Fyrstu mannslátin vegna árása Húta á Rauðahafi Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 6. mars 2024 21:33 Slökkviliðsmenn úr indverska sjóhernum bregðast við eldsvoða á skipi merkti Líberíu. Eldurinn virtist til kominn vegna loftárásar Húta. AP Tveir áhafnarmeðlimir flutningaskipsins True Confidence létu lífið í eldflaugaárás Húta undan ströndum Jemen í dag. Um ræðir fyrstu mannslátin frá því að hersveitir Húta hófu að gera árásir á flutningaskip sem sigla um Rauðahafið. Flugskeyti Húta er sagt hafa hæft skipið, sem sigldi undir fána Barbados, á tíunda tímanum í morgun að staðartíma. Samkvæmt upplýsingum frá bandarískum yfirvöldum hefur það síðan verið á reki um Adenflóa. Árásin er ein af fjölmörgum sem Hútar hafa gert á skip sem sigla um Rauðahafið en er sú fyrsta sem áhafnarmeðlimur á skipinu lætur lífið. Með árásunum segjast Hútar aðstoða Palestínumenn í baráttunni gegn Ísraelsher. Talsmaður Húta sagði í yfirlýsingu að áhöfn skipsins hefði hundsað ítrekaðar viðvaranir frá hersveitum Húta áður en þeir hæfðu skipið. BBC hefur eftir breska sendiráðinu í Jemen að að mannslátin séu sorgleg en óhjákvæmileg afleiðing linnulausra eldflaugaárása á flutningaskip. Þá hefur CBS eftir embættismanni Bandaríkjahers að sex hefðu særst í árásinni. Árásin átti sér stað í Adenflóa, um fimmtíu sjómílum suðvestan jemensku borgarinnar Aden. Í Adenflóa hafa Hútar gert umfangsmiklar árásir síðustu vikur en á laugardag bárust fréttir um að flutningaskipið Rubymar hefði sokkið eftir loftárás en engan sakaði. Jemen Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Skip sökk eftir loftárás Húta Flutningaskipið Rubymar sökk í Rauðahafinu í gærkvöldi eftir loftárás Húta í Jemen. Skipið er það fyrsta til þess að sökkva vegna aðgerða Húta í tengslum við stríðið á Gasa. 2. mars 2024 13:44 Umfangsmiklar loftskeytaárásir á Húta Bandaríkjamenn og Bretar gerðu með stuðningi fleiri ríkja loftárás á átján skotmörk Húta í Jemen í dag. Er þetta fjórða árásin á Hútana frá því að flugskeytaárásir þeirra hófust í Rauðahafinu í nóvember. 24. febrúar 2024 23:21 Enn og aftur ráðist á Húta í Jemen Bandaríkjaher gerði enn og aftur árásir á bækistöðvar Húta í Jemen í gær. 5. febrúar 2024 07:58 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Flugskeyti Húta er sagt hafa hæft skipið, sem sigldi undir fána Barbados, á tíunda tímanum í morgun að staðartíma. Samkvæmt upplýsingum frá bandarískum yfirvöldum hefur það síðan verið á reki um Adenflóa. Árásin er ein af fjölmörgum sem Hútar hafa gert á skip sem sigla um Rauðahafið en er sú fyrsta sem áhafnarmeðlimur á skipinu lætur lífið. Með árásunum segjast Hútar aðstoða Palestínumenn í baráttunni gegn Ísraelsher. Talsmaður Húta sagði í yfirlýsingu að áhöfn skipsins hefði hundsað ítrekaðar viðvaranir frá hersveitum Húta áður en þeir hæfðu skipið. BBC hefur eftir breska sendiráðinu í Jemen að að mannslátin séu sorgleg en óhjákvæmileg afleiðing linnulausra eldflaugaárása á flutningaskip. Þá hefur CBS eftir embættismanni Bandaríkjahers að sex hefðu særst í árásinni. Árásin átti sér stað í Adenflóa, um fimmtíu sjómílum suðvestan jemensku borgarinnar Aden. Í Adenflóa hafa Hútar gert umfangsmiklar árásir síðustu vikur en á laugardag bárust fréttir um að flutningaskipið Rubymar hefði sokkið eftir loftárás en engan sakaði.
Jemen Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Skip sökk eftir loftárás Húta Flutningaskipið Rubymar sökk í Rauðahafinu í gærkvöldi eftir loftárás Húta í Jemen. Skipið er það fyrsta til þess að sökkva vegna aðgerða Húta í tengslum við stríðið á Gasa. 2. mars 2024 13:44 Umfangsmiklar loftskeytaárásir á Húta Bandaríkjamenn og Bretar gerðu með stuðningi fleiri ríkja loftárás á átján skotmörk Húta í Jemen í dag. Er þetta fjórða árásin á Hútana frá því að flugskeytaárásir þeirra hófust í Rauðahafinu í nóvember. 24. febrúar 2024 23:21 Enn og aftur ráðist á Húta í Jemen Bandaríkjaher gerði enn og aftur árásir á bækistöðvar Húta í Jemen í gær. 5. febrúar 2024 07:58 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Skip sökk eftir loftárás Húta Flutningaskipið Rubymar sökk í Rauðahafinu í gærkvöldi eftir loftárás Húta í Jemen. Skipið er það fyrsta til þess að sökkva vegna aðgerða Húta í tengslum við stríðið á Gasa. 2. mars 2024 13:44
Umfangsmiklar loftskeytaárásir á Húta Bandaríkjamenn og Bretar gerðu með stuðningi fleiri ríkja loftárás á átján skotmörk Húta í Jemen í dag. Er þetta fjórða árásin á Hútana frá því að flugskeytaárásir þeirra hófust í Rauðahafinu í nóvember. 24. febrúar 2024 23:21
Enn og aftur ráðist á Húta í Jemen Bandaríkjaher gerði enn og aftur árásir á bækistöðvar Húta í Jemen í gær. 5. febrúar 2024 07:58