Enski boltinn

Heldur tryggð við Aston Villa þrátt fyrir á­huga annarra liða

Aron Guðmundsson skrifar
Unai Emery er að gera frábæra hluti með lið Aston Villa 
Unai Emery er að gera frábæra hluti með lið Aston Villa  ames Gil/Getty Images

Spán­verjinn Unai Emery, knatt­spyrnu­stjóri enska úr­vals­deildar­fé­lagsins Aston Villa, hefur fram­lengt samning sinn við fé­lagið til ársins 2027. Það gerir hann þrátt fyrir á­huga annarra stór­liða í Evrópu á hans kröftum.

Það er The At­hletic sem greinir frá en undir stjórn Emery hefur Aston Villa blómstrað á yfir­standandi tíma­bili. Aston Villa er í harðri bar­áttu um Meistara­deildar­sæti og er einnig komið í undan­úr­slit Sam­bands­deildar Evrópu.

Emery tók við stjórnar­taumunum á Villa Park í októ­ber árið 2022. Hann er rað­sigur­vegari í Evrópu eftir tíma sinn hjá liðum á borð við Villarreal og Sevilla, hefur unnið Evrópu­deildina fjórum sinnum á sínum ferli.

The At­hletic greinir svo enn frekar frá því að for­ráða­menn Aston Villa vilji síðan setjast aftur niður með Emery eftir yfir­standandi tíma­bil í þeirri von um að geta fram­lengt veru hans hjá fé­laginu lengur en til ársins 2027.

Aston Villa er sem stendur í 4.sæti ensku úr­vals­deildarinnar, sem mun gefa þátt­töku­rétt í Meistara­deild Evrópu á næsta tíma­bili. Liðið er þar með sex stiga for­skot á Totten­ham Hotspur, sem vermir 5.sæti, en á tvo leiki til góða á Aston Villa.

Fram­undan er því spennandi bar­átta um 4.sætið í loka­um­ferðum ensku úr­vals­deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×