Stendur með Salah og skilur pirring hans Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. apríl 2024 10:30 Mohamed Salah á ferðinni í 2-2 jafntefli Liverpool við West Ham United í gær. getty/Rob Newell Alan Shearer kom Mohamed Salah, leikmanni Liverpool, til varnar vegna rifrildisins við Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra liðsins, í leiknum gegn West Ham United í gær. Shearer skilur pirring Salahs. Egyptinn reifst við Klopp skömmu áður en hann kom inn á sem varamaður eftir að Michail Antonio jafnaði fyrir West Ham í 2-2. Salah hellti svo olíu á eldinn með ummælum sínum eftir leikinn á Lundúnaleikvanginum. Er hann var beðinn um viðtal í leikslok sagði hann að allt myndi loga ef hann tjáði sig. Í Match of the Day á BBC tók Shearer upp hanskann fyrir Salah og sagðist skilja gremju hans. „Við vitum ekki hvað Klopp sagði við hann þarna. Hann sagði eitthvað sem fór í taugarnar á honum. Hann er örugglega pirraður að vera á bekknum og það skiljanlega, jafnvel þótt hann hafi ekki náð sömu hæðum sem hann hefur gert síðustu ár. Hann hefur verið ótrúlegur leikmaður. Hann hunsar Jürgen, klappar aðeins fyrir stuðningsmönnum Liverpool og fer svo til búningsherbergja,“ sagði Shearer. „En við erum að giska hvað Jürgen sagði við hann. Ég skil að hann sé pirraður vegna þess hversu oft hann hefur verið bjargvættur og ofurstjarna Liverpool. Hann er með sautján mörk í 25 leikjum í byrjunarliði. Hjá öllum öðrum teldist það frábært tímabil. Það er synd að þetta skuli enda svona vegna þess hvað Klopp og Salah hafa gert.“ Salah hefur skorað 24 mörk í öllum keppnum á tímabilinu en hefur ekki náð sömu hæðum eftir hann meiddist í Afríkukeppninni í janúar. Liverpool er í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 75 stig, einu stigi á eftir Manchester City og tveimur stigum á eftir Arsenal. Liverpool hefur leikið einum leik meira en Arsenal og tveimur leikjum meira en City. Enski boltinn Tengdar fréttir Klopp: Verð hamingjusamur ef rétt ákvörðun er tekin Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, var heldur súr eftir 2-2 jafntefli sinna manna gegn West Ham United í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta fyrr í dag. Hann ræddi við fjölmiðla um leikinn og mögulegan arftaka sinn, Arne Slot. 27. apríl 2024 19:15 Antonio eyðilagði endurkomu Rauða hersins Titilvonir Liverpool eru orðnar afar veikar eftir 2-2 jafntefli við West Ham United í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool var undir í hálfleik, kom til baka en Michail Antonio skoraði jöfnunarmark West Ham þegar þrettán mínútur voru eftir. 27. apríl 2024 13:20 Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Sjá meira
Egyptinn reifst við Klopp skömmu áður en hann kom inn á sem varamaður eftir að Michail Antonio jafnaði fyrir West Ham í 2-2. Salah hellti svo olíu á eldinn með ummælum sínum eftir leikinn á Lundúnaleikvanginum. Er hann var beðinn um viðtal í leikslok sagði hann að allt myndi loga ef hann tjáði sig. Í Match of the Day á BBC tók Shearer upp hanskann fyrir Salah og sagðist skilja gremju hans. „Við vitum ekki hvað Klopp sagði við hann þarna. Hann sagði eitthvað sem fór í taugarnar á honum. Hann er örugglega pirraður að vera á bekknum og það skiljanlega, jafnvel þótt hann hafi ekki náð sömu hæðum sem hann hefur gert síðustu ár. Hann hefur verið ótrúlegur leikmaður. Hann hunsar Jürgen, klappar aðeins fyrir stuðningsmönnum Liverpool og fer svo til búningsherbergja,“ sagði Shearer. „En við erum að giska hvað Jürgen sagði við hann. Ég skil að hann sé pirraður vegna þess hversu oft hann hefur verið bjargvættur og ofurstjarna Liverpool. Hann er með sautján mörk í 25 leikjum í byrjunarliði. Hjá öllum öðrum teldist það frábært tímabil. Það er synd að þetta skuli enda svona vegna þess hvað Klopp og Salah hafa gert.“ Salah hefur skorað 24 mörk í öllum keppnum á tímabilinu en hefur ekki náð sömu hæðum eftir hann meiddist í Afríkukeppninni í janúar. Liverpool er í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 75 stig, einu stigi á eftir Manchester City og tveimur stigum á eftir Arsenal. Liverpool hefur leikið einum leik meira en Arsenal og tveimur leikjum meira en City.
Enski boltinn Tengdar fréttir Klopp: Verð hamingjusamur ef rétt ákvörðun er tekin Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, var heldur súr eftir 2-2 jafntefli sinna manna gegn West Ham United í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta fyrr í dag. Hann ræddi við fjölmiðla um leikinn og mögulegan arftaka sinn, Arne Slot. 27. apríl 2024 19:15 Antonio eyðilagði endurkomu Rauða hersins Titilvonir Liverpool eru orðnar afar veikar eftir 2-2 jafntefli við West Ham United í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool var undir í hálfleik, kom til baka en Michail Antonio skoraði jöfnunarmark West Ham þegar þrettán mínútur voru eftir. 27. apríl 2024 13:20 Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Sjá meira
Klopp: Verð hamingjusamur ef rétt ákvörðun er tekin Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, var heldur súr eftir 2-2 jafntefli sinna manna gegn West Ham United í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta fyrr í dag. Hann ræddi við fjölmiðla um leikinn og mögulegan arftaka sinn, Arne Slot. 27. apríl 2024 19:15
Antonio eyðilagði endurkomu Rauða hersins Titilvonir Liverpool eru orðnar afar veikar eftir 2-2 jafntefli við West Ham United í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool var undir í hálfleik, kom til baka en Michail Antonio skoraði jöfnunarmark West Ham þegar þrettán mínútur voru eftir. 27. apríl 2024 13:20