„Með ólíkindum hvernig RÚV ætlar að valta yfir höfunda sigurlagsins“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. mars 2024 23:16 Eyþór Gunnarsson tónlistarmaður segir sorglegt að höfundar gleymist í umræðu um sigurvegara Söngvakeppninnar. Lagahöfundarnir séu raunverulegir sigurvegarar hennar, ekki flytjandinn. Eyþór Gunnarsson Eyþór Gunnarsson tónlistarmaður segist hugsi yfir rétti höfunda til að stjórna því í hvaða tilgangi hugverk þeirra er notað. Hann veltir fyrir sér hvort sæmdarréttur höfunda lagsins Scared of Hights vegi ekki eitthvað þegar ákvörðun um þátttöku í Eurovision var tekin. „Sem áhugamaður um réttindi höfunda þá finst mér áhugavert hvernig þetta hefur spunnist þegar kemur í ljós að höfundarnir eru tvístígandi með það hvernig þeir eigi að snúa sér og það hefur jafnvel komið fram að þeir vilji draga í land með þetta, segir Eyþór í samtali við fréttastofu. Miklar umræður sköpuðust við færslu sem Eyþór birti á Facebook fyrr í dag þar sem hann bendir á að sigurvegari Söngvakeppni sjónvarpsins sé ekki Hera Björk, flytjandi lagsins Scared of Hights, heldur höfundar lagsins. „Það gleymist nefnilega að þetta er lagakeppni en ekki söngvarakeppni. Öll umgjörð keppninnar er sniðin fyrir höfunda þó fókusinn fari alfarið á flytjendur. Höfundi á meira að segja að vera heimilt samkvæmt reglum að skipta um flytjanda eftir forkeppnina. Dæmi um það eru til,“ skrifar Eyþór í færslunni. „Þess vegna er alveg með ólíkindum hvernig RÚV ohf ætlar að valta yfir höfunda sigurlagsins í ár.“ Fróðlegt að vita hvort höfundar geti andmælt Fjöldi fólks hefur tekið undir með Eyþóri, sem veltir fyrir sér hver staða höfunda er. „Það kemur á daginn að réttindi þeirra virðast engin. Þá sér maður það svo sláandi hvernig þeir eru algjörlega á bak við tjöldin en þegar á reynir eru þeir náttúrulega upphaf og endir þessa alls. Samt á þeirra skoðun ekki að skipta neinu máli,“ segir Eyþór í samtali við fréttastofu. Hann viti ekki í hverju samningar RÚV við höfundana felist eða hverju höfundarnir hafa afsalað sér. „En maður hefði haldið, að þó það væri ekki nema hinn almenni sæmdarréttur höfunda, að þá eigi þeir að geta eitthvað haft um það að segja í hvaða tilgangi hugverk þeirra eru notuð. Þetta er voða mikið gert á forsendum RÚV en ég áttaði mig ekki á því, og það virðist vera að koma fram í fyrsta skipti núna, hvað réttur höfunda er lítill þegar á reynir,“ segir Eyþór. „RÚV er eflaust búið að tryggja sig í bak og fyrir. Þeir bersýnilega telja sig hafa rétt á því að lýsa því yfir að farið verði í keppnina. Þeir virðast ekki hafa miklar áhyggjur af rétti höfunda til að andmæla því. Boltinn er hjá höfundum, hvort þeir vilji taka málið lengra og gera eitthvað í því. Það væri í sjálfu sér fróðlegt að vita hver rétturinn er þegar á reynir.“ Sorglegt að horfa upp á umræðuna Hann segir þetta sérstaklega áhugavert í ljósi þess að RÚV hafi sett það á herðar atriðanna að ákveða sjálf hvort þau færi út til Svíþjóðar stæðu þau uppi sem sigurvegari keppninnar. „Stefán Eiríksson útvarpsstjóri sagði það berum orðum að það yrði ákveðið í samráði við sigurvegarann hvort farið yrði út. Söngvakeppnin sé haldin burtséð frá Eurovision og það sé ákveðið í samráði við sigurvegarann en þegar á reynir virðist bara litið á flytjandann sem sigurvegarann. Sigurvegarinn á að vera höfundur lagsins, það er hann sem sendir inn lagið og í raun er það höfundurinn sem velur flytjandann í upphafi.