Enski boltinn

Højlund kvartaði yfir því að Fernandes gæfi ekki nógu oft á sig

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rasmus Højlund og Bruno Fernandes fagna marki þess síðarnefnda í bikarleiknum gegn Coventry City á sunnudaginn.
Rasmus Højlund og Bruno Fernandes fagna marki þess síðarnefnda í bikarleiknum gegn Coventry City á sunnudaginn. getty/Andrew Kearns

Fyrr á þessu tímabili kvartaði Rasmus Højlund, framherji Manchester United, yfir því að fá ekki nógu margar sendingar frá fyrirliða liðsins, Bruno Fernandes.

Í grein Daily Mail um vandræðin hjá United er greint frá því að fyrr í vetur hafi Højlund kvartað yfir því að Fernandes gæfi ekki nógu oft á hann.

Højlund lenti einnig upp á kant við hinn Portúgalann hjá United, Diogo Dalot, eftir tapið fyrir FC Kaupmannahöfn, 4-3, í Meistaradeild Evrópu í nóvember. Fernandes stóð með landa sínum í þeirri deilu.

Þegar Højlund ræddi við þjálfarateymi United um þetta mál var honum sagt að tala beint við Dalot. Málið leystist farsællega og Højlund og Fernandes sættust einnig.

United keypti Højlund frá Atalanta fyrir 72 milljónir punda fyrir tímabilið. Hann er markahæsti leikmaður United í vetur ásamt Fernandes. Báðir hafa þeir skorað þrettán mörk í öllum keppnum.

United, sem er í 7. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, mætir botnliði Sheffield United á Old Trafford annað kvöld.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×