Sultuslakur eftir grín Gísla Marteins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. mars 2024 11:29 Gísli Marteinn slær á létta strengi í Vikunni og í gær voru tæknimistök við veðurfréttir teknar fyrir. RÚV Það fauk í Einar Sveinbjörnsson veðurfræðing að sjá grín gert að kollega hans í stéttinni í Vikunni í Ríkissjónvarpinu í gærkvöldi. Hrafn Guðmundsson, skotspónn grínsins, er aftur á móti sultuslakur. Gísli Marteinn Baldursson bauð þremur konum í sófann til sín á alþjóðlegum baráttudegi kvenna og hóf þáttinn á léttum nótum í fréttum vikunnar. Þar gerir þáttastjórnandinn stólpagrín að hinu og þessu sem gerðist í vikunni. Meðal annars var brakandi ferskt tækniklúður úr veðurfréttatíma RÚV. Veðurfréttirnar eru teknar upp klukkan sex síðdegis. Einhver ruglingur var á kortunum sem Hrafn veðurfræðingur var að fara yfir í fyrstu tilraun upptöku svo byrjað var aftur. Tæknimaður gleymdi hins vegar að klippa misheppnuðu tökuna framan af upptökunni og fóru því báðar tökur í loftið. Áhorfendur sáu því Hrafn lenda í þeirri ógæfu að rétt kort birtust ekki og hann byrjaði aftur. Hefði frekar viljað sjá afsökunarbeiðni Gísli Marteinn gerði grín að þessu í þætti sínum og upplýsti um leið, þá sem ekki vissu, að veðurfréttirnar væru ekki sendar út í beinni. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur var ekki sáttur við sjónvarpsmanninn í færslu á Facebook. „Sjónvarpið hafði fyrr um kvöldið gert þau mistök að senda út ranga upptöku af byrjun veðurfregna þar sem Hrafn hafði greinilega raðað kortum sínum í ranga röð. Hann bað í útsendingunni að fá að byrja upp á nýtt. Getur alltaf komið fyrir og í stað þess að RÚV biðji hann kurteislega afsökunar (sem tæknifólkið í útsendingu hefur e.t.v gert?), kemur fjölmiðillinn sama kvöld og dregur stólpagrín að að Hrafni!“ Einar staldrar við þá tilhugsun að kannski sé hann heldur viðkvæmur. „Það sem stuðaði mig samt mest var að Gísli Marteinn nefndi Hrafn aldrei réttu nafni heldur talaði ítrekað um „veðurfræðinginn“. Í því felst ákveðin smættun á þeim sem um er fjallað.“ „Yfir þessu flissuðu gestirnir með Gísla, nema Katrín Jakabsdóttir sem kann sig í aðstæðum sem þessum. Þau Hrafn Guðmundsson, Birta Líf Kristinsdóttir, Theódór Hervarsson, Kristín Hermannsdóttir og Sigurður Jónsson eiga þakkir skyldar að sinna þessu verkefni kvöld eftir kvöld og ár eftir ár, að miða veðurspám til landsmann af alúð. Mæta upp í útvarpshús síðdegis (á versta tíma dagsins). Mæta litlum skilningi þeirra sem eru í óða önn að undirbúa kvöldfréttirnar - eru frekar fyrir en hitt. Dagskrárstjórn er oftast enginn, önnur en sú að halda sig innan tímamarka. Þekki það vel af eigin raun og held ekkert hafi breyst í Efstaleitinu í því tilliti.“ Fær sting í magann Fjölmargir taka undir með Einari en aðrir staldra við og segja um saklaust grín að ræða. Undir það tekur Hrafn Guðmundsson veðurfræðingur. „Ég tek þess alls ekkert nærri mér,“ segir Hrafn í samtali við Vísi. „Maður fær smá sting í magann þegar maður heyrir að það er eitthvað sem klikkaði eða fór ekki út eins og átti að vera. En ég hef lent í þessu áður. Þetta er bara partur af þessu. Það kemur fyrir að einhver fljótfærni á sér stað,“ segir Hrafn. Hrafn Guðmundsson í kunnuglegum stellingum með veðurkort á bak við sig.RÚV Þau mistök gerist víðar en í Ríkisútvarpinu. Þarna hafi tæknimaður klippt upptökuna ranglega, eitthvað sem gerist stundum en ekki oft. „Þetta er óþarfa fjaðrafok, saklaust dæmi. Sem betur fer var ekkert neyðarlegt sem kom fram,“ segir Hrafn. Yfirleitt sé ekki mikið svigrúm þegar á upptökum stendur en stundum þurfi nokkrar tilraunir til. Hrafninn flýgur í kvöld Hrafn mætir aftur á vaktina í dag og segir fréttir af veðri í Ríkisútvarpinu í kvöld. „Ég mæti eins og ekkert hafi í skorist,“ segir Hrafn sem hefur sagt veðurfréttir frá árinu 2015. Á næsta ári verður því tíu ára veðurfréttaflutningsafmæli hjá Hrafni. „Kannski tekur maður upp meira efni sem Gísli Marteinn getur notað,“ segir Hrafn og hlær. Hann leggur áherslu á að um góðlátlegt grín sé að ræða. „Hann passar sig á því að sýna ekkert sem er viðkvæmt eða slæmt. Hefur væntanlega góðan sans fyrir því,“ segir Hrafn og kveður. Leggur væntanlega frá sér símann og horfir til veðurs. Fjölmiðlar Bíó og sjónvarp Ríkisútvarpið Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Vilhjálmur Bergsson er látinn Menning Fleiri fréttir Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Sjá meira
Gísli Marteinn Baldursson bauð þremur konum í sófann til sín á alþjóðlegum baráttudegi kvenna og hóf þáttinn á léttum nótum í fréttum vikunnar. Þar gerir þáttastjórnandinn stólpagrín að hinu og þessu sem gerðist í vikunni. Meðal annars var brakandi ferskt tækniklúður úr veðurfréttatíma RÚV. Veðurfréttirnar eru teknar upp klukkan sex síðdegis. Einhver ruglingur var á kortunum sem Hrafn veðurfræðingur var að fara yfir í fyrstu tilraun upptöku svo byrjað var aftur. Tæknimaður gleymdi hins vegar að klippa misheppnuðu tökuna framan af upptökunni og fóru því báðar tökur í loftið. Áhorfendur sáu því Hrafn lenda í þeirri ógæfu að rétt kort birtust ekki og hann byrjaði aftur. Hefði frekar viljað sjá afsökunarbeiðni Gísli Marteinn gerði grín að þessu í þætti sínum og upplýsti um leið, þá sem ekki vissu, að veðurfréttirnar væru ekki sendar út í beinni. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur var ekki sáttur við sjónvarpsmanninn í færslu á Facebook. „Sjónvarpið hafði fyrr um kvöldið gert þau mistök að senda út ranga upptöku af byrjun veðurfregna þar sem Hrafn hafði greinilega raðað kortum sínum í ranga röð. Hann bað í útsendingunni að fá að byrja upp á nýtt. Getur alltaf komið fyrir og í stað þess að RÚV biðji hann kurteislega afsökunar (sem tæknifólkið í útsendingu hefur e.t.v gert?), kemur fjölmiðillinn sama kvöld og dregur stólpagrín að að Hrafni!“ Einar staldrar við þá tilhugsun að kannski sé hann heldur viðkvæmur. „Það sem stuðaði mig samt mest var að Gísli Marteinn nefndi Hrafn aldrei réttu nafni heldur talaði ítrekað um „veðurfræðinginn“. Í því felst ákveðin smættun á þeim sem um er fjallað.“ „Yfir þessu flissuðu gestirnir með Gísla, nema Katrín Jakabsdóttir sem kann sig í aðstæðum sem þessum. Þau Hrafn Guðmundsson, Birta Líf Kristinsdóttir, Theódór Hervarsson, Kristín Hermannsdóttir og Sigurður Jónsson eiga þakkir skyldar að sinna þessu verkefni kvöld eftir kvöld og ár eftir ár, að miða veðurspám til landsmann af alúð. Mæta upp í útvarpshús síðdegis (á versta tíma dagsins). Mæta litlum skilningi þeirra sem eru í óða önn að undirbúa kvöldfréttirnar - eru frekar fyrir en hitt. Dagskrárstjórn er oftast enginn, önnur en sú að halda sig innan tímamarka. Þekki það vel af eigin raun og held ekkert hafi breyst í Efstaleitinu í því tilliti.“ Fær sting í magann Fjölmargir taka undir með Einari en aðrir staldra við og segja um saklaust grín að ræða. Undir það tekur Hrafn Guðmundsson veðurfræðingur. „Ég tek þess alls ekkert nærri mér,“ segir Hrafn í samtali við Vísi. „Maður fær smá sting í magann þegar maður heyrir að það er eitthvað sem klikkaði eða fór ekki út eins og átti að vera. En ég hef lent í þessu áður. Þetta er bara partur af þessu. Það kemur fyrir að einhver fljótfærni á sér stað,“ segir Hrafn. Hrafn Guðmundsson í kunnuglegum stellingum með veðurkort á bak við sig.RÚV Þau mistök gerist víðar en í Ríkisútvarpinu. Þarna hafi tæknimaður klippt upptökuna ranglega, eitthvað sem gerist stundum en ekki oft. „Þetta er óþarfa fjaðrafok, saklaust dæmi. Sem betur fer var ekkert neyðarlegt sem kom fram,“ segir Hrafn. Yfirleitt sé ekki mikið svigrúm þegar á upptökum stendur en stundum þurfi nokkrar tilraunir til. Hrafninn flýgur í kvöld Hrafn mætir aftur á vaktina í dag og segir fréttir af veðri í Ríkisútvarpinu í kvöld. „Ég mæti eins og ekkert hafi í skorist,“ segir Hrafn sem hefur sagt veðurfréttir frá árinu 2015. Á næsta ári verður því tíu ára veðurfréttaflutningsafmæli hjá Hrafni. „Kannski tekur maður upp meira efni sem Gísli Marteinn getur notað,“ segir Hrafn og hlær. Hann leggur áherslu á að um góðlátlegt grín sé að ræða. „Hann passar sig á því að sýna ekkert sem er viðkvæmt eða slæmt. Hefur væntanlega góðan sans fyrir því,“ segir Hrafn og kveður. Leggur væntanlega frá sér símann og horfir til veðurs.
Fjölmiðlar Bíó og sjónvarp Ríkisútvarpið Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Vilhjálmur Bergsson er látinn Menning Fleiri fréttir Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Sjá meira