Tuttugu ára afmæli Aldrei fór ég suður: Of Monsters and Men meðal hljómsveita Oddur Ævar Gunnarsson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 1. mars 2024 13:54 Kristján Freyr Halldórsson, rokkstjóri. Vísir/Einar Of Monsters and Men verður á meðal þeirra hljómsveita sem munu koma fram á vestfirsku tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður sem fram fer um páskana á Ísafirði. Hátíðin fagnar tuttugu ára afmæli í ár og verður blásið í herlúða að sögn skipuleggjanda. „Alveg magnað að hugsa til þess að það séu komin tuttugu ár af þessari vitleysu, sem byrjaði sem einhver brandari en er bara langt því frá að vera fyndinn lengur,“ segir Kristján Freyr Halldórsson rokkstjóri í samtali við fréttastofu. Dagskrá tónlistarhátíðarinnar í ár var kynnt í dag. „Það verður blásið í herlúðra og boginn spenntur til hins ítrasta,“ segir Kristján. Hann segir allan bæinn undir. Metfjöldi tónlistaratriða verði í boði og ekki króna rukkuð inn, líkt og síðustu ár. Hátíðin fer fram föstudaginn langa þann 29. mars og laugardaginn 30. mars. „Þetta er alveg ótrúleg dagskrá. Þó ég segi það bara sjálfur, við erum alltaf að toppa okkur og það er ótrúlegt að fólk vilji koma og vera með okkur og spila. Við erum með fleiri atriði en áður, bættum við fjórum atriðum í viðbót við það sem við vorum með í fyrra í fjölda,“ segir Kristján. Hann nefnir listamenn líkt og Helga Björns, Mugison, GDRN, Emmsjé Gauta, Of Monsters and Men, Bogomil Fonte, Celebs og Dr. Gunna. „Þetta er bara endalaust. Lúðrasveit tónlistarskólans. Þetta er bland eins og ég segi, landsþekkt nöfn í bland við okkar stjörnur hér að vestan.“ Blússandi stemning var þegar dagskrá hátíðarinnar var kynnt. Vísir/Einar Stundum staðið tæpt en alltaf gaman Kristján hefur verið viðriðinn tónlistarhátíðina frá upphafi, allt síðan hún fór fyrst fram fyrir tuttugu árum síðan. Allir sem koma að hátíðinni eru sjálfboðaliðar og segir Kristján málin stundum hafa staðið tæpt. Í ár verður sérstök sögusýning um hátíðina. „Undirstaða hennar er að maður gerir ekki rassgat einn og það segir mikið um það að einhvern veginn allur bærinn tekur þátt í þessu. Það er nánast hver einasti íbúi sem hefur snertiflöt á hátíðinni og við erum svolítð að sýna það,“ segir Kristján. „Sýna það hvernig samfélagið hefur vaxið síðustu tuttugu ár. Af því að við erum svo sannarlega ekki ein í þessu þó að við séum svolítið samheldinn hópur sem hefur haldið utan um stýrið á hátíðinni, þá er það þannig að þetta er hátíð þessa samfélags hér fyrir vestan og við munum sýna það með mörgum hætti.“ Aldrei fór ég suður fagnar stórafmæli í ár og verður tónlistarhátíðin nú sú stærsta frá upphafi. Vísir/Einar Stal eitt sinn bíl með Mugison Kristján segir að í heildina séu það um fjögur hundruð tónlistarmenn sem hafi komið fram á hátíðinni undanfarin tuttugu ár. Hann segir mörg atriði koma í hugann undanfarin ár við skipulagninguna en segir eitt sérlega minnisstætt. „Ég man til dæmis eftir því að ég og Mugison við áttum að hengja upp veggspjöld með dagskránni eitt árið og fórum í það og ætluðum að fá lánaðan bíl hjá hafnarstjóranum og hann sagði: „Já lykillinn er í bílnum takið hann.“ Kristján segir þá félaga hafa keyrt út um allt á bílnum, meðal annars á Þingeyri. Síðar sama dag hafi hafnarstjórinn hringt aftur í þá félaga. „Og sagði: „Hva, af hverju tókuð þið ekki bílinn og hvert fóruð þið? Þá kom í ljós að lögregna var að leita að bíl sem hafði verið stolið af iðnaðarmanni sem hafði hlaupið inn til að ná í rörtöng niður á höfn,“ segir Kristján hlæjandi. „Það var frábær safndiskur í tækinu, Bruce Springsteen og allt þannig að við skemmtum okkur í heilan dag á bíl sem við stálum.“ Aldrei fór ég suður Ísafjarðarbær Tónleikar á Íslandi Of Monsters and Men Tónlist Mest lesið Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Lífið Minntist bróður síns fyrir fullum sal Lífið Claudia Cardinale er látin Lífið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Fleiri fréttir Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Sjá meira
