Lífið

Komu Svavari Erni á ó­vart í beinni

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Ása Ninna byrjar að fara með textann áður en söngkonurnar mættu í stúdíóið. Svavar grunlaus.
Ása Ninna byrjar að fara með textann áður en söngkonurnar mættu í stúdíóið. Svavar grunlaus.

Nokkrar af bestu söngkonum landsins mættu í stúdíó Bylgjunnar á Suðurlandsbraut og sungu til heiðurs Svavari Erni útvarpsmanni í Bakaríinu sem varð fimmtugur á dögunum.

„Svavar Örn, í hálfa öld“ stungu söngkonurnar sem eiga það sameiginlegt að vera stórvinkonur Svavars Arnar sem virtist komast við á meðan flutningi stóð.

Ása Ninna, félagi Svavars Arnar í Bítinu, samdi íslenskan texta við lagið Svavar Örn og plataði vinkonurnar til að koma. Guðrún Gunnarsdóttir, Margrét Eir, Regína Ósk og Selma Björns sungu hátt og dátt. Birna Björns dansskólastjóri og Björk Eiðsdóttir fjölmiðlakona tóku sömuleiðis undir.

„Jesús kristur, ég þarf að fara í sturtu,“ sagði Svavar eftir flutninginn og þakkaði fyrir sig.

Uppákomuna má sjá hér að neðan.

Komið var víða við í þættinum í dag. Fyrrnefndar Björk og Selma voru til viðtals, sömuleiðis Halla Tómasdóttir sem færist nær framboði til forseta Íslands og Kristín Þóra Haraldsdóttir leikkona.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×