“ Honum ofbjóði umræðan, sem hafi skapast í kringum keppnina í ár. „Mér er farið að ofbjóða mjög margt í þessu núna. Það koma ýmsir ljótir hlutir upp á yfirborðið í tengslum við þessa keppni, því miður. Þegar fara að blandast hlutir eins og þjóðerni, pólitík og rasismi inn í þetta er þetta orðið mjög ljótt. Það er sorglegt að horfa upp á þetta.“ Eurovision Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Tengdar fréttir Hvorki einföld né auðveld ákvörðun að taka þátt Dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins segir það hvorki hafa verið einfalda né auðvelda ákvörðun að Ísland yrði með í Eurovision í ár. Hann vonast eftir því að þjóðin standi nú við bakið á Heru Björk, sem tekur þátt fyrir Íslands hönd í Malmö í maí. 11. mars 2024 18:28 Ríkisútvarpið ætlar að taka þátt í Eurovision Ríkisútvarpið ætlar að taka þátt í Eurovision og senda sigurlag Söngvakeppninnar í ár, Scared of Heights, í flutningi Heru Bjarkar til Malmö í Svíþjóð. 11. mars 2024 15:13 Bubbi biðst vægðar fyrir hönd Heru Bubbi Morthens tónlistarmaður átelur að fólk beini gagnrýni sinni að Heru Björk Þórhallsdóttur vegna hugsanlegrar þátttöku í Eurovision. 11. mars 2024 10:45 Mest lesið Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Lífið Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Lífið Slappur smassborgari Gagnrýni „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Lífið Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Menning Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur Tíska og hönnun „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Fleiri fréttir Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Sjá meira
„Sem áhugamaður um réttindi höfunda þá finst mér áhugavert hvernig þetta hefur spunnist þegar kemur í ljós að höfundarnir eru tvístígandi með það hvernig þeir eigi að snúa sér og það hefur jafnvel komið fram að þeir vilji draga í land með þetta, segir Eyþór í samtali við fréttastofu. Miklar umræður sköpuðust við færslu sem Eyþór birti á Facebook fyrr í dag þar sem hann bendir á að sigurvegari Söngvakeppni sjónvarpsins sé ekki Hera Björk, flytjandi lagsins Scared of Hights, heldur höfundar lagsins. „Það gleymist nefnilega að þetta er lagakeppni en ekki söngvarakeppni. Öll umgjörð keppninnar er sniðin fyrir höfunda þó fókusinn fari alfarið á flytjendur. Höfundi á meira að segja að vera heimilt samkvæmt reglum að skipta um flytjanda eftir forkeppnina. Dæmi um það eru til,“ skrifar Eyþór í færslunni. „Þess vegna er alveg með ólíkindum hvernig RÚV ohf ætlar að valta yfir höfunda sigurlagsins í ár.“ Fróðlegt að vita hvort höfundar geti andmælt Fjöldi fólks hefur tekið undir með Eyþóri, sem veltir fyrir sér hver staða höfunda er. „Það kemur á daginn að réttindi þeirra virðast engin. Þá sér maður það svo sláandi hvernig þeir eru algjörlega á bak við tjöldin en þegar á reynir eru þeir náttúrulega upphaf og endir þessa alls. Samt á þeirra skoðun ekki að skipta neinu máli,“ segir Eyþór í samtali við fréttastofu. Hann viti ekki í hverju samningar RÚV við höfundana felist eða hverju höfundarnir hafa afsalað sér. „En maður hefði haldið, að þó það væri ekki nema hinn almenni sæmdarréttur höfunda, að þá eigi þeir að geta eitthvað haft um það að segja í hvaða tilgangi hugverk þeirra eru notuð. Þetta er voða mikið gert á forsendum RÚV en ég áttaði mig ekki á því, og það virðist vera að koma fram í fyrsta skipti núna, hvað réttur höfunda er lítill þegar á reynir,“ segir Eyþór. „RÚV er eflaust búið að tryggja sig í bak og fyrir. Þeir bersýnilega telja sig hafa rétt á því að lýsa því yfir að farið verði í keppnina. Þeir virðast ekki hafa miklar áhyggjur af rétti höfunda til að andmæla því. Boltinn er hjá höfundum, hvort þeir vilji taka málið lengra og gera eitthvað í því. Það væri í sjálfu sér fróðlegt að vita hver rétturinn er þegar á reynir.“ Sorglegt að horfa upp á umræðuna Hann segir þetta sérstaklega áhugavert í ljósi þess að RÚV hafi sett það á herðar atriðanna að ákveða sjálf hvort þau færi út til Svíþjóðar stæðu þau uppi sem sigurvegari keppninnar. „Stefán Eiríksson útvarpsstjóri sagði það berum orðum að það yrði ákveðið í samráði við sigurvegarann hvort farið yrði út. Söngvakeppnin sé haldin burtséð frá Eurovision og það sé ákveðið í samráði við sigurvegarann en þegar á reynir virðist bara litið á flytjandann sem sigurvegarann. Sigurvegarinn á að vera höfundur lagsins, það er hann sem sendir inn lagið og í raun er það höfundurinn sem velur flytjandann í upphafi.“ Honum ofbjóði umræðan, sem hafi skapast í kringum keppnina í ár. „Mér er farið að ofbjóða mjög margt í þessu núna. Það koma ýmsir ljótir hlutir upp á yfirborðið í tengslum við þessa keppni, því miður. Þegar fara að blandast hlutir eins og þjóðerni, pólitík og rasismi inn í þetta er þetta orðið mjög ljótt. Það er sorglegt að horfa upp á þetta.“
Eurovision Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Tengdar fréttir Hvorki einföld né auðveld ákvörðun að taka þátt Dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins segir það hvorki hafa verið einfalda né auðvelda ákvörðun að Ísland yrði með í Eurovision í ár. Hann vonast eftir því að þjóðin standi nú við bakið á Heru Björk, sem tekur þátt fyrir Íslands hönd í Malmö í maí. 11. mars 2024 18:28 Ríkisútvarpið ætlar að taka þátt í Eurovision Ríkisútvarpið ætlar að taka þátt í Eurovision og senda sigurlag Söngvakeppninnar í ár, Scared of Heights, í flutningi Heru Bjarkar til Malmö í Svíþjóð. 11. mars 2024 15:13 Bubbi biðst vægðar fyrir hönd Heru Bubbi Morthens tónlistarmaður átelur að fólk beini gagnrýni sinni að Heru Björk Þórhallsdóttur vegna hugsanlegrar þátttöku í Eurovision. 11. mars 2024 10:45 Mest lesið Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Lífið Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Lífið Slappur smassborgari Gagnrýni „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Lífið Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Menning Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur Tíska og hönnun „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Fleiri fréttir Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Sjá meira
Hvorki einföld né auðveld ákvörðun að taka þátt Dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins segir það hvorki hafa verið einfalda né auðvelda ákvörðun að Ísland yrði með í Eurovision í ár. Hann vonast eftir því að þjóðin standi nú við bakið á Heru Björk, sem tekur þátt fyrir Íslands hönd í Malmö í maí. 11. mars 2024 18:28
Ríkisútvarpið ætlar að taka þátt í Eurovision Ríkisútvarpið ætlar að taka þátt í Eurovision og senda sigurlag Söngvakeppninnar í ár, Scared of Heights, í flutningi Heru Bjarkar til Malmö í Svíþjóð. 11. mars 2024 15:13
Bubbi biðst vægðar fyrir hönd Heru Bubbi Morthens tónlistarmaður átelur að fólk beini gagnrýni sinni að Heru Björk Þórhallsdóttur vegna hugsanlegrar þátttöku í Eurovision. 11. mars 2024 10:45