Fyrirtækin bregðast við háum vöxtum og færa sig yfir í verðtryggð lán
![Að undanförnu hafa verðtryggð útlán bankanna til fyrirtækja farið hratt vaxandi á kostnað óverðtryggðra.](https://www.visir.is/i/9800396797D1F59B8DB7F76B3FDEFBFCE739032DD61196F1FF48769E6C7B056B_713x0.jpg)
Þrátt fyrir hækkandi vaxtastig er áfram nokkur þróttur í nýjum útlánum til fyrirtækja en þau er núna nánast alfarið drifin áfram af sókn þeirra í verðtryggð lán. Frá því um mitt árið í fyrra er hlutfall verðtryggðra útlána meira en áttatíu prósent af öllum nýjum lánum bankanna til atvinnulífsins.
Tengdar fréttir
![](https://www.visir.is/i/43193D66BE4ACC9A060DB43938D14A64668C1046710C44F00200005263334215_308x200.jpg)
Erlend fjármálafyrirtæki ná aukinni markaðshlutdeild í gjaldeyrislánum
Uppgjör Íslandsbanka á þriðja ársfjórðungi var undir væntingum greinenda. Bankastjóri bankans upplýsti að erlend fjármálafyrirtæki hafi aukið við markaðshlutdeild sína í útlánum í erlendum gjaldeyri til fyrirtækja hérlendis í ljósi hærri kostnaðar hjá íslenskum bönkum. Hann taldi að lífeyrissjóðir myndu auka við markaðshlutdeild sína í verðtryggðum húsnæðislánum. Bankinn hafi umtalsvert fé aflögu til að greiða til fjárfesta eða nýta í vöxt sem annars dragi úr arðsemi hans.
![](https://www.visir.is/i/74474EDAE5320A9F4B275E110FE698880CAC48EA222A94C160CAD90FD8DEA79F_308x200.jpg)
Vaxtaálag á lánum banka til heimila og fyrirtækja sjaldan verið lægra
Vaxtaálagið á nýjum útlánum í bankakerfinu til atvinnulífsins og heimila hefur fallið skarpt á síðustu misserum, einkum þegar kemur að íbúðalánum en munurinn á markaðsvöxtum og þeim vaxtakjörum sem bankarnir bjóða á slíkum lánum er nú sögulega lítill. Aukin samkeppni á innlánamarkaði á síðustu árum hefur meðal annars valdið því að vextir á óbundnum sparireikningum hafa nú aldrei verið hærri sem hlutfall af stýrivöxtum Seðlabankans.