Góður dansari og ágætis kokkur Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 10. mars 2024 21:15 Tinna starfar sem Casting Director og umboðsmaður hjá Ey agency. Tinna Aðalbjörnsdóttir Tinna Aðalbjörnsdóttir er jákvæð, glaðlynd og húmorísk kona frá Hnífsdal. Hún starfar sem umboðsmaður hjá umboðsskrifstofunni Ey agency og segist spennt fyrir framtíð ört stækkandi fyrirtækis. Tinna lýsir sjálfri sér sem húsmóður og samviskusamri konu sem er vinur vina sinna. Spurð hvað heilla hana í fari annarra segir hún lífsgleði, húmor, jákvæðni, traust,virðingu og snyrtimennsku ofarlega á blaði. Hér að neðan svarar Tinna spurningum í viðtalsliðnum Einhleypan. Aldur? 42 Starf? Casting Director og umboðsmaður hjá Ey agency. Áhugamál? Hreyfing, útivera, hollt og hreint mataræði, heilsa, tíska, fjölskylda, vinir, börn, vinnan mín og þrif. Gælunafn eða hliðarsjálf? Tinna Aðalbjörns eða TinTin. Aldur í anda? 30 - 35 að sumu leyti en 75-80 að öðru leyti. Tinna Aðalbjörnsdóttir Menntun? Útstillingar hönnuður. Hvað myndi sjálfsævisagan þín heita? Leiðin langa í átt að hamingju og frelsi. Guilty pleasure kvikmynd? Pretty woman. Varstu skotin í einhverjum frægum þegar þú varst yngri? Þegar var unglingur þá fannst mér Jaret Leto svaka sætur í My so called live. Talar þú stundum um þig í þriðju persónu? Nei það held ég ekki. Syngur þú í sturtu? Hvað þá? Já stundum. Bara það sem ég er í stuði fyrir hverju sinni. Uppáhalds snjallforritið (e.app) þitt? Instagram. Ertu á stefnumótaforritum? Nei, það er ekki fyrir mig. Ég prófaði í 5 mínútur og entist ekki lengur en það. Hvernig myndir þú lýsa þér í þremur orðum? Húsmóðir, samviskusöm og mikill vinur vinna minna. Hvernig myndu vinir þínir lýsa þér í þremur orðum? Það sem kom oftast var traust, skemmtileg og góð. Tinna ásamt vinkonum sínum.Tinna Aðalbjörnsdóttir Hvaða persónueiginleikar finnast þér heillandi? Lífsgleði, húmor, jákvæðni, traust,virðing og snyrtimennska. En óheillandi? Subbuskapur, óheiðarleiki, óabyrgð og fýla. Ef þú værir dýr hvaða værir þú þá? Ljónynja. Ef þú mættir velja einhverja þrjá einstaklinga úr sögunni (lífs eða liðna) til að bjóða í kvöldmat og spjall, hverja myndir þú velja? Jane fonda, Heidi Klum og Anthony Hopkins. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Erfið spurning. Spila á píanó og svo er ég mjög góð í að kenna tískusýningar-göngu, bæði stelpum og strákum, svo er ég góður dansari og ágætis kokkur. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Vera með vinkonum mínum og syni mínum Kristofer Loga. Ég á svo margar vinkonur sem ég elska og þykir vænt um svo ég gæti verið með þeim öllum stundum. Svo elska ég að klæða mig upp og hafa mig til. Svo elska ég að þrífa og hafa hreint í kringum mig. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Fara með bílinn minn í skoðun. Annars finnst mér ekki mikið leiðinlegt í lífinu. Tinna Aðalbjörnsdóttir Ertu A eða B týpa? Alger A týpa. Besti tíminn minn er á morgnana. Ég elska að vakna snemma og eiga fullt af tíma heima með sjálfri mér, búa um rúmið mitt og gera allt fínt áður en ég fer út í daginn. Hvernig viltu eggin þín? Linsoðin. Hvernig viltu kaffið þitt? Koffínlaus latte með möndlumjólk og sykurlausu karamellu sýrópi. Þegar þú ferð út að skemmta þér, á hvaða staði ferðu? Kjarval er svona helsti. Þegar ég fer út þá er ég yfirleitt farin heim um miðnætti þannig sá staður hentar mér vel. Ertu með einhvern bucket lista? Fara í mína árlegu vinkonu ferð á framandi staði. Svo bara lifa lífinu í gleði og hamingju. Draumastefnumótið? Fara út að borða og eiga fallega, heilbrigða og heiðarlega stund saman og kynnast hvort öðru, jafnvel fjallgöngu og taka með nesti og njóta útiveru saman. Tinna Aðalbjörnsdóttir Einhver söngtexti sem þú hefur sungið vitlaust? Haha já svo marga en ég spái ekkert í því, því ég bara elska að syngja. Hvað horfðir þú á síðast í sjónvarpinu? True detective. Ég vann að þessum þáttum og hefur fundist gaman að sjá þá með viku millibili Hvaða bók lastu síðast? Body keeps the score og svo áhrif áfalla og fíknar í fjölskyldum. Hvað er Ást? Virðing, traust, heiðarleiki, vinátta, hlátur, gleði, hamingja, erfiðleikar og samvinna. Einhleypan er viðtalsliður á Lífinu á Vísi þar sem við ræðum við einhleypa einstaklinga á öllum aldri. Endilega sendið ábendingar um einstaklinga sem gætu átt heima í Einhleypunni á svavam@stod2.is. Einhleypan Ástin og lífið Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Ráð fyrir stefnumót: „Betra að vera afslappaður en uppstrílaður“ Makamál Ást er: „Við byrjuðum saman mjög ung“ Makamál Einhleypan: Kristín Ruth, ein með öllu Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Tinna lýsir sjálfri sér sem húsmóður og samviskusamri konu sem er vinur vina sinna. Spurð hvað heilla hana í fari annarra segir hún lífsgleði, húmor, jákvæðni, traust,virðingu og snyrtimennsku ofarlega á blaði. Hér að neðan svarar Tinna spurningum í viðtalsliðnum Einhleypan. Aldur? 42 Starf? Casting Director og umboðsmaður hjá Ey agency. Áhugamál? Hreyfing, útivera, hollt og hreint mataræði, heilsa, tíska, fjölskylda, vinir, börn, vinnan mín og þrif. Gælunafn eða hliðarsjálf? Tinna Aðalbjörns eða TinTin. Aldur í anda? 30 - 35 að sumu leyti en 75-80 að öðru leyti. Tinna Aðalbjörnsdóttir Menntun? Útstillingar hönnuður. Hvað myndi sjálfsævisagan þín heita? Leiðin langa í átt að hamingju og frelsi. Guilty pleasure kvikmynd? Pretty woman. Varstu skotin í einhverjum frægum þegar þú varst yngri? Þegar var unglingur þá fannst mér Jaret Leto svaka sætur í My so called live. Talar þú stundum um þig í þriðju persónu? Nei það held ég ekki. Syngur þú í sturtu? Hvað þá? Já stundum. Bara það sem ég er í stuði fyrir hverju sinni. Uppáhalds snjallforritið (e.app) þitt? Instagram. Ertu á stefnumótaforritum? Nei, það er ekki fyrir mig. Ég prófaði í 5 mínútur og entist ekki lengur en það. Hvernig myndir þú lýsa þér í þremur orðum? Húsmóðir, samviskusöm og mikill vinur vinna minna. Hvernig myndu vinir þínir lýsa þér í þremur orðum? Það sem kom oftast var traust, skemmtileg og góð. Tinna ásamt vinkonum sínum.Tinna Aðalbjörnsdóttir Hvaða persónueiginleikar finnast þér heillandi? Lífsgleði, húmor, jákvæðni, traust,virðing og snyrtimennska. En óheillandi? Subbuskapur, óheiðarleiki, óabyrgð og fýla. Ef þú værir dýr hvaða værir þú þá? Ljónynja. Ef þú mættir velja einhverja þrjá einstaklinga úr sögunni (lífs eða liðna) til að bjóða í kvöldmat og spjall, hverja myndir þú velja? Jane fonda, Heidi Klum og Anthony Hopkins. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Erfið spurning. Spila á píanó og svo er ég mjög góð í að kenna tískusýningar-göngu, bæði stelpum og strákum, svo er ég góður dansari og ágætis kokkur. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Vera með vinkonum mínum og syni mínum Kristofer Loga. Ég á svo margar vinkonur sem ég elska og þykir vænt um svo ég gæti verið með þeim öllum stundum. Svo elska ég að klæða mig upp og hafa mig til. Svo elska ég að þrífa og hafa hreint í kringum mig. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Fara með bílinn minn í skoðun. Annars finnst mér ekki mikið leiðinlegt í lífinu. Tinna Aðalbjörnsdóttir Ertu A eða B týpa? Alger A týpa. Besti tíminn minn er á morgnana. Ég elska að vakna snemma og eiga fullt af tíma heima með sjálfri mér, búa um rúmið mitt og gera allt fínt áður en ég fer út í daginn. Hvernig viltu eggin þín? Linsoðin. Hvernig viltu kaffið þitt? Koffínlaus latte með möndlumjólk og sykurlausu karamellu sýrópi. Þegar þú ferð út að skemmta þér, á hvaða staði ferðu? Kjarval er svona helsti. Þegar ég fer út þá er ég yfirleitt farin heim um miðnætti þannig sá staður hentar mér vel. Ertu með einhvern bucket lista? Fara í mína árlegu vinkonu ferð á framandi staði. Svo bara lifa lífinu í gleði og hamingju. Draumastefnumótið? Fara út að borða og eiga fallega, heilbrigða og heiðarlega stund saman og kynnast hvort öðru, jafnvel fjallgöngu og taka með nesti og njóta útiveru saman. Tinna Aðalbjörnsdóttir Einhver söngtexti sem þú hefur sungið vitlaust? Haha já svo marga en ég spái ekkert í því, því ég bara elska að syngja. Hvað horfðir þú á síðast í sjónvarpinu? True detective. Ég vann að þessum þáttum og hefur fundist gaman að sjá þá með viku millibili Hvaða bók lastu síðast? Body keeps the score og svo áhrif áfalla og fíknar í fjölskyldum. Hvað er Ást? Virðing, traust, heiðarleiki, vinátta, hlátur, gleði, hamingja, erfiðleikar og samvinna. Einhleypan er viðtalsliður á Lífinu á Vísi þar sem við ræðum við einhleypa einstaklinga á öllum aldri. Endilega sendið ábendingar um einstaklinga sem gætu átt heima í Einhleypunni á svavam@stod2.is.
Einhleypan Ástin og lífið Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Ráð fyrir stefnumót: „Betra að vera afslappaður en uppstrílaður“ Makamál Ást er: „Við byrjuðum saman mjög ung“ Makamál Einhleypan: Kristín Ruth, ein með öllu Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira