Varadkar greindi frá ákvörðun sinni í hádeginu og sagði hann að hafa leitt land sitt hafa veitt honum mjög mikla ánægju í lífinu.
Hann varð yngsti forsætisráðherrann í sögu Írlands árið 2017 þegar hann var kjörinn formaður Fine Gael. Hann leiðir nú samsteypustjórn Fine Gael, Fianna Fáil og Græningja.
Fine Gael hafnaði í þriðja sæti yfir flest atkvæði í þingkosningunum 2020 og við myndun stjórnar var gert samkomulag um að Varadkar og Micheál Martin, formaður Fianna Fáil, myndu gegna embætti forsætisráðherra í tvö ár hvor.
Martin tók við embætti forsætisráðherra af Varadkar árið 2020, en árið 2022 settist Varadkar aftur í stól forsætisráðherra.