Verstappen átján sætum á undan Hamilton á ráspólnum á morgun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. apríl 2024 13:19 Max Verstappen var í stuði eins og vanalega. Fimm keppnir, fimm ráspólar. Getty/Mark Thompson Heimsmeistarinn Max Verstappen verður enn á ný á ráspólnum í kínverska formúlu 1 kappakstrinum sem fer fram í fyrramálið. Þetta var mjög góð tímataka fyrir Red Bull liðið því liðsfélagi Verstappen, Sergio Perez, verður við hlið hans á ráspólnum. Verstappen var 0,322 sekúndum á undan Perez. Fernando Alonso hjá Aston Martin varð þriðji 0,166 sekúndum á eftir Perez. Næstir voru síðan Lando Norris og Oscar Piastri sem keyra báðir fyrir McLaren. Þetta var aftur á móti slæmur dagur fyrir Lewis Hamilton sem ræsir í átjánda sætinu á morgun og er því ekki líklegur til að ná í mörg stig þessa helgina. Hamilton er eins og er í níunda sæti í keppni ökumanna sjö stigum á eftir Alonso sem er fyrir ofan hann. Verstappen hefur verið ráspól í öllum fimm kappökstrum ársins og hefur unnið þrjár af fjórum keppnum tímabilsins. Verstappen er með fimmtán stiga forskot á liðsfélaga sinn Perez og með 21 stigi meira en Charles Leclerc sem er þriðji í keppni ökumanna. Kínverski kappaksturinn hefst klukkan 6.30 í fyrramálið á Vodafone Sport stöðinni. MAX VERSTAPPEN TAKES POLE IN SHANGHAI Sergio Perez will join his team mate on the front row while Fernando Alonso will start from third in Sunday's race #F1 #ChineseGP pic.twitter.com/En2nvKE3bS— Formula 1 (@F1) April 20, 2024 Mest lesið Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Fleiri fréttir Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Þetta var mjög góð tímataka fyrir Red Bull liðið því liðsfélagi Verstappen, Sergio Perez, verður við hlið hans á ráspólnum. Verstappen var 0,322 sekúndum á undan Perez. Fernando Alonso hjá Aston Martin varð þriðji 0,166 sekúndum á eftir Perez. Næstir voru síðan Lando Norris og Oscar Piastri sem keyra báðir fyrir McLaren. Þetta var aftur á móti slæmur dagur fyrir Lewis Hamilton sem ræsir í átjánda sætinu á morgun og er því ekki líklegur til að ná í mörg stig þessa helgina. Hamilton er eins og er í níunda sæti í keppni ökumanna sjö stigum á eftir Alonso sem er fyrir ofan hann. Verstappen hefur verið ráspól í öllum fimm kappökstrum ársins og hefur unnið þrjár af fjórum keppnum tímabilsins. Verstappen er með fimmtán stiga forskot á liðsfélaga sinn Perez og með 21 stigi meira en Charles Leclerc sem er þriðji í keppni ökumanna. Kínverski kappaksturinn hefst klukkan 6.30 í fyrramálið á Vodafone Sport stöðinni. MAX VERSTAPPEN TAKES POLE IN SHANGHAI Sergio Perez will join his team mate on the front row while Fernando Alonso will start from third in Sunday's race #F1 #ChineseGP pic.twitter.com/En2nvKE3bS— Formula 1 (@F1) April 20, 2024
Mest lesið Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Fleiri fréttir Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira