Lífið

Gunna Dís kynnir Euro­vision í stað Gísla Marteins

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Guðrún Dís betur þekkt sem Gunna Dís verður þulur á Eurovision í ár.
Guðrún Dís betur þekkt sem Gunna Dís verður þulur á Eurovision í ár. Ragnar Visage

Guðrún Dís Emilsdóttur mun verða þulur á Eurovision söngvakeppninni í ár. Hún hleypur þar með í skarðið fyrir Gísla Martein Baldursson sem lýst hefur keppninni undanfarin ár. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ríkisútvarpinu.

Gísli Marteinn lýsti því yfir á dögunum að hann myndi ekki taka það að sér í ár. Ástæðan væri framganga Ísrael á Gasa og viðbrögð stjórnenda Eurovision við henni, eða skortur þar á. Keppnin fyrir honum snerist um stemningu og gleði en Gísli sagðist finna fyrir hvorugu í ár.

Guðrún Dís, betur þekkt sem Gunna Dís, starfar sem útvarpskona á Rás 2. Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins sagði í samtali við Vísi í síðustu viku að vinna við að finna eftirmann Gísla væri langt á veg komin. Þá mun Felix Bergsson ekki verða fararstjóri hópsins þar sem eiginmaður hans Baldur Þórhallsson er í forsetaframboði.

Eins og fram hefur komið hefur þátttaka Íslands í Eurovision í ár reynst afar umdeild. Skorað var á Ríkisútvarpið að taka ekki þátt. Lagði Ríkisútvarpið í kjölfarið ábyrgð á hendur sigurvegara Söngvakeppninnar að ákveða hvort keppt yrði í Eurovision.

Hera Björk keppir fyrir hönd Íslands í Eurovision. Hún hefur reglulega sagt að henni finnist mikilvægt að Ísland eigi rödd í keppninni í ár.


Tengdar fréttir

Hvetja Brynjar til að lýsa Eurovision að undirlagi Sigmundar

Undirskriftarsöfnun hefur verið ýtt úr vör til þess að hvetja Ríkisútvarpið og Brynjar Níelsson til þess að sá síðarnefndi lýsi Eurovision í ár. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson stakk upp á Brynjari til verksins eftir að Gísli Marteinn Baldursson tilkynnti að hann myndi ekki lýsa.

Leitinni að arftaka Gísla Marteins miðar vel

Leitinni að arftaka Gísla Marteins Baldurssonar sem kynnis í Eurovision miðar vel. Verður fljótlega tilkynnt um arftakann. Þetta segir Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.