Ein­stefna í Brighton

Siggeir Ævarsson skrifar
Phil Foden fagnar með liðsfélögum sínum eftir að hafa komið Manchester City í 0-3 gegn Brighton.
Phil Foden fagnar með liðsfélögum sínum eftir að hafa komið Manchester City í 0-3 gegn Brighton. getty/Zac Goodwin

Englandsmeistarar Manchester City máttu ekki við því að misstíga í toppbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar þegar liðið sótti Brighton heim og gerðu það svo sannarlega ekki.

Leikurinn var í raun algjör einstefna frá upphafi til enda en Kevin De Bruyne kom City á bragðið á 17. mínútu. Þá var komið að Phil Foden sem skoraði tvö mörk áður en flautað var til hálfleiks.

Julián Álvarez gerði svo út um leikinn á 62. mínútu eftir undirbúning frá Kyle Walker. Walker lagði einnig upp fyrsta mark leiksins og er þetta í fyrsta sinn sem Walker leggur upp tvö mörk í sama leiknum í ensku úrvalsdeildinni.

City-liðar færast með sigrinum upp í 2. sæti, stigi á eftir Arsenal og tveimur stigum á undan Liverpool en liðið á leik til góða á bæði liðin sem eiga fjóra leiki eftir hvort.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira