna ekki tilvist Ísraelsríkis. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, kallaði herráð sitt saman á laugardag og það mun funda aftur í vikunni til að leggja drög að aðgerðum í Rafah. Hann segir mögulegt vopnahlé hugsanlega munu fresta aðgerðum á svæðinu en ekki koma í veg fyrir þær. Bandaríkjamenn segja drög að vopnahléssamkomulagi liggja fyrir en enn eigi eftir að ræða nokkra þætti þess. Yfirvöld í Katar og Egyptalandi muni þurfa að eiga viðræður við Hamas hvað þá varðar. Sami Abu Zuhri, háttsettur embættismaður innan Hamas, segir yfirlýsingar Netanyahu um að vopnahlé muni ekki koma í veg fyrir innrás í Rafah sýna að Ísraelsmönnum sé ekki alvara hvað varðar vopnahlésviðræðurnar.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Vopnahlé gæti staðið í sex vikur Magnea Marínósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur segir skrið kominn í viðræður Ísraelsmanna og Hamasliða og að líklegt sé að fyrirhugað vopnahlé vari í allt að sex vikur eða framyfir ramadan. Á sama tíma undirbúa Ísraelsmenn að sækja inn í syðstu borg Gasa af auknum þunga. 25. febrúar 2024 19:49 Undirbúa aukin umsvif í Rafah samhliða viðræðum um vopnahlé Vonir standa til að samkomulag um vopnahlé og gíslaskipti milli Ísrael og Hamas náist á næstunni. Á sama tíma undirbúa Ísraelsmenn að sækja inn í syðstu borg Gasa af auknum þunga á meðan flóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna er á barmi algjörs þrots. 25. febrúar 2024 19:25 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Vopnahlé gæti staðið í sex vikur Magnea Marínósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur segir skrið kominn í viðræður Ísraelsmanna og Hamasliða og að líklegt sé að fyrirhugað vopnahlé vari í allt að sex vikur eða framyfir ramadan. Á sama tíma undirbúa Ísraelsmenn að sækja inn í syðstu borg Gasa af auknum þunga. 25. febrúar 2024 19:49
Undirbúa aukin umsvif í Rafah samhliða viðræðum um vopnahlé Vonir standa til að samkomulag um vopnahlé og gíslaskipti milli Ísrael og Hamas náist á næstunni. Á sama tíma undirbúa Ísraelsmenn að sækja inn í syðstu borg Gasa af auknum þunga á meðan flóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna er á barmi algjörs þrots. 25. febrúar 2024 19:25