„Stundum þarf enga bévítans heimild“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 14. apríl 2024 14:28 Forsetahjónin veittu verðlaun fyrir heimildamynd ársins á Eddunni í gær. Þetta var í síðasta sinn í forsetatíð Guðna sem þau veita verðlaunin. Skjáskot/Rúv Forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid veittu verðlaun í flokknum Heimildamynd ársins á Edduverðlaunahátíðinni í gærkvöldi. Guðni notaði tækifærið og impraði á mikilvægi þess að geta heimilda og að hafa eitthvað fyrir sér. Eliza sagði hann yfirleitt skemmtilegri en þetta á laugardagskvöldum. „Þú ert mjög alvarlegur á svipinn, Guðni,“ sagði Eliza þegar þau stigu á svið. „Þetta er ekkert grín,“ svaraði Guðni á léttu nótunum og hóf svo ræðu sína um mikilvægi heimilda. Heimild hefur ólíkar merkingar. Hefurðu heimild? Hefurðu eitthvað fyrir þér? Þá benti hann á að í heimildamyndum mætti ekki segja ósatt. „Það má ekki ljúga. Þú verður að hafa eitthvað í höndunum. En svo hins vegar, hefurðu heimild? Þá er einhver búinn að leyfa þér…." Á þessum tímapunkti greip Eliza inn í. „Ég skil ekki neitt hvað þú ert að segja.“ Þú ert skemmtilegri heima á laugardagskvöldum, yfirleitt Guðni virtist taka þessu sem ábendingu um að stytta mál sitt. „Punkturinn er þessi, stundum þarf enga bévítans heimild til að búa til heimildamynd nema hafa heimildina, semsagt efniviðinn. En stundum þarftu að segja „ég hef enga heimild til að búa til þessa heimildamynd en mér er alveg sama.“ Það þarf hugrekki til að búa til alvöru heimildamynd.“ Hlutu standandi lófaklapp Því næst las Eliza upp tilnefningarnar og forsetahjónin veittu verðlaunin fyrir heimildamynd ársins, en það var myndin Smoke Sauna and Sisterhood eftir eistnesku kvikmyndagerðarkonuna Önnu Hints sem hlaut Edduna. Tilnefningarnar í flokknum heimildamynd ársins. Eftir verðlaunaafhendinguna notaði Guðni tækifærið og þakkaði fyrir stuðning og hlýju undanfarin ár. Hann sagði það hafa verið einstök forréttindi að fá að fylgjast með íslenskri menningu og mannlífi blómstra. Áhorfendur stóðu þá upp og klöppuðu fyrir Guðna og Elizu, en þetta var í síðasta sinn á hans forsetatíð sem þau veittu Edduverðlaun. Menning Kvikmyndagerð á Íslandi Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Edduverðlaunin Tengdar fréttir Á ferð með mömmu hlaut níu Eddur Kvikmyndin Á ferð með mömmu hlaut alls níu Eddur þegar á verðlaunafhending á vegum Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademían fór fram við hátíðlega athöfn í gærkvöldi. Myndin hlaut meðal annars verðlaun fyrir leikstjórn, handrit, leikara og leikkonu í aðalhlutverki, auk þess að hreppa eftirsótta titilinn kvikmynd ársins. 14. apríl 2024 08:09 Guðni segir kjaftasögur einn af löstunum í litlu samfélagi Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ræddi kosti og galla smæðar íslensks samfélags á dögunum í sérstöku erindi þegar Stjórnunarverðlaun Stjórnvísis voru veitt á Grand Hótel. Þar vísaði hann til kjaftagangs sem algengur væri í íslensku samfélagi vegna smæðar þess. 16. febrúar 2024 14:31 Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Fleiri fréttir Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Sjá meira
„Þú ert mjög alvarlegur á svipinn, Guðni,“ sagði Eliza þegar þau stigu á svið. „Þetta er ekkert grín,“ svaraði Guðni á léttu nótunum og hóf svo ræðu sína um mikilvægi heimilda. Heimild hefur ólíkar merkingar. Hefurðu heimild? Hefurðu eitthvað fyrir þér? Þá benti hann á að í heimildamyndum mætti ekki segja ósatt. „Það má ekki ljúga. Þú verður að hafa eitthvað í höndunum. En svo hins vegar, hefurðu heimild? Þá er einhver búinn að leyfa þér…." Á þessum tímapunkti greip Eliza inn í. „Ég skil ekki neitt hvað þú ert að segja.“ Þú ert skemmtilegri heima á laugardagskvöldum, yfirleitt Guðni virtist taka þessu sem ábendingu um að stytta mál sitt. „Punkturinn er þessi, stundum þarf enga bévítans heimild til að búa til heimildamynd nema hafa heimildina, semsagt efniviðinn. En stundum þarftu að segja „ég hef enga heimild til að búa til þessa heimildamynd en mér er alveg sama.“ Það þarf hugrekki til að búa til alvöru heimildamynd.“ Hlutu standandi lófaklapp Því næst las Eliza upp tilnefningarnar og forsetahjónin veittu verðlaunin fyrir heimildamynd ársins, en það var myndin Smoke Sauna and Sisterhood eftir eistnesku kvikmyndagerðarkonuna Önnu Hints sem hlaut Edduna. Tilnefningarnar í flokknum heimildamynd ársins. Eftir verðlaunaafhendinguna notaði Guðni tækifærið og þakkaði fyrir stuðning og hlýju undanfarin ár. Hann sagði það hafa verið einstök forréttindi að fá að fylgjast með íslenskri menningu og mannlífi blómstra. Áhorfendur stóðu þá upp og klöppuðu fyrir Guðna og Elizu, en þetta var í síðasta sinn á hans forsetatíð sem þau veittu Edduverðlaun.
Menning Kvikmyndagerð á Íslandi Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Edduverðlaunin Tengdar fréttir Á ferð með mömmu hlaut níu Eddur Kvikmyndin Á ferð með mömmu hlaut alls níu Eddur þegar á verðlaunafhending á vegum Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademían fór fram við hátíðlega athöfn í gærkvöldi. Myndin hlaut meðal annars verðlaun fyrir leikstjórn, handrit, leikara og leikkonu í aðalhlutverki, auk þess að hreppa eftirsótta titilinn kvikmynd ársins. 14. apríl 2024 08:09 Guðni segir kjaftasögur einn af löstunum í litlu samfélagi Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ræddi kosti og galla smæðar íslensks samfélags á dögunum í sérstöku erindi þegar Stjórnunarverðlaun Stjórnvísis voru veitt á Grand Hótel. Þar vísaði hann til kjaftagangs sem algengur væri í íslensku samfélagi vegna smæðar þess. 16. febrúar 2024 14:31 Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Fleiri fréttir Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Sjá meira
Á ferð með mömmu hlaut níu Eddur Kvikmyndin Á ferð með mömmu hlaut alls níu Eddur þegar á verðlaunafhending á vegum Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademían fór fram við hátíðlega athöfn í gærkvöldi. Myndin hlaut meðal annars verðlaun fyrir leikstjórn, handrit, leikara og leikkonu í aðalhlutverki, auk þess að hreppa eftirsótta titilinn kvikmynd ársins. 14. apríl 2024 08:09
Guðni segir kjaftasögur einn af löstunum í litlu samfélagi Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ræddi kosti og galla smæðar íslensks samfélags á dögunum í sérstöku erindi þegar Stjórnunarverðlaun Stjórnvísis voru veitt á Grand Hótel. Þar vísaði hann til kjaftagangs sem algengur væri í íslensku samfélagi vegna smæðar þess. 16. febrúar 2024 14:31