„Alveg magnað að hugsa til þess að það séu komin tuttugu ár af þessari vitleysu, sem byrjaði sem einhver brandari en er bara langt því frá að vera fyndinn lengur,“ segir Kristján Freyr Halldórsson rokkstjóri í samtali við fréttastofu. Dagskrá tónlistarhátíðarinnar í ár var kynnt í dag. „Það verður blásið í herlúðra og boginn spenntur til hins ítrasta,“ segir Kristján. Hann segir allan bæinn undir. Metfjöldi tónlistaratriða verði í boði og ekki króna rukkuð inn, líkt og síðustu ár. Hátíðin fer fram föstudaginn langa þann 29. mars og laugardaginn 30. mars. „Þetta er alveg ótrúleg dagskrá. Þó ég segi það bara sjálfur, við erum alltaf að toppa okkur og það er ótrúlegt að fólk vilji koma og vera með okkur og spila. Við erum með fleiri atriði en áður, bættum við fjórum atriðum í viðbót við það sem við vorum með í fyrra í fjölda,“ segir Kristján. Hann nefnir listamenn líkt og Helga Björns, Mugison, GDRN, Emmsjé Gauta, Of Monsters and Men, Bogomil Fonte, Celebs og Dr. Gunna. „Þetta er bara endalaust. Lúðrasveit tónlistarskólans. Þetta er bland eins og ég segi, landsþekkt nöfn í bland við okkar stjörnur hér að vestan.“ Blússandi stemning var þegar dagskrá hátíðarinnar var kynnt. Vísir/Einar Stundum staðið tæpt en alltaf gaman Kristján hefur verið viðriðinn tónlistarhátíðina frá upphafi, allt síðan hún fór fyrst fram fyrir tuttugu árum síðan. Allir sem koma að hátíðinni eru sjálfboðaliðar og segir Kristján málin stundum hafa staðið tæpt. Í ár verður sérstök sögusýning um hátíðina. „Undirstaða hennar er að maður gerir ekki rassgat einn og það segir mikið um það að einhvern veginn allur bærinn tekur þátt í þessu. Það er nánast hver einasti íbúi sem hefur snertiflöt á hátíðinni og við erum svolítð að sýna það,“ segir Kristján. „Sýna það hvernig samfélagið hefur vaxið síðustu tuttugu ár. Af því að við erum svo sannarlega ekki ein í þessu þó að við séum svolítið samheldinn hópur sem hefur haldið utan um stýrið á hátíðinni, þá er það þannig að þetta er hátíð þessa samfélags hér fyrir vestan og við munum sýna það með mörgum hætti.“ Aldrei fór ég suður fagnar stórafmæli í ár og verður tónlistarhátíðin nú sú stærsta frá upphafi. Vísir/Einar Stal eitt sinn bíl með Mugison Kristján segir að í heildina séu það um fjögur hundruð tónlistarmenn sem hafi komið fram á hátíðinni undanfarin tuttugu ár. Hann segir mörg atriði koma í hugann undanfarin ár við skipulagninguna en segir eitt sérlega minnisstætt. „Ég man til dæmis eftir því að ég og Mugison við áttum að hengja upp veggspjöld með dagskránni eitt árið og fórum í það og ætluðum að fá lánaðan bíl hjá hafnarstjóranum og hann sagði: „Já lykillinn er í bílnum takið hann.“ Kristján segir þá félaga hafa keyrt út um allt á bílnum, meðal annars á Þingeyri. Síðar sama dag hafi hafnarstjórinn hringt aftur í þá félaga. „Og sagði: „Hva, af hverju tókuð þið ekki bílinn og hvert fóruð þið? Þá kom í ljós að lögregna var að leita að bíl sem hafði verið stolið af iðnaðarmanni sem hafði hlaupið inn til að ná í rörtöng niður á höfn,“ segir Kristján hlæjandi. „Það var frábær safndiskur í tækinu, Bruce Springsteen og allt þannig að við skemmtum okkur í heilan dag á bíl sem við stálum.“
Aldrei fór ég suður Ísafjarðarbær Tónleikar á Íslandi Of Monsters and Men Tónlist Mest lesið Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Lífið Minntist bróður síns fyrir fullum sal Lífið Claudia Cardinale er látin Lífið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Fleiri fréttir Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Sjá meira